Pútín á þrumuvagni líkt og Þór

Það hefur verið ámátlegt að fylgjast með fréttum þessa vikuna. Þar hefur innrás Rússa í Úkraínu verið efst á baugi. Vestræn ríki hafa mokað vopnum í Úkraínuher. Hótað Púltin digurbarkalega og heitið Úkraínu stuðningi, -um leið sigað út á foraðið. Pútín sagðist ætla að taka héruð hliðholl Rússum en brunar svo óvænt beint til Kiev til að berja á hrímþursum sem hann segir vera nasista.

Þegar á reynir virðist það sama vera að gerast í Úkraínu og Afganistan s.l. sumar. Vestræn gildi ná ekki forða sér nógu hratt undan stóru orðunum upp í næstu flugvél áður en allt er um seinan. Við hverju öðru var að búast? Ef Rússar skrúfa fyrir gasið slokkna ljósin í Evrópu.

Það var aldrei raunhæft að loka fyrir viðskipti Rússa með því að beita viðskiptaþvingunum. Hvernig á þá að vera hægt fyrir Evrópu að borga þeim fyrir gasið? Grettir Ásmundsson var aldrei talin gæfumaður en hann hafði þó gáfur til að vita að illt er að eggja óbilgjarna og ódrengjum lið að veita. Nú sitja íbúar Úkraínu eftir með sárt ennið í einsemd sinni og upplifa svikin.

Við Íslendingar ættum að þekkja einmanaleikann sem því fylgir frá því haustið 2008. Megi heilladísirnar verða íbúum Úkraínu jafn hliðhollar og okkur þá. þegar makríll flaut að ströndum landsins, Eyjafjallajökull blés eimyrju yfir þá sem á okkur hryðjuverkalögin settu og ferðamenn komu fljúgandi af himni ofan. Rússar keyptu þá makrílinn svo viðskiptaþvinganir hryðjuverkjaðra “vina” okkar bitu ekki.

Eins og Grettir sagði; illt er að eggja óbilgjarna og ódrengjum lið að veita.


mbl.is Innrásin geti haft skaðleg áhrif á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Magnús

Það er bratt að jafna glæpamanni við Ásinn Þór. En - það féllu líka margir fyrir áróðursvél Göbbels, á sínum tíma!

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2022 kl. 07:58

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Gunnar það er öfugmælavísa að jafna Pútín við Þór. Það er glæpamaðurinn sjálfur sem segist vera í Bjarmalandsför lýðræðinu til varnar.

En fram hjá því verður ekki litið að ábyrgð vesturlanda er mikil í þessum hörmungum og svikin við íbúa Úkraínu voru löngu orðin fyrirsjáanleg.

Magnús Sigurðsson, 25.2.2022 kl. 08:31

3 identicon

Það sem margir flaska á, er að Rússar munu nú í enn auknari mæli beina viðskiptum sínum til Kína og Indlands.  Viðskiptabönn ESB og Nato ríkja hrína því lítt á þeim, heldur þvert á móti.  Heimska íslenskra ráðherra er takmarkalaus, að treysta böndin við ESB löndin, sem munu nú verða að treysta æ meira á olíu, kol og kjarnorkuver til að mæta orkuþörf sinni. 

Betra hefði verið smáþjóð að blanda sér ekki í þann stórveldaslag sem geisar, heldur eiga góð viðskiptasambönd við hverja þá sem lítilli þjóð hentar best.  Land okkar er ríkt af auðlindum til sjávar, lands og sveita og gæti verið sjálfbært um flest.  Það skyldu menn muna.

Illt var og er að egna óbilgjarna, og mun það aldrei verða nokkurri smáþjóð til góðs.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.2.2022 kl. 14:02

4 identicon

Eitt vil ég og bæta við og það er að leggja til sem Einar Þveræingur gerði, að aldrei skyldum við veita öðru ríki heimild til landsetu hér, því lítt myndum við geta staðið gegn þeim ef sú landseta yrði nýtt til hernaðar gegn okkur, eins hitt ef þaðan yrðu mútur bornar á ráðamenn okkar.

Betra væri okkur að færa þeim smágjafir og sýna þeim hæversklega vinsemd sem við vildum og óskuðum eftir viðskiptum við.  Og er það í anda hollráða Einars Þveræings, sem enn lifa með þeim sem kunna sögu lands okkar og þjóðar.

En því miður hafa okkar ráðamenn hin síðari árin verið sem oflátungsfullir taglhnýtinga skreytimenni eigin hégóma, þá þau hanga aftan í einu stórveldi gegn öðru og gegn enn öðru, og eru svo vitlaus að þau sjá ekki að það er hlegið að þeim um veröld alla. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.2.2022 kl. 14:19

5 identicon

Guð blessi Ísland.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.2.2022 kl. 14:21

6 identicon

Engeyjarstjórninni hefur tekist það eitt að vera kaþólskari en páfinn og pönkast sem mest á Jóni og Gunnu og banna þeim að nota plastpoka.

Af því eina stórvirki hreykir hún sér af í Brussel.  Er nema von að veröldin öll hlæi að fíflunum sem ríkja hér á landi.

Grænslepjuna leggur af Engeyjarstjórninni.

Og nær þar svo langt í því að helst má líkja við óstjórnina í Borg Óttans og Dags Bergþórusonar, hins eina braggadags gigtveika.

Guð blessi Jón og Gunnu ... og Ísland.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.2.2022 kl. 14:50

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessar greinagóðu athugasemdir Símon Pétur.

Tek heilshugar undir með ykkur Einari Þveræing jafnvel þó svo það væri Kolbeinsey.

Nato meðlimurinn Erdogan hafði vit á því að halda sig á mottunni, það er meira en flissandi fábjánarnir hér á landi gerðu þó svo að á  því hefði verið fullur skilningur á hjá öllum málsaðilum.

Í meðfylgjandi frétt segir litla lukkudýrið sem kom sem ráðherra úr Seðlabankanum, að Ísland tapi litlu á ástandinu m.a. vegna þess Rússar hafi nú þegar sett viðskiptabann á Ísland. Kannski búin að gleyma að utanríkisráherrann sem lýsti yfir viðskiptabanni var úr hennar flokki. 

Það má segja Göbbels sé víða við að passa upp á upplýsingaóreiðan verði að falsfrétt.

Svo mátt skilja það á Engeyjar lukkuriddaranum, -með stóru gleraugun í allt of litlu bláu jakkafötunum, -eftir ríkisstjórnarfund í dag að Ísland ætlaði að setja aftur viðskiptabann á Rússland.

Þetta eru asnar Guðjón hefði einhvern tíma verið sagt af minna tilefni.

Já, Guð blessi Ísland, -og Jón og Gunnu, -bæði á Íslandi og í Úkraínu. Þau eiga ekki von á góðu frá þessum gáfnaljósum.

Magnús Sigurðsson, 25.2.2022 kl. 15:31

8 identicon

Takk fyrir svarið í athugasemd þinni, Magnús.

Já, það er þetta með friðsæla landið.

Hefðbundnar stríð geta verið a.m.k. þrenns konar:

- Viðskiptastríð

- Gjaldmiðlastríð

- Blóðugt stríð 

Íslenskir ráðherrar hafa kosið að fara í stríð gegn rússneska birninum:

- Viðskiptastríð.

Það lýsir því fíflsku íslenskra ráðherra að segja að það land sem slíkt gerir sé í augum heimsins

Land friðarins, en boða samt viðskiptastríð.

Þvílík er forheimskun íslenskra ráðherra.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.2.2022 kl. 15:53

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

Góð grein í Bændablaðinu um þessa matarkistu evrópu og ásókn erlends fjármagns í ráða yfir hvað er ræktað í svörtu mold Úkraníu og hverjum það korn er selt

Grímur Kjartansson, 25.2.2022 kl. 16:16

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ert góður að lesa leikinn Símon Pétur, svo viss er ég um að megnið af Íslendingum sjá hegðun ráðamanna líkt og þú lýsir þeim.-- 
En manni er ekki létt um stefið þessa dagana,sem betur fer gildir það engu meðan leyfist að fagna augljósu rumski þeirra réttsýnu.

Helga Kristjánsdóttir, 26.2.2022 kl. 00:51

11 identicon

Það er engri örþjóð gott, að gerast svo hofmóðug

að boða til viðskiptastríðs við aðra þjóð

og slíta svo einnig stjórnmálasambandi við hana.

Vilja ekki tala lengur við sendinefndir hennar.

Drambið er ætíð fallinu næst.

Slíkt hefur nú ESB ríkisstjórn Katrínar, hin önnur, valið að gera gegn Rússlandi.

Og þar með leitt ógæfu yfir land okkar og þjóð.

Blandað okkur í Heljarslóðaorustu sem við hefðum átt að standa algjörlega utan við, sem vopnlaust og friðarins land.  Nú er það fyrir bí, allt vegna kaldastríðs æsingamanna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2022 kl. 13:33

12 identicon

Góð orð eru til alls fyrst.

Að gæta kurteisi, sýna vinskap, tala saman og koma góðum orðum, hugsunum og gjörðum að.

Slíkt er ekki hægt, ef sambandi er einhliða slitið, af íslenskum kaldastríðs öflum, sem nærast á hinu illa, sýna fjandskap sinn, og neita að efla það sem betra væri, okkur sem öðrum.

...... 

Með bestu kveðjum og óskum að þú, meistari Magnús, hafir nú á sjöunda degi, endanlega sigrast á drepsóttinni.  Og komir galvaskur inn á ritvöll þinnar góðu og skemmtilegu bloggsíðu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2022 kl. 14:15

13 identicon

Er búinn að hóta fjölskyldunni að ég ætli að fara til Úkrainu og berja á fávísum óþjóðalýð Pútins.Sagði þeim að að égkæmist í Valhöll meðal víkinga.Undirtektir voru fremur dræmar.

Pálmi (IP-tala skráð) 4.3.2022 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband