Stutt á snúruna

Það verður ekki annað séð af fréttum síðustu misserin en að allt stefni í lokun ÍSAL í Straumsvík. Orkupakka mafían er nú allsráðandi og nú hyllir í að rætist villtustu gróða draumar draugsins Geysis Green, -er á meðan er, eða þannig. Feigum verður víst ekki forðað.

Ef einhver minnsti áhugi hefði verið á að halda afrakstri orkunnar í landinu þá hefði verið tekið til á Landsvirkjunar kontórnum strax eftir valdatíma helferðarhyskisins, sem sótti um ESB aðildina. En við engu hefur verið hreift þar á bæ jafnvel þó svo næstum allir stjórnmálflokkar hafi komið að ríkisstjórn síðan 2013.

Það hefur ekki einu sinni verið áhugi fyrir því að draga ESB umsóknina afdráttarlaust til baka. Sama virðist vera uppi með 110 ára leyndina sem hvílir yfir hrun gjörningunum hyskisins, -líkt og með ESB aðildarumsóknina, að engin stjórnmálaflokkur sem komist hefur til valda á alþingi ætlar að rjúfa 110 ára samstöðuna.

Af því að Íslendingar ferðast innanlands sumarið 2020, þá skora ég á þá að fara af alfaraleið norðan Vatnajökuls, þó ekki væri nema um gamla þjóðveg no 1 um Möðrudals fjallgarða. Þar hefur mátt sjá magnaðar framkvæmdir frá því í fyrrasumar við varalínu meðfram annarri varalínu frá orkusvæðunum á Þeystareykjum og í Kröflu austur á land. Tvöföld varalína á milli staða þar sem orkan er næg en íbúar fáir.

Það hefur auk þess verið hvíslað um einkavirkjanaframkvæmdir séu í startholum víða um Austurland m.a. á yfirráðasvæði landakaupmannsins Ratcliffs. Blessaðir bjálfarnir í sameinuðum sveitarfélögum á Austurlandi létu þá ályktun frá sér fara fyrir nokkrum árum síðan, -ef ég man rétt, að algjört skilyrði væri að rafmagnssnúran sem á að upplýsa Evrópu færi á haf út austanlands.

Þetta snýst ekki lengur um það fyrir almenning að lifa við að fá einhverju ráðið í sínu nærumhverfi, því það gera þeir ekki sem nú erum uppistandandi, þetta snýst miklu frekar um að búa blessuð börnin undir meira en 110 ára ósjálfstæði íslenskrar þjóðar og erlend yfirráð auðlindanna. 


mbl.is Framtíðarvirði ÍSAL fært niður að fullu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Eldmessa Magnús.

Þörf.

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.7.2020 kl. 22:58

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar og þakka þér fyrir álitið, en það kunna aðrir betur með eldinn að fara.

Ef kóvítiskjaftæðinu fer ekki að linna þá duga lítið messur af þerri gerðinni eftir að orkuauðlindirnar verða komnar á snúruna og Icelandair búið að missa lánalínuna.

Eftir svoleiðis gjörningahríð er lítið annað í stöðunni en að leita á náðir erlendra konunga til að halda tengslum við umheiminn, -sem reyndar leynt og ljóst er stefnd að í öllu kóvinu.

Með kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 30.7.2020 kl. 09:12

3 identicon

Orkusamingurinn er sagður ansi hagstæður að mati garðyrkjubænda. En maður skilur svo sem vel harmakveinin í þessum álköllum því fyrirtækið hagnaðist ekki nema um 3,3 millj­arða Banda­ríkja­dala á árs­hlut­an­um og áætl­ar að greiða út skitna 2,5 millj­arða dala í arð á ár­inu. Sannkallað ófremdarástand.

Jon Pall Gardarsson (IP-tala skráð) 30.7.2020 kl. 10:19

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina Jón Páll. Þú hefur vissulega lög að mæla þó svo innihald pistilsins fjalla ekki um þetta atriði.

Magnús Sigurðsson, 30.7.2020 kl. 10:49

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús og góðan daginn.

Við lifum þá tíma sem fornar sögur kenndu við að Fernisúlfur væri leystur úr fjötrum sínum eða þann sem Opinberunin greinir frá, þegar heimurinn tók að dýrka öfl sem sögðu að þú ættir ekki að gæta bróður þíns, og það dygði að elska sjálfan sig.

Farsóttin er ein plágan sem var boðuð og hún afhjúpar heim misskiptingar og sjálfshyggju þar sem Örfáir hafa því sem næst lagt undir sig auðlegð heimsins. 

Afhjúpar þjóna þeirra, hina vanhæfu stjórnmálamenn sem eru kostaðir til að gegna einu hlutverki, að tryggja frjálst og hindrunarlaust flæði auðs í vasa útvaldra.

Þú fjallar um eina birtingarmynd þess flæðis í pistli þínum hér að ofan.

Við háðum stríð við þetta flæði síðastliðið sumar, og skíttöpuðum því, vegna þess að flestum var sama, eða ógnin var það fjarlægð að hún hreyfði ekki við fólki.

Á ákveðnum tímapunkti í þeirri baráttu, þegar mér ofbauð lygarnar og barnaskapurinn hjá hluta ráðherra vorra, mótaði ég hjá mér stef sem ég hef viðhaldið síðan, og bætt í ef eitthvað er.

Til þess hefur farsóttin verið kjörinn vettvangur, hún er mál málanna, og hún kallar á uppgjör við það sem við viljum gera upp við.

Það eru engar glóðir kulnaðar, vettvangurinn er aðeins annar.

En burtséð frá því, þetta er meiri andskotans vætutíðin, það mun þó þorna fyrr þarna hjá ykkur uppfrá í sveitarfélaginu Héraði, en hérna hjá okkur niðri á Fjörðum.

Það mun samt birta til.

Á meðan er það kveðja úr rigningunni í neðra.

Ómar Geirsson, 31.7.2020 kl. 09:17

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar og þakka þér fyrir þetta innlegg. Hundadaga drunginn birtist í bleikri bliku fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér aðfaranótt fyrsta dags hundanna þannig að drunginn í efra og neðra kemur mér ekki á óvart og Völuspá sýndi mér stóru myndina strax í vetur.

Mér er því kunnugt um tímanna tákn, -og tapið í fyrra. En vil þó um tapið segja að vegna þeirrar einörðu athygli sem orðsins menn vöktu á málinu þá stóð málþóf Miðflokksins pakkinu fyrir þrifum mánuðum saman, og við skulum ekki gleyma því að þá var þegar til orðin mynd af formanni þess flokks þar sem hann handsalaði snúru til Bretlands. Þannig að orðið er máttugt hjá þeim sem kunna með það að fara á þann hátt að athygli vekur. Og það að kaupa tíma er gálgafrestur, -koma tímar koma ráð.

Eða í stuttu máli; eins og einn gamall og glöggur atkvæðamaður sagði við mig þegar ég vældi yfir því að vera í svo argvítugum hreppsnefndarminnihluta að ekkert væri á mig hlustað og hver vitleysan um aðra þvera væri keyrð í gegn; "þú getur þá rétt ímyndað þér hvaða óskapnaður flyti í gegn ef þinna orða nyti ekki við". Þú, -Ómar ákvæðabloggari-, getur því rétt ímyndað þér hvers orð þitt eru megnugt þó svo að orrusta tapist.

Varðandi kóvítið þá á ég við það að það skiptir máli hverju við gefum athygli okkar og rétt eins og þú veist manna best þá skiptir mestu máli að greina kjarnann frá hisminu. Kóvítið er vinsælasta umræðuefnið nú um mundir og sumir segja að lækningin við fárinu sé að slökkva á sjónvarpinu. Í skjóli kóvítsins flýtur hver óskapnaðurinn um annan þveran í gegn án þess að því sé veitt athygli út í þjóðfélaginu. En eins og allir vita þá kemur alltaf að því að skýtur flýtur.

Með kveðju úr rigningunni að ofan.

Magnús Sigurðsson, 31.7.2020 kl. 11:43

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er allt samhangandi Magnús.

Tími uppgjörsins er framundan.

Það eins sem ég ekki veit er hvað kemur út úr því.

Vonandi samt nýr og betri heimur, en það er reyndar fátt sem bendir til þess.

En andskotinn hafi þessa rigningu, hún virðir ekkert meðalhóf.

Kveðja uppí Hérað.

Ómar Geirsson, 31.7.2020 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband