Óumflýjanlegt er að neita að taka við íslenskum krónum.

 Klóettrúllu peningar

Gjaldeyrishöftin ganga nú lengra en á árum áður.  Nú verður hreinlega bannað að taka við íslenskum krónum sem greiðslu fyrir íslenska vöru, ef kaupandinn er erlendur.  Sennilega er það einsdæmi að ríki gangi svo langt í að afneita gjaldmiðli sínum. 

Verður næsta skref að leita í farangri erlendra ferðamanna, ef þar leynast íslenskar krónur,  munu þeir þá verða sendir úr landi eins og hverjir aðrir Vítis englar?


mbl.is Brýnt og óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En mikið skelfing lýsir þetta landanum vel, þeir finna allar smugur til að fara framhjá kerfinu til að fá skjótfengin gróða, skítt með hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir aðra.

Fyrsta hugsun íslendings þegar hann vaknar á morgnanna , 

Hér er ÉG.......Um MIG...... - Frá MÉR........ Til MÍN.

Þetta er bara sorglegt 

(IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Staðreyndin er sú að gengið er vitlaust skráð og verður það meðan jöklabréf og gjaldeyrishöft eru við lýði.

Þessi vitleysa lýsir sér best í því að hægt er að kaupa flugmiða erlendis og fá út á hann 500 þús í gjaldeyri fljúga út og skipta honum í íslenskar og koma heim með allt að 900 þús. 

Það hefur verið útsala á gjaldeyri síðan höftin voru sett.  Það þarf að losna við jöklabréfin úr kerfinu svo gengið taki mið af inn og útflutningi.  Því fyrr því betra og á því lægra gengi sem jöklabréfin verða útleyst því betra fyrir íslendinga. 

En IMF er að gæta hagsmuna erlendra lánadrottna og vill styrkja gengi krónunnar áður en þessi jöklabréf verða innleyst, því sterkara gengi þeim mun fleiri evrur fyrir fjármagnseigendur. 

Á meðan höftin eru notfæra jöklabréfaeigendur sér aðrar leiðir og sjálfsbjargaviðleitni íslendinga verður söm við sig.  Lái þeim það hver sem vill.

Magnús Sigurðsson, 1.4.2009 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband