Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir

Íslandspóstur er eitt skýrasta dæmið um það þegar opinber þjónusta snýst upp í að hámenntað fólk tekur sig til við að verja tilveru sína til tekna frá því opinbera.

Þjónustu, sem átti að gera landsmönnum jafnt undir höfði burt séð frá búsetu, er nú íhugað að afleggja svo ekki þurfi að segja upp silkihúfunum. 

En það verður áfram hægt að hagræða með því að segja upp ómenntuðu póstburðarfólki og fábjánar með fimm háskólagráður halda vinnunni.


mbl.is Íhuga að hætta útburði bréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er væntanlega ný tegund af útburðarvæli en sumir vilja náttúrlega fá gluggapóstinn sinn og ástarbréfin alla virka daga en ekki til að mynda tvisvar í viku hverri. cool

Strákur var sendur í sveit, leist vel á heimasætuna og sendi því þetta bréf til kærustu sinnar í Reykjavík:

"Hæ, Sigga!

Þetta er uppsagnarbréf.

Gústi".

Þorsteinn Briem, 6.3.2021 kl. 10:17

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef Pósturinn ræður ekki við hlutverk sitt, sem er að bera út bréf, þá er bersýnilega ekki annað að gera en leggja fyrirtækið niður. 

Þorsteinn Siglaugsson, 6.3.2021 kl. 10:32

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það skiptir engu máli Steini minn þó svo að þú fáir ekki gluggapóstinn þinn aldrei, tvisvar eða fimm sinnum í viku.

Það er allt orðið svo ofboðslega rafrænt að það er hægt að selja ofan af þér með sms skilaboðum.

En alveg stórfurðulegt að skattgreiðendur skuli ekki geta losað sig við óværuna á sama hátt.

Magnús Sigurðsson, 6.3.2021 kl. 10:35

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Einmitt Þorsteinn, pósturinn var hugsaður til að bera út póst.

Magnús Sigurðsson, 6.3.2021 kl. 10:36

5 identicon

Góður að vanda Magnús, vildi bara kvitta fyrir innlitið!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.3.2021 kl. 11:06

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit ekki betur en að hlutverk Íslandspósts sé bundið í LÖG.  Þessum lögum þyrfti að breyt ef Íslandspóstur "ætlar" að HÆTTA að bera út bréf.  Var það ekki til að Íslandspóstur gæti haldið áfram að sinna þessu hlutverki sínu, sem hann fékk LÁN frá almenningi uppá á 1.500 MILLJÓNIR?????????

Jóhann Elíasson, 6.3.2021 kl. 11:07

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það hefur nokkuð lengi viðgengist sú meinvilla hjá menntaaðlinum að það opinbera eigi að sjá fyrir því, sama hvað það kostar.

Telja sig jafnvel geta reiknað út hvernig á að bera út póst með hagnaði en dettur ekki í eitt augnablik í hug að leggja á sig ómakið sjálft.

Fer þess í stað í World Class og hleypur um á færibandi.

Svona lagað getur varla kallast annað en að hafa menntað sig til fábjána.

Magnús Sigurðsson, 6.3.2021 kl. 11:32

8 identicon

Tjahh... er við póstinn að sakast. Það er nú sótt að þeim. Þeim er núna gerð skilda að skila helst hagnaði en mega ekki rukka eðlilegt verð fyrir ruslpóstinn. Svo náttúrulega mega þeir ekki sinna þessari skildu sinni um að bera út póst nema á örfáum sveitabæjum vegna þess að annars eru þeir í samkeppni. Mega núna víst ekki ferðast með pakka vegna þess að annars eru þau í samkeppni við eitthvað flutningafyrirtæki sem vill að maður sæki pakkana 3 sveitafélög í burtu ef manni dettur í hug að panta penna af netinu. 

enn eitt dæmið um ríkisstofnun sem sjálfstæðisflokkurinn hefur neytt til að standa á grafarbakkanum bara svo þeir geti, eftir að hafa rústað, bent á og sagt hvernig ríkið getur ekki gert neitt. 

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 6.3.2021 kl. 12:09

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert að lýsa stöðunni ágætlega Jón Grétar, og í hvaða tilgangi pósturinn var fábjánavæddur.

Það þarf s.s. ekkert að fara í pólitískar skotgrafir þess vegna. Vitleysunni er útdeilt án manngreiningarálits. En því verður seint á móti mælt að eftir að spargrísinn úr Garðabænum fékk pokann sinn hjá Eimskip þá varð pósturinn fyrir stórtjóni.

Þetta blessaða menntalið hjá póstinum er sama liðið og komst að þeirri niðurstöðu að best væri að keyra öllum bréfum sem póstlögð eru  í landinu til Reykjavíkur og hræra þeim saman þar áður en þau eru keyrð til baka og flokkuð af póstburðarfólkið í hinum dreifðu byggðum.

Þetta er sama kerfið og hjá landbúnaðinum í sveitinni, þar sem mjólkinni er keyrð u.þ.b. einn hring í kringum landið til að sjóða upp sullinu og keyra því aftur til baka, allt gert í hagræðingarskini. 

Svona hringavitleysu er bara hægt að læra í fáviskufabrikkum og fela undir meistara titlum í hagfræði, og þegar vitleysan er orðin öllum ljós þá má kalla titilinn cand.oceon.

Magnús Sigurðsson, 6.3.2021 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband