Nýtt alþingi fyrir nýja Ísland.

Gjáin á milli þings og þjóðar virðist stækka.  Þeir fulltrúar sem sitja á Alþingi eru eins og umboðslaus nátttröll frá gömlum tíma.  Á það jafnt við um stjórn og stjórnarandstöðu. 

Maður hefði haldið að þegar stjórnarandstaðan eyðir þeim tíma sem í vantrausttillögu á ríkistjórnina fer, að hún hefði möguleika á að vinna einhverja stjórnarþingmenn á sitt band.  Vantrauststillagan fékk ekki einu sinni atkvæði allra þingmanna stjórnarandstöðunnar einn greiddi atkvæði með stjórninni (hugsanlega hræddur um vinnuna sína).

Það að bera upp vantrauststillögu með svona árangri getur varla flokkast undir annað en lýðskrum.  Með hverjum deginum sem líður stækkar sá hluti þjóðarinnar sem vill þessa alþingismenn burt, sama í hvaða flokki þeir standa.  Þeir buðu sig fram við aðrar aðstæður en þær sem nú ríkja og til annarra verka. 


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband