Hefðbundið klúður - eða lögbrot?

Það fer ekki hjá því að maður spyrji sig hvað hafi farið úrskeiðis á milli eyrnanna á þeim sem sjá um að telja kjörseðla, gefa í framhaldinu út lokatölur og úrslit kosninga. Skilja síðan kjörseðla eftir óinnsiglaða í sal á hóteli, jafnvel þó svo að hann hafi verið læstur, á meðan farið er heim að sofa.

Að loknum svefni er síðan komið saman aftur og endurtalið, -gefin út ný úrslit. Afleiðingarnar eru að tiltrú almennings og frambjóðenda á framkvæmd lýðræðislegra kosninga á Íslandi er fokin út í veður og vind, -kannski ekki að ástæðulausu.

En spurningin er fyrst og fremst sú; hvernig kom það til að það var endurtalið í NV kjördæmi eftir að úrslit voru kynnt úr því að engin fór í upphafi fram á það, -og hvernig gat það gerst að framkvæmdin er orðin með þeim hætti sem nú hefur opinberast?


mbl.is Vill að endurtalið verði á landinu öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"hvernig kom það til að það var endurtalið í NV kjördæmi eftir að úrslit voru kynnt úr því að engin fór í upphafi fram á það"

Það gerðist eftir að landskjörstjórn kom þeirri ábendingu á framfæri við yfirkjörstjórn norðvesturkjördæmis að mjög litlu munaði á atkvæðatölum jöfnunarmanna. Á grundvelli þeirrar ábendingar ákvað yfirkjörstjórn norðvesturkjördæmis að endurtelja atkvæðin. Þá kom í ljós misræmi strax í fyrsta bunkanum sem var endurtalin og fleiri villur eftir því sem meira var talið. Hvað veldur því kann ég enga skýringu á, veit bara að þessi ákvörðun byggðist á því að mjótt var á munum.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2021 kl. 20:36

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta var ábending Guðmundur, ekki fyrirmæli.

Eftir að úrslit hafa verið tilkynnt hefði maður ætlað að þyrfti skýr fyrirmæli eða rökstudda kæru til að endurtalning færi fram.

Annað rýrir framkvæmd talningar ekki bara í NV kjördæmi. 

Magnús Sigurðsson, 27.9.2021 kl. 20:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Yfirkjörstjórnin tók þessa ákvörðun af sjálfsdáðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2021 kl. 21:16

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þess vegna spyr maður sig hvað hafi farið úrskeiðis á milli eyrnanna á yfirkjörstjórn NV.

Ég minnist þess ekki að svona "klúður á kosningalögum" hafi komið upp áður þó svo að mjótt hafi verið á munum.

Magnús Sigurðsson, 27.9.2021 kl. 21:23

5 identicon

Skv. frétt á dv.is var það formaður landskjörstjórnar sem bað um endurtalningu.

Eftir að óinnsigluð kjörgögn höfðu verið geymd í einhverjum sal í hóteli í Borgarnesi.

Á sama tíma virðist hafa fækkað um 12 auða seðla.

Grunsamlegt?  Já, Magnús, það er skítalykt af málinu.

https://www.dv.is/eyjan/2021/09/27/endurtalid-eftir-abendingu-fra-formanni-landskjorstjornar-ef-menn-aetla-ad-svindla-kosningum-tha-svindla-kosningum/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.9.2021 kl. 21:31

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ábending er ekki það sama og fyrirmæli.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2021 kl. 22:55

7 identicon

Stigsmunur en ekki eðlis, Guðmundur.

Ábending frá formanni landskjörstjórnar er næsti bær við fyrirmæli til formanns yfirkjörstjórnar.

Hafirðu ekki enn áttað þig á goggunarröðinni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.9.2021 kl. 23:54

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kannski má kenna þreytu fyrst og fremst um það sem úrskeiðis fór á milli eyrna kjörstjórnar NV og því gefnar út ótímabærar lokatölur miðað við hvað mjótt var á munum.

Síðan verður skítalykt af málinu þegar það opinberast að með kjörgögn var ekki farið samkvæmt lagabókstafnum.

Að það hafi auk þess fækkað um 12 auða seðla á milli talninga án þess að það hefði áhrif að öðru leiti en þessi jöfnunarsæta hringekja fer af stað. Er ekki til að minnka grunsemdir um einhverskonar handvömm.

Og þá vakna upp spurningar um hvernig sé farið með kjörgögn í öðrum kjördæmum.

Magnús Sigurðsson, 28.9.2021 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband