Réttur okkar til ríkidæmis.

Réttur okkar til  að verða rík er óumdeilanlegur, því án peninga reynist okkur erfitt að láta okkar einstæðu hæfileika koma í ljós, til góðs fyrir okkur og samfélagið.  Þess vegna skulum við aldrei véfenga þennan rétt.  Þessi réttur er sama eðlis fyrir okkur og blómin sem vaxa frá því að vera fræ til þess að blómstra sínu fegursta, á sama hátt og blómið á rétt eigum viðrétt á láta okkar hæfileika njóta sín, og eins og blómið vex í gjöfulum jarðvegi þurfum við að njóta velsældar sem hjálpar til að draga fram okkar hæfileika.  Allt hefur tilhneigingu til að vaxa og stækka þannig er lífið, gerum okkur því ekki það að sækjast eftir litlu.  Því þeir sem hafa ekki næga peninga verða af því að upplifa mikið af því sem hæfileikar þeirra hafa að bjóða. 

Velgengni í lífinu felst í því að upplifa það sem við viljum  verða og því getum við einungis náð með því að hafa peninga sem greiða okkur götuna að þeim markmiðum sem við þráum.  Til að skilja réttinn til að vera rík verðum við að losa okkur við hugmyndir um að það sé eitthvað rangt við það.  Óskin um að vera rík er sama eðlis og tilgangur alls lífs um að vaxa og bera ávöxt, hún er eðlileg.  Þeir sem telja sér trú um að þeir þurfi ekki að verða ríkir og geti verið án þeirra lífsgæða sem þeir þrá eru úr takt við gróanda lífsins.

Þau er þrjú sviðin sem við lifum á; sálin, hugurinn og líkaminn.  Ekkert þessara sviða er öðru æðra og getur án hinna verið, að lifa einungis fyrir andann gengur ekki frekar en að lifa einungis fyrir líkamann eða hugann, fullkominn samhljómur er það sem gefur mesta lífsfyllingu.  Ef eitthvað þessara sviða er vannært getum við ekki látið hæfileika okkar blómstra.  Við getum ekki lifað góðu líkamlegu lífi án heilsusamleg fæðis, þægilegs klæðnaðar, góðs húsnæðis osfv..  Eins getum við ekki uppfyllt óskir hugans án þessa að hafa frjálsan aðgang að upplýsingum, góðar bækur og tíma til að lesa þær, eða án þess að hafa tækifæri og tíma til að ferðast osfv..  Til að gleðja sálina verðum við að eiga ást og til að láta hana í ljós verðum við að hafa eitthvað að gefa þeim sem okkur þykir vænt um, þeir sem hafa ekkert að gefa geta ekki uppfyllt skyldur sínar sem foreldrar, vinir, góðir þjóðfélagsþegnar osfv..  Það er miklu leiti í gegnum hin efnislegu gæði sem við upplifum drauma okkar.  Það er því fullkomlega eðlilegt að þrá það að vera ríkur, því það er í samræmi við gróanda lífsins og tilgang þinn við Guð og samfélagið.

Það er til óbrigðul aðferð til að njóta velsældar sem lítur stærðfræðilegu lögmáli, hugsum út frá allsnægtum en ekki skorti því takmarkanirnar verða til í hugum okkar.    

Auðlegð er afrakstur vinnusemi, peningar eiga að vera afleiðing ekki orsök, þeir eiga að vera þjónn ekki húsbóndi.  Peningar ættu því að vera drifkraftur en ekki lokatakmark, heldur skiptimynt fyrir annað og meira.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Magnús ég er ekki búin að lesa allan pistilinn en ætla að gera það. Varðandi hvað hvetur okkur til dáða þá fer það eftir því hvernig við erum innrætt.

Það er mikilvægt að við ölum börnin okkar upp í gleði og ást á viðfangsefnum. Peningar gera okkur kleyft að eiga viðskipti við aðra og eru því bráðnauðsynlegir en í því kerfi sem við búum við í dag eru peningar bara plat.

Það sem hinir ríku eru að aðhafast í dag á ekkert skilt við ást á viðfangsefnum. Þeir eru að rústa viðfangsefnum annarra. Þeir eru að drepa niður ástríðu okkar og innri kvöt.

Þetta sem ég segi hér að ofan er sérfræðiálit. Þú færð það frá mér án endurgjalds vegna þess að ég hef ást á mínum viðfangsefnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Búin að lesa pistilinn og hann vekur til umhugsunar. Ég er sammála þér um margt. Það er þrennt sem leiðbeinir okkur í lífinu, þ.e. tilfinningar, vitsmunir og skilaboð úr umhverfinu. Ef misvægi skapast á milli þessarar afla erum við líkleg til þess að lenda í vandamálum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, ég er sammála þér í stórum dráttum nema því að það sem þú kallar ríkidæmi vil ég kalla velmegun. 

Þá á ég við velmegun eins og að eiga fyrir öllum lífsnauðsynjum og afgang til þess að njóta lífsins, hver með sínu nefi. 

Kolbrún Hilmars, 10.11.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Þá kemur þessi stóra spurning: Hvað er að vera ríkur ??? Er það að eiga peninga ??? Er það að eiga hús og bíl ??? Er það að eiga flugvél, banka, og eyju ??? Eða er það að eiga heilsuna, góða fjölskyldu, heilbrigð börn,og hafa í sig og á ??? Og þá kemur aftur: Hvað er að vera ríkur ???

Sigurveig Eysteins, 11.11.2008 kl. 02:37

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vissulega mætti nota mörg orð yfir ríkidæmi og er velmegun eitt af þeim.  Í mínu ríkidæmi eru konan og börnin í aðalhlutverki jafnframt eru þau mitt öryggi og skjól.  Ég reyni síðan að líta á peninga sem þjón og drifkraft.

En eitt er gott að hafa í huga; Þar sem fjársjóður þinn er þar er hjarta þitt.

Magnús Sigurðsson, 11.11.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband