Sitjandi Alþingi hefur misst umboðið.

Það má vera ljóst að enginn stjórnmálaflokkur bauð fram í síðustu kosningum með það á stefnuskrá sinni að mæta því ástandi sem nú er á Íslandi. Í ljósi ólgunnar í samfélaginu verður það því að teljast sérstakt að formenn stjórnarflokkanna telji sig hafa umboð til áframhaldandi valdasetu út kjörtímabilið án endurnýjunar.  En sérstakara er það í ljósi þess að allar aðgerðir þeirra í aðdraganda hrunsins og á eftir það orka tvímælis.

Kosningar eru vissulega engin óskastaða og kannski engin lausn.  Núverandi Þingmenn allra flokka á Alþingi gætu þurft að svara fyrir ástandið, allavega fyrir það að hafa ekki séð fyrir  hrikalegar afleiðingar neyðarlagna sem sett voru 6. október.  Með neyðarlögunum virðist ábyrgðin á bönkunum, sem voru einkafyrirtæki, hafa flust yfir á þjóðina með ófyrirsjáalegum afleiðingum.


mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk gerir sér engar vonir um að komast aftur á þing,Og enginn vill fá það heldur.Þess vegna sitja þau á meðan "sætt er". Og engum þarf að láta sér detta í hug að þetta fólk sé að bjarga nokkru eða hafi nokkra löngun til þess. Nei , nu er verið að reyna að koma sér kyrfilega vel í einhverju góðu" bittlingadjobbi", þegar fer að harna á dalnum. Til  baka á þing komast þessi "gerpi" ekki .

J.Þ.A (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Og þess vegna á að kjósa sem fyrst. Stjórnarliðum hefur verið tíðrætt um að sigla beri skútunni til hafnar eftir óveðrið og eins að ekki sé ráðlegt að skipta um áhöfn á þeirri siglingu. Enn afhverju ekki að skipta um áhöfn ef núverandi áhöfn hefur enga burði til að ná höfn

Gylfi Björgvinsson, 22.11.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband