Kvenmanns kuml

hefði ekki átt að koma á óvart við fornleifa uppgröft í Þrándheimi. Ríkmannlega búin kvenna kuml eru engin nýlunda.

Daníel Bruun fór um Austurland 1901 og gróf í tvö höfðinglega búin kuml, annað að Reykjaseli fyrir ofan Brú á Jökuldal og hitt við Sturluflöt í suðurdal Fljótsdals. Reyndust bæði kumlin vera kvenkyns.

Eins og Íslendingasögurnar greina vel frá þá var kvenfólk ekki síður til forustu fallið en karlmenn. Laxdæla greinir frá því hvernig Auður djúpúðga fór fyrir sínu fólki þegar hún nam land á Íslandi.

Við Arnheiði, dóttir Ásbjörns skerjablesa, hafa Arnheiðarstaðir í Fljótsdal ávalt verið kenndir. Þó svo að Arnheiður hafi verið keypt ánauðug eftir fall föður síns á Suðureyjum. Frá þessu greinir Fljótsdæla.

Helstu sögupersónur Austfirðingasagna voru þeir Grímur og Helgi Droplaugarsynir, kenndir við móður sína, sem segir sitt.

Stutt er síðan að Þjóðminjasafnið gerði bláklæddu konunni skil, en hennar kuml fannst við Ketilsstaði í Hjaltastaðaþinghá.

Þau eru mýmörg dæmin sem tína má til úr sögunum, hvað þá ef lesið er á milli línanna, um að konur hafi staðið körlum jafnfætis til forna.

Það virðist ekki hafa verið fyrr en Rómarvaldið sauð saman sín trúarbrögð sem pallur kvenna varð skör lægri. 


mbl.is Óvenjulegur fornleifafundur í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að venju góður og fróðlegur pistill hjá þér Magnús og er ég farinn að bíða eftir næsta pistli frá þér,  Þakka þér kærlega fyrir góðar og fróðlegar greinar.

Jóhann Elíasson, 29.10.2020 kl. 11:18

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir athugasemdina Jóhann. Þessi pistill var snöggsoðin en það ótrúlega margt sem má tína til varðandi stöðu konunnar við landnám, hún var ekki síður flókin en hjá körlum. Og það virðist að fólkið sem hér nam land hafi verið á flótta undan Rómarvaldinu sem kom konungum á koppinn samkvæmt sínum trúarbrögðum

Það má kannski segja í stuttu máli að staða kynjanna hafi ekki verið svo ójöfn í því sem kallað er heiðni en að halla hafi farið undan fyrir rúmum 2000 árum og karlar hafi farið með völdin um langan tíma, en gleymum samt ekki því að það voru konur sem ólu þá. Nú er hinsvegar svo komið að konan er rétthærri s.b. jákvæðri mismunun jafnréttislaga.

það virðist vera að tímarnir gangi í gegnum stórar aldir sem eru rúm 2000 ár hver samkvæmt fornum tímatölum. Nú eru spennandi tímar og öld Vatnsberans í uppsiglingu, ef ég fer rétt með, ég tel að lok Völuspár fjalli einmitt um okkar daga þar sem konur munu fá völdin umfram karla.

Sal sér húnn standa sólu fegri, gulli þakin á Gimlé: Þar skulu dyggar dróttir byggja og um aldurdaga yndis njóta. - Þar kemur hinn dimmi dreki fljúgandi, naðar fránn, neðan frá Niðafjöllum; ber sér í fjöðrum, flýgur völl yfir, Níðhöggur nái, nú mun hún sökkvast.

Ekkert varir hins vegar að eylífu og ný stóröld mun hefjast á endalausu ferðalagi himintunglanna í gegnum geiminn. Það er svolítið gaman að velta þessu fyrir sér í sambandi við breytingar sem verða á segulsviði jarðar. En eins og þú veist þá eru pólarnir á ferðinni þessi árin.

Magnús Sigurðsson, 29.10.2020 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband