Eru þetta algjörir hálfvitar?

Ef röksemdarfærslur hagfræðinga Seðlabankans fram að þessu, ættu við rök að styðjast þá hefðu stýrivextirnir átt að lækka um 10-15%.  Ef stýrivöxtunum var ætlað að slá á verðbólgu þá eru engin rök fyrir þeim í dag.  Reyndar má færa til þess gild rök að þeir ýti undir verðbólgu eins og staðan er í efnahagsmálum.

 

Ef stýrivöxtunum ásamt gjaldeyrishöftum er ætlað að styrkja krónuna þá hefur það mistekist. Ríki sem gengur svo langt í gjaldeyrishöftum að það neitar að taka við eigin gjaldmiðli sem greiðslu fyrir útflutningsvörur sínar, getur varla verið alvara með styrkja gengi og að byggja upp trúverðugleika gjaldmiðils síns.

 

En eru þetta þá algjörir hálfvitar? Nei það er íslenskum almenningi og fyrirtækjum sem er ætlað það hlutverk.  Þessari hagstjórn er ætlað að greiða jökla og krónubréfaeigendum góða ávöxtun. Íslenskir stjórnmálamenn hafa sýnt það undanfarið hálft ár að þeir eru annað hvort óttaslegnir og ráðvilltir eða að þeim líkar vel hrósyrðin frá IMF. Á meðan íslenskum almenningi og fyrirtækum blæðir fyrir mestu hagstjórnarmistök sögunnar er boðið upp á sömu gömlu loftbólu hagfræðina í ýktari mynd en nokkru sinni fyrr, af sömu aðilum.

 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með að menn kynni sér hagfræði:

Verðbólgan var 15.2% á ársgrundvelli í mars og því er vaxtastigið rúmlega sem því nemur, 15,5%. Vaxtarstigið fylgir alltaf verðbólgunni innan ákveðinna vikmarka. Verðbólga var t.a.m. 17.6% í febrúar.

Menn eru ennþá að sukka og því er engin ástæða til að lækka vexti.

Gengi krónunnar er svo allt annar handleggur. Hún er klárlega að blása upp verðbólguna, sem er sá kostnaður sem við berum af því að halda í gjaldmiðilinn.

Sigmar Sigmarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 10:48

2 identicon

Við erum í mjög slæmri stöðu.

Ef að stýrivekstirnir lækka hratt fara bankarnir á hausinn. (og þar með ríkið)

Ef að þær lækka ekki hratt fara heimilin og fyrirtækin á hausinn.

 Þetta sem er verið að gera nú er venjulega kallað "hæg henging" og gengur útá að allir geri sér grein fyrir því að dauðinn sé nærri og það sé í raun ekkert hægt að gera.....

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigmar:  Þú hittir akkúrat naglann á höfuðið ársverðbólgan 15,2 % í mars mæld ár aftur í tímann og það þrátt fyrir okurvaxtahagfræði Seðlabankans undanfarin ár.  Það er í nógu að sukka á meðan okurvextir og gjaldeyrishöft bjóða upp á það.  Gengi krónunnar verður ekki rétt skráð fyrr en menn sleppa höftunum og leyfi krónubréfaeigendunum blæða. 

Óskar:  Sammála, en hvort eiga bankarnir og ríkið að vera til fyrir fólkið eða öfugt?  Hæg henging seinkar nýju upphafi.  Í mínum huga er ríkið og bankarnir gjaldþrota, það er hinsvegar fólkið ekki og verður vonandi aldrei.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2009 kl. 11:19

4 identicon

Magnús: Ekki rétt. Ársverðbólgan er 15,2% miðað við óbreyttar aðstæður út árið ekki aftur í tímann. Þessar hógværu stýrivaxtalækkanir eru proactive aðgerðir en ekki reactive.

Ef menn svo afnema öll gjaldeyrishöft fer verðbólgan upp úr öllu valdi, sem kemur engum til góða. Því miður getum við ekki annað gert en að fara þessa leið og það mjög varlega, fyrst svona er komið fyrir okkur.

Sigmar Sigmarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 11:36

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigmar:  Geri þín orð að mínum "Mæli með að menn kynni sér hagfræði" proactive.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2009 kl. 11:52

6 identicon

Magnús: Þarna týndi ég þér ötlítið. Skil ekki þetta komment hjá þér.

Sigmar Sigmarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:19

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það varð verðhjöðnun í mars Sigmar. 

Ef sömu hagfræði verður fylgt í framtíðinni og hafur verið fylgt undanfarin ár þá verðum bæði við og næstu kynslóðir skuldaþrælar.  Flestar "hagfræðikenningar" eru meira en gjaldþrota.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2009 kl. 12:48

8 identicon

Ruglaðist með verðbólguna. Breytir því ekki að hún er í dag 15.2% og þ.a.l. eru stýrivextir í 15,5%.

Vextir eiga eftir að lækka sem nemur "verðhjöðnuninni" sem núna er að eiga sér stað.

Er ekki flóknara en það.

Sigmar Sigmarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:38

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Verðhjöðnun þýðir það sama og samdráttur.  Samdráttur samhliða okurvöxtum leiðir til gjaldþrota fyrirtækja og fjölda atvinnuleysis.  Okurvextirnir eru því til tjóns fyrir alla nema krónubréfa eigendur og erlenda lánadrottna svo lengi sem þeir geta blóðmjólkað íslenska hagsmuni.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2009 kl. 13:58

10 identicon

Við vitum það mæta vel báðir að þó að verðhjöðnun myndist allt í einu einn mánuðinn er ekki hægt að stökkva til og lækka vexti sem því nemur. Ákveðinn buffer er í vaxtakerfinu sem tekir á öfgasveiflum sem geta átt sér stað, líkt og í þessu tilfelli.

Ef fer sem horfir, með áframhaldandi veikingu krónunnar má búast við því að verðbólgan rjúki upp aftur fljótlega.

M.ö.o. Seðlabankinn verður að taka þetta í hænuskrefum.

Sigmar Sigmarsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:40

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það að vextirnir voru keyrðir upp á undanförnum árum gerði það að verkum að loftbólan sprakk, í því liggja hagfræðimistök Seðlabankans, nema að um ásetning hafi verið að ræða. 

Það að þverskast við að lækka vexti svo um munar, þjónar ekki íslenskum hagsmunum. 

Magnús Sigurðsson, 8.4.2009 kl. 15:57

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Á mbl í dag kemur fram; "Lækki Seðlabankinn stýrivexti um eina prósentu lækka vaxtagreiðslur til útlanda um 2,3 til 2,5 milljarða króna samkvæmt útreikningum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Upphæðin miðast við greiðslu ríkisins og banka til erlendra aðila ef vaxtagjaldagi væri sá sami á öllum ávöxtunarmöguleikum sem útlendingum stendur til boða.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í gær segir að lækkun krónunnar frá 19. mars megi rekja til tímabundinna þátta. Það eigi m.a. við vaxtagreiðslur af krónuskuldabréfum og innstæðum í eigu erlendra aðila. Slíkar greiðslur eru undanþegnar gjaldeyrishöftum.

Með öðrum orðum þýðir þetta að eftir því sem vextir lækka því lægri eru vaxtagreiðslurnar sem renna til útlendinga. Vaxtalækkun ætti því að stuðla að stöðugra gengi krónunnar."

Er nema von að ég spyrji;  Eru þetta algjörir hálfvitar?

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/04/09/vaxtalaekkun_dregur_ur_utflaedi_gjaldeyris/

Magnús Sigurðsson, 9.4.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband