Gullna reglan.

Gullna reglan er einföld; gerðu öðrum það sem þú vilt að þeir geri þér, ef þú værir þeirra sporum.  Þessi regla nær út fyrir allt og er lögmálið sem segir við uppskerum eins og við sáum.   Þú getur ekki breytt eða umsnúið þessu lögmáli, en þú getur aðlagað þig að því og þannig notað ómótstæðilegt afl þess til að ná þínum æðstu markmiðum, sem þú gætir ekki án þess hjálpar.

Þetta lögmál nær ekki einungis til gerða þinna, hvort þú sýnir öðrum ósanngirni eða velvild, það gengur miklu lengra en það, því það nær til hverrar hugsunar sem þú hugsar.  Því skalt þú hugsa til annarra eins og þú vilt þeir hugsi um þig.  Lögmálið sem gullna reglan er byggt á byrjar að hafa áhrif til góðs eða ills um leið og hugsunin verðu til.  Með því að virða þetta lögmál og nota þessa gullnu reglu verður heiðarleiki sjálfkrafa til, þú hefur ekki efni á að hata, öfunda, lítillækka eða fara illa með nokkra manneskju og þú hefur ekki heldur efni á að svara í sömu mynt þó einhver komi illa fram við þig. 

Hafðu fullan skilning á þessu lögmáli og þú munt vita, án minnsta efa, að með hverri aðgerð sem þú framkvæmir gegn því ertu að vinna gegn sjálfum þér.

Tólf ráð til að tileinka sér gullnu regluna:

  1. Ég trúi að gullna reglan eigi að vera grundvöllur allra mannlegra samskipta.  Þess vegna mun ég aldrei gera öðrum það sem ég vildi ekki að þeir gerðu mér ef ég væri í þeirra sporum.
  2. Ég ætla að vera heiðarlegur í viðskiptum við aðra jafnt í stórum sem smáum atriðum, ekki einungis vegna þeirrar vonar minnar að ég sé sanngjarn, heldur ekki síður til að tileinka undirmeðvitund minni heiðarleika sem koma mun fram í persónuleika mínum.
  3. Ég ætla að fyrirgefa þeim sem eru ósanngjarnir við mig, án þess að hugsa um það hvort þeir eigi það skilið.  Ég veit að lögmál fyrirgefningarinnar styrkir persónuleika minn og heldur áhrifum sárinda frá undirmeðvitund minni.
  4. Ég mun ávalt vera örlátur og sanngjarn í samskiptum við aðra, jafnvel þó ég viti að það mun ekki verða eftir því tekið né þegið, vegna þess að ég að nota þetta lögmál til að byggja upp eigin persónuleika og veit að þverskurðurinn af honum munu vera gerðir mínar og dáðir.
  5. Í hvert skipti sem ég sleppi því að afhjúpa veikleika og mistök annarra, mun mér ganga betur að leiðrétta eigin veikleika.
  6. Ég ætla ekki að baktala neina manneskju, sama hvað hún á það mikið skilið, því ég vil ekki sá neinum eyðileggjandi hugmyndum í undirmeðvitund mína.
  7. Ég geri mér grein fyrir mætti huga míns og því sem hefur áhrif á hugsun mína utanfrá, því mun ég ekki sá neinum niðurdrepandi hugmyndum.
  8. Ég mun yfirstíga algengar mannlegar hvatir s.s. öfund, sjálfselsku, afprýðisemi, illgirni, hatur, svartsýni, efa og hræðslu, þar sem ég trúi að þessar hvatir séu heimsins vandræðamesta uppskera.
  9. Þegar hugur minn er ekki upptekinn við að vinna að mínu aðal markmiði í lífinu, mun ég sjálfviljugur halda honum við hugsanir um hugrekki, sjálföryggi, og velvilja í garð annarra, sem og trú, trygglindi, ást á sannleika og réttlæti, vegna þess að ég trúi að með því að leggja rækt við þessi atriði muni ég stuðla að vexti góðrar uppskeru.
  10. Ég veit að skilningur á notkun gullnu reglunnar gagnast hvorki mér né öðrum nema að henni sé komið í framkvæmd.
  11. Ég skil að með notkun mun gullna reglan þróa persónuleika minn til hugsunar og athafna, þess vegna mun ég gæta þess hvað mun hafa áhrif á þá þróun.
  12. Skilningur á að langvarandi hamingju öðlast ég einungis með hjálpsemi við aðra, að velvilji er ávalt endurgoldinn þó hann sé ekki beint endurgreiddur, því mun ég gera mitt besta í að verða öðrum að liði þegar þess er óskað og þegar tækifæri gefst til.

"Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig" er lögmálið um gullnu regluna um að gera öðrum það sem að þú vilt að þeir geri þér.  Þetta er lögmálið um að svara í sömu mynt.  Þú munt fá til baka það sem þú gerir fyrir aðra og reynist þú þeim vel þá munu þeir reynast þér vel. 

"Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" er neikvæða hliðin á þessu sama lögmáli.  Sýnir þú öðrum yfirgang og illgirni munt þú uppskera það sama.

Þó þú beitir gullnu reglunni án þess að fá svörun sömu mynt í einhvern tíma, eða jafnvel aldrei frá sumum, þá skalt þú hafa í huga að orðspor þitt er byggt á áliti annarra, en þú byggir sjálfur þinn persónuleika.  Þú ættir einnig að koma auga á að án þess að beita gullnu reglunni, mun ræðumaðurinn ekki getað sannfært áheyrendurnar.  Gullna reglan gildir einnig um sölumanninn hann verður að selja sjálfum sér vöruna fyrst, áður en hann getur sannfært kaupandann.

Jesú sagði:

Matt  7.12  Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.     

                           

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef ráðamenn hugsuðu svona væru þeir löngu búnir að reka sjálfa sig!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, nú skil ég.

Þetta er eina gullna reglan sem ég hef nokkurn tíma vitnað í. Hún er mögnuð og á alls staðar við.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góð samantekt. Þetta kallast í raun Altruismi og er innbyggt í manninn. Hluti af afkomueðlinu. Þaetta eðli raskast einungis við skort, því afkomueðlið segir einnig að þú eigir að komast af fyrst svo þú getir hjálpað öðrum að komast af, ekki flókið og hefur ekkert með trúarbrögð að gera.  Menn hafa eðlilega hugleitt þetta um allar aldir og séð gullna reglu, sem inniber góð heilræði til kynslóðanna, af fenginni reynslu af því gagnstæða. Bros kallar fram bros. Greiði greiða og já raunar illskan illt.

Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn er nákvæmlega sama prinsippið og gullna reglan. Það sem þú gerir öðrum munt þú líklega fá til baka. Hið svokallaða gamla lögmál er ekki að segja fólki að gjalda illt með illu frekar en gott með góðu. Aðeins að undirstrika nákvæmlega sama hlut. What you give is what you get.

Auðvitað þarf að minna fólk á þetta og kenna börnum að veita þessu athygli.  Annars tæki það of langan tíma að átta sig á þessu samhengi og illt mun hljótast af. Við sjálfir höfum máske nagað okkur nokkrum sinnum í handabökin fyrir að hafa ekki haft þetta í huga og hafa ekki náð að gera þetta að lífsgrunni fyrr en á seinni þrepum æfinnar. Þannig er það. Ungæðið. Það er nefnilega þannig að stundum sleppa menn við launin og stundum ekki og því leikum við okkur að áhættunni. Tökum sénsa.

En ég held að ef við sæjum ávallt í samhengi að einhverjar gjörðir okkar valdi öðrum særindum, þá myndum við vera dyggðurgri.  Í nútímanum er oft erfitt að sjá það, ef nokkur leið. Leikur að tölum á tölvuskjá getur stefnt sakleysingjum í gjaldþrot og leyst upp fjölskylldur, valdið börnum kvöllum og angist. Á þeimn skala er ekki víst að gerandin hljóti uppskeru í sama mæli og skaðinn. Sama gildir um herforingjann sem dregur línur á korti eða ýtir á rauðan hnapp og veldur skelfingu og dauða hinum megin á hnettinum.

Gullna reglan er því ekki eins augljós og algild og við viljum halda, en við sskulum reyna að hafa hana í hávegum samt. Ekki baara til að hljota gott og njóta öryggis fyrir gjörðir okkar heldur til að gjöra gott án þess að ætlast til að fá nokkuð til baka og helst ekki hafa orð á því við neinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég hef alltaf trúað því, að það sem fer frá þér kemur til baka, í hvaða mynd sem er, góðu eða slæmu.

Sigurveig Eysteins, 3.11.2008 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband