Eru hagfræðingarnir okkar í tilvistarkreppu?

Það er átakanlegt að fylgjast með því hvað hagfræðingarnir okkar virðast vera komnir í mikla tilvistarkreppu.  Haraldur Líndal "faraldur" orðinn einn helsti vinur litla mannsins, eftir að Nýsi sleppti.  Tryggvi Þór, ásamt fjölda annarra hagfræðinga,  kominn í lásí þingmannsstarf í samkeppni við lögfræðingana.

Það er spurning hvort sömu hagfræðikenningarnar eiga eftir að koma þjóðinni upp úr skuldunum og komu henni í þær.  En mér finnst það ósmekklegt af hagfræðingastóðinu að tala nú um þjóðarskuldir.  Mig minnir að þjóðin hafi lítið haft með gróða bankanna að gera meðan allt lék í lindi hann hafi að mestu orðið til vegna erlendra viðskipta.

En það var nú meðan allt lék lindi, hagfræðimódelin blómstruðu og söguþjóðin mátti að þakka fyrir Saga Capital.


mbl.is Erfitt að standa undir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér, það er argasta móðgun við heiðarlegt fólk að kalla þetta þjóðarskuldir, því við áttum svo sannarlega ekki að fá útgreiddan neinn arf að "meintum" hagnaði. Ég segi meintum því þetta var aldrei neinn hagnaður heldur sýndarveruleiki úr fjármálaheiminum þar sem litlir ljótir kallar lánuðu hver öðrum til að skapa flæði "frjáls fjármagns"  jafn gáfulegt og það nú er, er of þreytt núna til að útskýra meiningu mína hvað það varðar.

(IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú keppast blessaðir hagfræðingarnir við að hafa vit á hlutunum og gefa góð ráð.  Oftar en ekki alveg ókeypis á almennum borgarfundum.  Hvort sem það er nú af hjartagæskunni einni eða með von um að komast í trygg laun hjá almenningi.

Magnús Sigurðsson, 28.4.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þú getur lesið samantekt mína af fundinum hér.

Marinó G. Njálsson, 28.4.2009 kl. 22:56

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir samantektina Marinó

Ekki það að ég ætli að gera lítið úr Haraldi sem fékk viðurnefnið "faraldur" á tíunda áratug síðustu aldar.  þann áratug voru Nýsis menn á faraldsfæti um landið og hoppuðu eins og hrægammar í kringum illa stödd fyrirtæki sér í lagi sávarútvegsfyrirtæki.

En þessi talnaglöggi hagfræðingur kemur ekki á óvart þegar þú segir í samantekt þinn;  

"Áhugaverður var sá punktur hjá honum að einstakir aðilar og fyrirtæki tengd þeim skulda allt af sex sinnum það sem heimilin skulda í gengisbundnum lánum.  (Án þess að hann hafi neitt fjallað um það, þá má gera ráð fyrir að almenningur verið krafinn um allt upp í topp en hinir fyrrum auðmenn þurfi ekki að borga neitt.  Vissulega tapa þeir eignum sínum, en það gerir almenningur líka.)  Það var annars álit Haraldar að almenningur hafi varlega í lántökur í gengisbundnum lánum." 

En það gerðu Haraldur og félagar sennilega ekki og því fór sem fór.

Magnús Sigurðsson, 28.4.2009 kl. 23:12

5 identicon

Það er einkennilegur málflutningur að menn eru að keppast að hafa vit á hlutunum. Haraldur hefur einungis verið upplýsa fólk um skuldir þjóðarbúsins!! Þú vilt væntanlega aðeins ríkistjórnin upplýsi þig um þau mál. Það er alltaf jafn merkilegt þegar faglærðir aðilar koma fram með skoðanir á ákveðnum málefnum. Þá á helst að sletti eins miklu skítkasti til að koma óorði á þá?

Aðeins að gagnrýni. Gagnrýni er alltaf af hinu góða og gott að skoða hlutina frá mismunandi sjónarhorni. En höldum okkur við kjarna málsins, en ekki skítkasti eins einkennist oft í umræðunni!

Arnar (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:37

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir innlitið Arnar.  Það væri gaman að vita meira um um þig en látum það vera.

Nú eru kosningum nýlokið, ég er ekki með það alveg á hreinu hvað margir hagfræðingar koma nýir inn á þing en ég hygg þeir nálgist annan tuginn.  Það verða því þeir sem upplýsa umræðu efnahagsmála í gegnum stjórnvöld og fjölmiðla hér eftir sem hingað til.

Ef þú flokkar þetta blogg sem skítkast þá skaltu kynna þér málin, það voru hagfræðingar sem mærðu fjármálageirann og útrásina.  Einhverjir eru sem betur fer enn í vinnu t.d. hjá okkur skattgreiðendum á greiningardeildum bankanna.  Ef þú ert með viðkvæmni vegna Haraldar og hans gamla viðurnefnis þá skaltu kynna þér þrotabú Nýsis.

Magnús Sigurðsson, 29.4.2009 kl. 11:03

7 identicon

Ég held að þú ættir nú að kynna þér þrotabú Nýsis aðeins betur, og athuga hvers vegna Haraldur var fenginn til að stýra því fyrirtæki áfram eftir að öllum stjórnendum hefur verið sagt upp og innig að hann skuli vera sestur í stjórn þess. Efa að það sé vegna hans vankunnáttu.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:17

8 identicon

Það er ansi góð einföldun að alhæfa svona um hagfræðinga!! Það voru einnig hagfræðingar sem stóðu á móti þessari þróun. (Ágætt að kynna sér þau mál einnig)  Ef ég les rétt í orð þín, að þá á Haraldur að hafa lofað fjármálageirann og útrásina og þar af leiðandi ætti hann þá að halda sér til hlés?

Annars þá hef ég ekkert með persónu Haraldar að verja í þessu sambandi. Þannig að ég endurtek gagnrýni mína. Það sem er einkennilegt er að varpa fram spurningu um óheilindi manna (skítkast).

"Nú keppast blessaðir hagfræðingarnir við að hafa vit á hlutunum og gefa góð ráð.  Oftar en ekki alveg ókeypis á almennum borgarfundum.  Hvort sem það er nú af hjartagæskunni einni eða með von um að komast í trygg laun hjá almenningi"

 Þetta er ekki kjarni þeirra umræða sem við þurfum á að halda!!!. Hvað finnst þér annars um skuldastöðu þjóðarinnar? Er það umræða sem á að snúast um þá sem varpa fram upplýsingunum eða eigum við að ræða alvöru málsins???? 

Arnar (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:42

9 identicon

Já en Arnar !  hvernig getum við trúað þessum blessuðum fræðingum??? nú og ef við reynum nú að trúa, hvern þeirra  ættum við  að taka alvarlega ?? það er jú ekki eins og þeir geti verið sammála um nokkurn hlut, þó þeir komi úr sama skólanum.

(IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:33

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi; það er ánægjulegt að þeir sem hafa vit á hagfræði skulu líta hér inn til að upplýsa mig.  Ég hef engar áætlanir uppi um að kynna mér þrotabú Nýsis, mér nægir að vita að það er stórt og skuldir eru langt umfarm eignir.  Haraldur er lipur og því hefur sennilega þótt eðlilegt að hafa innanbúðarmann í að "setja allt upp áborðið".

Arnar; minn góði greinandi.  Ég hef aldrei heyrt eða haldið fram að Haraldur hafi mært útrásina.  Hins vegar á það almennt við um hagfræðinga undanfarin ár, þetta var jú vinna þeirra margra.  Einhverjir þeirra eru nú komnir á þing til að hafa vit fyrir þjóðinni.  Ástæða þess að ég nefndi Farald í þessum pistli var vegna þess að hann var einn af frummælendum og á sér fortíð sem ég vitnaði til.

Hvað varðar upplýsingarnar byggðar á hagfræðilegri þekkingu, þá koma þær víða að og geta verð misvísandi, eftir því hvort árið er 2007 eða 2009, eins og dæmin sanna. 

Sigurlaug; við höfum því miður ekkert vit á þessu.  Það þarf hálært fólk til að stjórna umræðunni og sitja við stjórnvölin á meðan þjóðinni verður gert að koma sér upp úr kreppunni.  Það eina sem ég set spurningamerki við er að það var vel menntað fólk sem kom Íslandi á hausinn og sumir hverjir með haldgóða hagfræðimenntun.

Magnús Sigurðsson, 29.4.2009 kl. 12:58

11 identicon

Það er nú oft þegar stór málefni eiga við, þá hafa menn mismunandi skoðanir! Þeir Tryggvi og Haraldur hafa lagt innnlegg í umræðuna um skuldastöðu þjóðarinnar. Innlegg þeirra byggist á mismunandi nálgun, annar talar um brúttó skuldir, hinn um nettó skuldir. Fyrst og fremst þá er mikill munur þar á. Brúttó skuldir eru heildar skuldir. Sú upphæð sem við fáum út úr Brúttó skuldum greiðum við vexti af. Nettó skuldir eru skuldir að frádregnu eigin fé. Vandamalið er að allt eigið fé, hlutabréf og fasteignar, er mjög erfitt að verðmeta í dag og hvað þá í framtíðinni. Þess vegna greina menn á hvort að taka eigi mið af nettó skuldum eða brúttó skuldum.

Spurningin er hvort að við getum treyst Tryggva né Haraldi af fortíð þeirra og eða Hagfræðinni? Við verðum að nálgast þessi gögn með frjálsum vilja. Það gengur ekki útiloka upplýsingar af því vitandi að einstaklingurinn er tengdur ákveðnu fyrirtæki. Við getum ekki útilokað neitt nema að skoða gögnin og rökræða þau.

En hver er tilgangurinn með þessu öllu? Við þurfum að fá að vita hver skuldastaðan er! Hvað er það mikið sem mun leggjast á herðar okkar sem greiða skatta? Þetta er nefnilega kjarni málsins. Við verðum að taka þessa umræða á meðvirkan og upplýstan hátt. Við erum að horfa upp á miklar sviptingar í samfélaginu. Það þarf að skera niður og skila afgangi af ríkisjóði til þess að greiða skuldir og vexti. Þar af leiðandi á að skapa hér störf fyrir 20 þúsund manns. 

Ekki erum við öll fullkomin og Hagfræðingar ekki heldur. Það er samt sem áður ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að upplýsingum hefur verið haldið leyndum. Það er hollt fyrir umræðuna að hún komi úr mismunandi áttum. Ríkistjórnir  segja það sem við viljum heyra. Við vildum græða peninga árið 2007. Við viljum atvinnu árið 2009! Hvað er til ráða. Við þurfum gagnrýni á uppbyggilegan hátt og spörum stóru orðin. Þess vegna tel ég framlag Haraldar og Tryggva af hinu góða svo fólk geti lagt mat á stöðu mála. Þá er grunn forsenda að fólk skoði málflutninginn áður en það leggur mat sitt. Það eru slök rök að halda því fram að menn eru ekki marktækir vegna fortíð þeirra.

Guðmundur þú þekkir væntanlega fortíð Haraldar mjög vel?

Arnar (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:23

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Arnar; það gera sér flestir fulla grein fyrir muninum brúttó og nettó.  Flestir gera sér jafnframt grein fyrir mismunandi verðmati frá einu tímabili til annars t.d. munu margir íbúðarlánsþegar þurfa að súpa seiðið af því að lóðaverð gat verið allt að 20 milljónum 2007.  það í landi þar sem landrými er hvað mest á íbúa í heiminum.  Jafnframt var húsnæðisverð ótrúlega lengi allt að 50% yfir byggingakostnaði.

En misskildu mig ekki.  Ég er ekki að gagnrýna tölurnar þeirra Haraldar og Tryggva þær hafa verið hverjum hugsandi manni ljósar í marga mánuði jafnvel ár.  Það sem ég er að benda á er að margir hagfræðingar, sem meðal annars töluðu upp húsnæðisverðið, eru nú komnir í mótsögn við sjálfa sig.  En batnandi mönnum er alltaf best að lifa.

Tryggvi hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðunni í mörg ár, því er ekki erfitt að leggja mat á hans ályktanir út frá bakgrunninum.   Hvað Harald varðar þá poppar hann núna upp á yfirborðið eins og hver annar kafbátur.  Sakleysislega bláeigur með skuldir heimilanna sem hugðarefni.  Það getur verið ágætt að þekkja örlítið til fortíðar álitsgjafanna þegar lagt er mat á trúverðugleika þeirra. 

Ekki veit ég hvort Guðmundurþekkir eitthvað til fortíðar Haraldar en ég veit að hann var einn af hugmyndafræðingum Nýsis.   Þeir félagarnir voru á faraldsfæti um landið á síðasta áratug þegar mörg sjávarútvegsfyrirtæki fóru í svokallaða fjárhagslega endurskipulagningu.  Marga sjávarbyggðir misstu kvótann vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar tíunda áratugarins og upplifðu hrun fastaeignaverðs.  Nýsir er núna gjaldþrota með stæl, Egilshöllin, Tónlystarhúsið osfv,osfv, á framfæri skattgreiðenda og bíða eftir nýrri fjárhagslegri endurskipulagningu.

Magnús Sigurðsson, 29.4.2009 kl. 15:47

13 identicon

Magnús ! Við höfum víst vit á þessu,   því okkur er lagið að halda hlutunum í einföldu formi sem flestum er skiljanlegt , nema hagfræðingum því  þeir höndla það bara ekki ef hlutirnir eru einfaldaðir fyrir þeim.

Ef við tökum málin frá grunni og höldum öllum fræðingum frá þessum málum þá væri þetta ekkert flókið, heldur var þetta gert flókið því það er jú atvinnuskapandi, en því miður er þetta vinna sem engu skilar, heldur er afæta á öllum þjóðfélögum. Dæmi um það þegar yfrivöld gera einfaldan hlut flókin er virðisaukauppgjör og  skil  í byggingargeiranum, hver sem þekkir það veit hvað ég er að tala um.

(IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:57

14 identicon

Þess má geta að Haraldur var ekki einn af hugmyndafræðingum Nýsis, hann kom inn í það félag í kringum 2004-2005.

Þar áður hafði hann verið sveitarstjóri , og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. þú ættir nú að kynna þér þetta betur.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 16:05

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigurlaug; ég er sammála þér með það að  fræðingar eiga það til að gera einfalda hluti flókna.  Eða eins og Guðbergur Bergson orðaði það svo snilldarlega "vandamálin eru ekki bóndans eða sjómannsins heldur menntamannsins sem ætlar að lifa á þessu líka".

Það má fara allskonar leiðir í virðisaukauppgjöri í byggingariðnaði og hafa heilan her fræðinga í kringum það.  En einfalda leiðin er oft best fyri alla aðila.

Helgi minn ég bjó í sjávarplássi þar sem Nýsir og Haraldur komu að endurskipulagningu aðalfyrirtækisins.  Hvort sem hann var á launaskrá eða sem sjálfstæður skiptir mig litlu, þeir hoppuðu í kringum hræið á sama tíma og af sama tilefni. 

Fyrir mér er efnahagshrun ekki alveg nýtt af nálinni, hef áður séð afrakstur áratuga vinnu brenna upp í verðfalli eigna.

Magnús Sigurðsson, 29.4.2009 kl. 17:16

16 identicon

þarna ferðu með rangt mál þar sem Nýsir kom þar ekki að, heldur sjávarútvegsfyritækið Vísir í Grindavík sem keypti Búlandstind, og var Haraldur fengin til að endurskipuleggja rekstur þess fyrirtækis. Sem þá var nánast gjaldþrota en náðist að bjarga. Nýsir hefur ekki staðið í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi. Enn og aftur þú ættir að kynna þér þetta betur áður en þú ræðst svona á fólk.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:30

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi; minn varst þú nokkuð hluti af þessum "faraldri"?  Þú þekkir greinilega þessa sögu vel.  Nýsis menn vokkuðu í kringum þetta með "ráðgjöf" Haraldur kom úr kafinu sem nokkurskonar "bjargvættur" í boði Vísis um tíma, svona rétt á meðan verið var að koma togaranum og bræðslunni í verð.  Ef ég hef ráðist ómálefnalega á Harald og Nýsi heitinn er mér ljúft og skylt að biðjast afsökunar á því.

Það vill svo einkennilega til að þegar Arnar, og þú Helgi minn komuð hérna inn á síðuna fyrst þá bættist bara við ein IP tala.  En það hefur nú kannski verið "kreppu" tilboð hjá mbl.. Nema að Arnar Helgi Faraldsson sé einn og sami maðurinn.

Magnús Sigurðsson, 29.4.2009 kl. 17:53

18 identicon

Ekki veit ég hvernig þessar Ip tölur virka, en get þó sagt að þessi Arnar og ég erum ekki sami maðurinn. Annars þá þekki ég vel til starfa Haraldar, er það meira en þú getur sagt.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:08

19 identicon

Magnús þú verður að lýta rétt á þetta........  ekki á hverjum degi tilboð tveir fyrir einn

(IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:09

20 identicon

Ég tek undir með Helga, Helgi er ekki ég. Magnús þú virðist ætla að halda áfram í persónuáróðri þínum og notar það sem þinn helsta málflutning! Þér virðist  líka það illa ef menn gagnrýni skrif þín.  Hvað ef þeir eru tengdir viðkomandi, eru þeir þá ekki marktækir?  En ég vil alls ekki hrella neinn Magnús, biðst innilegrar afsökunar. Ég stend enn við gagrýni mína um mikilvægi þess að ræða um alvöru málsins en ekki útúrsnúninga um heilindi manna!

 Kv, Arnar

Arnar (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:07

21 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi; þakka þér fyrir skoðanaskiptin.  Ég hef aldrei haldið því fram að ég þekki vel til starfa Haraldar.  Það var þitt að setja þau annað samhengi en það sem þegar lá fyrir þ.e. að Haraldur var frummælandi á fundi FVH, hann á sér fortíð hjá Nýsi og hefur nýlega orðið tíður gestur á opinberum vettvangi þar sem skuldavandi heimila hefur borið hátt.  Þú upplýstir sjálfur tengsl Haraldar við Búlandstind á Djúpavogi og afdrif þess fyrirtækis.

IP tölu kjaftæðið var kannski lélegur brandari.  Það sama á við um viðurnafnið "farald", grín sem sjálfsagt er að biðja afsökunar á ef það pirrar.

Sigurlaug; tveir fyrir einn í hagfræði hefði verið frábært tilboð 2007 en ég veit ekki í dag, það er allavega spurning sem skattgriðendur ættu að íhuga.

Arnar;það er hart að kalla það persónuáróður þegar maður gagnrýnir heila stétt sem mikið lætur að sér kveða í opinberri umræðu.  Ég benti einfaldlega á að frummælendur FVH eiga sér fortíð sem var glæsilegri en hún lítur út í dag.  Hagfræðingar eru margir hverjir að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi með gömul meðul í farteskinu.  þessi nýi vettvangur er m.a. í skjóli skattgreiðenda.  En hafi ég vegið að heiðri nokkurra persónu biðst ég afsökunar á því.

Ég var búin að svara þér í nr.12 Arnar, að ég gagnrýndi ekki talnameðferð þeirra Haraldar og Tryggva í alvarleika málsins.

Magnús Sigurðsson, 29.4.2009 kl. 21:18

22 identicon

Já, og hver var tilgangurinn með þessari ábendingu?

Arnar (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 21:51

23 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Í grófum dráttum gæti þetta útlagst þannig á kjarnyrtri íslensku;  að þeir sem eru búnir að drulla upp á bak ættu að láta lítið fyrir sér fara rétt á meðan það er verið að þrífa þá, þó svo þeir séu búnir að gera sér grein fyrir að þeir hhöfðu ekki vit á að koma sér á setuna í tíma.

Magnús Sigurðsson, 29.4.2009 kl. 23:00

24 identicon

Að hvaða leiti hefur þá Haraldur drullað uppá bak??

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 23:07

25 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert kominn með Harald á heilann, Arnar.  Lestu fyrirsögnina á þessu bloggi. Það sem ég er að benda á er að margir hagfræðingar, sem meðal annars töluðu upp húsnæðisverðið, eru nú komnir í mótsögn við sjálfa sig. 

Annað sem þú hefur komið inná, svo vitnað sé beint í þig, er að "Haraldur hefur einungis verið upplýsa fólk um skuldir þjóðarbúsins!!" "Þetta er ekki kjarni þeirra umræða sem við þurfum á að halda!!!. Hvað finnst þér annars um skuldastöðu þjóðarinnar?" 

Lestu nú bloggið Arnarminn og þá áttarðu þig kannski betur á út frá hverju ég tala.  Það er engu líkara en þessi eina setning hafi hreift við þér; "Haraldur Líndal "faraldur" orðinn einn helsti vinur litla mannsins, eftir að Nýsi sleppti." 

Magnús Sigurðsson, 29.4.2009 kl. 23:30

26 identicon

Ég veit ekki en ertu ekki að rugla okkur Helga saman?

Arnar (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:20

27 identicon

Já, það er einkennilegt að alhæfa um allir hagfræðinga eru í tilvistarkreppu og þar af leiðandi fjallaru einungis um tvo þeirra. Ég get ekki betur séð að þú ert að skrifa aðeins um þá Tryggva og Harald. Það er skoðun mín að þessar alhæfingar þínar eru rangar.

Umræðan er hvað finnst okkur um skuldastöðu þjóðarinnar. Til þess að geta myndað sér skoðun varðandi þau mál þá er kjarninn að vita hver skuldastaðan er!!

Ég og Helgi erum ekki einn og sami maðurinn svo það eru á hreynu!

Arnar (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:27

28 identicon

Ég tek undir með spurningu hans Helga.

,,Að hvaða leiti hefur þá Haraldur drullað uppá bak??"

Arnar (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:33

29 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fyrirgefið, Arnar og Helgi að ég hafi ruglað ykkur saman.  Þið virðist báðir vera með Harald á heilanum, það er kannski ástæðan fyrir þessum ruglingi.  

Varðandi spurninguna, þá virðist ykkur báðum vera málið það skylt að þið ættuð að getað svarað henni sjálfir.

Magnús Sigurðsson, 30.4.2009 kl. 13:00

30 identicon

Gangi þér vel með þennan málflutning. Þakka fyrir ótæmandi samræður!

Arnar (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:08

31 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir skoðanaskiptin Arnar.  Ég endurtek að Það væri gaman að vita meira um um þig.

Magnús Sigurðsson, 30.4.2009 kl. 13:16

32 identicon

Ég er ekki með Harald á heilanum eins og þú villt halda, aftur á móti þekki ég vel til hans starfa og finnst þú vega ómaklega að honum!! Því spyr ég þig aftur hvað er það í fortíð Haraldar sem gerir það að verkum að hann sé búinn að gera upp á bak sér??? Því ekki veit ég hvað er. Ef þú ætlar að halda einhverju fram, verðuru að geta rökstutt það!!

Væri ánægjulegt ef þú gætir upplýst okkur um þetta.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:50

33 identicon

Það var eins og ég hélt, þú veitist hér að persónum og ýjar að því að þeir hafi eitthvað í sinni fortíð sem eigi að gera þá tortryggilega gagnvart því sem þeir hafa fram að færa. Svo þegar þú ert inntur eftir svörum þá kemur fátt annað en útúrsnúningar. Þetta er einstaklega ómálefnalegt hjá þér og þú ættir að sjá í sóma þér og láta svona skrif eiga sig, ef þú hefur ekkert fram að færa.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 13:36

34 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Helgi minn, reyndu nú að ná Haraldi af heilanum.  Mér leiðist að þurfa að endurtaka þetta oft; en það er engu líkara en þessi eina setning í blogginu hafi hreift við þér og Arnari; "Haraldur Líndal "faraldur" orðinn einn helsti vinur litla mannsins, eftir að Nýsi sleppti." 

Ég hef þegar lýst því yfir að það er sjálfsagt að biðjast afsökunar á því lélega gríni að kalla Harald því gamla viðurnefni "farald", eins ef ég hef ráðist ómálefnalega á hann og Nýsi heitinn.

Svo verð ég svo að biðja þig um að lesa mbl fréttina, bloggið og athugasemdirnar yfir, þá kannski kemstu að þeirri niðurstöðu hversu langsótt það er að tengja þessa spurningu ykkar Arnars ",,Að hvaða leiti hefur þá Haraldur drullað uppá bak??" við Harald.  Nánast ósmekklegt ef þið teljið ykkur til velunnara hans.

En ég endurtek að þið Arnar verðið sjálfir að svara spurningunni sem brennur á ykkur, enda augljóslega betur til þess færir en ég.

Svo vil ég benda þér á að það er frekar óviðkunnanlegt þegar andlitslausir álitsgjafar hafi uppi stór orð án þess að gera grein fyrir sér. 

Magnús Sigurðsson, 2.5.2009 kl. 15:53

35 identicon

Það varst þú sem hélst því fram að það væri eitthvað við fortíð Haraldar sem væri slæm, og hefur ekki enn komið með hvað það er. Það er það sem ég er að leitast eftir hjá þér, sama í hvaða samhengi það er við greinina þá hélstu þessu fram.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 16:03

36 identicon

Sæll Magnús,

Ég taldi mig hafa lokið máli mínu hér. Víst að það skiptir þig  máli hver ég er þá heiti ég Arnar Haraldsson. Ég er nemandi við Háskóla Íslands í Viðskiptafræði! Ég hef brennandi áhuga á þjóðmálum og hef miklar skoðanir á því ástandi sem við erum að gangi í gegnum. Ástæða þess að ég ákveða að setja inn athugasemd á blogg þitt, ekki  vegna fyriskriftar og innihalds  greinar þinnar, var vegna athugasemdar þinnar þar sem þú segir:

,,Nú keppast blessaðir hagfræðingarnir við að hafa vit á hlutunum og gefa góð ráð.  Oftar en ekki alveg ókeypis á almennum borgarfundum.  Hvort sem það er nú af hjartagæskunni einni eða með von um að komast í trygg laun hjá almenningi."

Það var mín skoðun og er hún enn að fólk ætti að spara skítkastið þ.e.a.s bendla menn við óheilindi. Hvað þá að hafa takmarkaða þekkingu á viðkomandi. Ástæða þess að ég datt hérna inn á bloggið þitt var vegna tengingar við frétt á mbl.

Eftir þessa gagnrýni mína hafa samræður okkar færst á annan stig. Þar sem þú færir gagnrýni þína á föður minn á annað stig, og vil ég sértstaklega koma á framfæri þar sem þú hefur mjög takmarkað þekkingu á viðkomandi. Upphaflega, og þú mátt túlka það á hvaða hátt sem er, þá var það ásetningur minn að gefa ekki upp föður nafnið. Eiginlega vegna þess ég vildi setja fram atugasemd, sem lýst var hér að ofan, óháð því að ég væri sonu Haraldar (beina athyglinni frá því). Upphaflega, eins og  áður, var  ég einungis að hafa skoðun á því hvernig þú talar um óheiðarleika fólks!

Því næst hafði Helgi aðkomu hér og hefur hann átt þátt í samræðunum. Ég veit ekkert hver það er. 

Því spyr ég þig Magnús hvar hefur þú fyrir þér með þessum orðum?

 ,,Í grófum dráttum gæti þetta útlagst þannig á kjarnyrtri íslensku;  að þeir sem eru búnir að drulla upp á bak ættu að láta lítið fyrir sér fara rétt á meðan það er verið að þrífa þá, þó svo þeir séu búnir að gera sér grein fyrir að þeir hhöfðu ekki vit á að koma sér á setuna í tíma."

Svo þú þarft ekki að biðja neinn né einn að lesa e-ð annað í staðinn. Þetta skirfaðir þú og þú virðist ekki geta rökstutt það á neinn hátt nema með staðreyndarvillum og dylgjum. (Bendi á samræður ykkar Helga mér til stuðnings).

Magnús, þú hefur takmarkað þekkingu um aðkomu Haraldar að Nýsi. Þú hefur enga þekkingu hvernig Nýsir var stjórnað. Þú hefur enga þekkingu um aðkomu Haraldar að Búlandstindi nema að hann var framkvæmdarstjóri þar um tíma og á sama tíma hafðir þú tekið að þér verkefni fyrir Búlaðstind. Það var ekki faðir minn sem bar ábyrgð né tók ákvörðun Vísis manna á því ,,að hyrða dallinn og koma honum í verð", hvernig sem þú lýtar á það. Þá er það rangt að bendla menn um óheilindi. Þar að auki þá er ekki rétt að bendla Nýsir við þau störf því Haraldur vann sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi innan vébanda Nýsis á þeim tíma, sem virðist ekki skipta þér neinu máli. Þar að auki vil ég leiðrétta þig með gjaldþort Nýsis þar sem þú segir:

,,Nýsir er núna gjaldþrota með stæl, Egilshöllin, Tónlystarhúsið osfv,osfv, á framfæri skattgreiðenda og bíða eftir nýrri fjárhagslegri endurskipulagningu."

Þetta var fyrirtæki var í einkahlutaeigu og það skal tekið skýrt fram að gjaldþrot Nýsis er EKKI á framfæri skattgreiðenda. Það eru einugis kröfuhafar sem tapa sínum kröfum. En þeir munu aftur á móti eiga fyrsta og annan veðrétt af öllum eignum Nýsis sem eftir eru. Þetta tel ég að þú ættir að vita.

Ef e-ð er þá hefur faðir minn lagt mikið kapp í að gagnrýna kvótakerfið í núverandi mynd og hvernig menn hafa hagað sér undanfarin ár. Hann skrifa mikla skýrslu um ástæður búsetuflutninga hér á Íslandi, og bendi ég þér á að skoða hana. Þú getur málað myndina eins og þú villt hafa hana. En staðreyndirnar tala sínu máli. Það að faðir minn komi fram sem einhver kafbátur með bláu augin og vinur litla mannins er fjarstæða. Hann hefur haft sig knúinn til þess að fjalla um stöðu þjóðfélagsins eins og það er. Hann hefur lagt mikinn tíma í að skoða hvernig ástandið liggur fyrir okkur og þar að auki reynt að koma með lausnir! Það er okkur Íslendingum ákaflega mikilvægt að að skoða málin frá mörgum hliðum. Öll slík framlög eru okkur til góðs. Framlag föður míns hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn, en að ráðast svona gegn honum er ekki ásættanlegt að minni hálfu. 

Magnús:  Skoðaðu málin áður en þú kastar steini í glerhús. 

Að lokum þá skal segjast eins og er að það er hreint ósmekklegt hvernig þú talar um heilindi Haraldar.

Kv. Arnar

Arnar Haraldsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 18:15

37 identicon

Það skal tekið fram að það á að vera steini úr glerhúsi en ekki í

Arnar (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 18:21

38 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Arnar, það er virðingarvert  hvað þér annt um orðstír pabba þíns, það snertir mig.  Ég bið þig afsökunar á því að hafa valdið þér sárindum og met þig jafnframt mikils fyrir að gera fulla grein fyrir þér núna. Jafnframt vil ég koma því á framfæri að málflutningur þinn öðlast fyrir mér mun meira vægi við það að vita deili á þér.

Ég hafði ekki hugsað mér að svara spurningu ykkar Helga heldur leyfa ykkur að velkjast í vafa.  En eins og þú hefur opinberað þá er ég eingin sérfræðingur í ferli Haraldar, enda snýst þetta blogg í upphafi ekki um hann að öðru leiti en sem frummælanda FVH samkv. ofangreindri frétt og að ég ryfjaði upp ófyndið viðurnefni. Tryggvi minn gamli kunningi er þekkt nafn í þjóðmálaumræðunni, það er ástæðan fyrir nafngreiningu þessara tveggja.

Þú finnur skýringarnar á afstöðu minni m.a. í 6  "Nú eru kosningum nýlokið, ég er ekki með það alveg á hreinu hvað margir hagfræðingar koma nýir inn á þing en ég hygg þeir nálgist annan tuginn.  Það verða því þeir sem upplýsa umræðu efnahagsmála í gegnum stjórnvöld og fjölmiðla hér eftir sem hingað til". í 10 "Ég hef aldrei heyrt eða haldið fram að Haraldur hafi mært útrásina.  Hins vegar á það almennt við um hagfræðinga undanfarin ár, þetta var jú vinna þeirra margra."  og 12 "En misskildu mig ekki.  Ég er ekki að gagnrýna tölurnar þeirra Haraldar og Tryggva þær hafa verið hverjum hugsandi manni ljósar í marga mánuði jafnvel ár.  Það sem ég er að benda á er að margir hagfræðingar, sem meðal annars töluðu upp húsnæðisverðið, eru nú komnir í mótsögn við sjálfa sig.  En batnandi mönnum er alltaf best að lifa."

Það er rétt hjá þér ég hef engar haldbærar forsendur til að dæma störf Haraldar út frá öðru en fréttum af Nýsi og aðkomu hans að Búlandstindi.  En hvað Búlandstind varðar þá kom hann að rekstri þess fyrirtækis á örlagaríkan hátt, í augum flesta íbúa Djúpavogs.  Það er mín afstaða, sem hvorki þú né aðrir fá breitt, að ekki sé haldbær rök að bera því við að menn hafi einungis verið að vinna vinnuna sína þegar það leiðir til stór tjóns fyrir almenning.

Við verðum sennilega seint sammála um hagfræði kenningar í þeirri viðskiptafræði sem þú nemur við HÍ.  Því eins og aðrir þá á ég fortíð og skoðanir.  Ef þú hefur áhuga á þá getur þú kynnt þér það hér á síðunni m.a.

http://www.magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/843635/#comments 

http://www.magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/848299/#comments

En umfram allt annað vil ég í dýpstu einlægni, biðjast afsökunar á þeim sárindum sem þetta blogg kann að hafa valdið.  Gangi þér vel í viðskiptafræðinni og láttu áhuga þinn á þjóðmálum óhikað í ljós í umræðunni.

Með virðingu og vinsemd, Magnús.

Magnús Sigurðsson, 2.5.2009 kl. 22:07

39 identicon

Langar enn og aftur að leiðrétta þig, þá var aðkoma Haraldar að Búlandstindi að bjarga því fyrirtæki frá gjaldþroti og ástæða þess að skipinn voru  seld var einfaldlega sú að það var ekki rekstragrundvöllur fyrir að halda þeim þar sem kvótinn var ekki til staðar. Jú það hefði svo sem verið hægt að halda í skipinn og með þeim afleiðingum að öll útgerð hefði lagst af á Djúpavogi. Eftir að skipin voru seld kom þó í þeirra stað smábátaútgerð sem gerði sitt. Við skulum ekki hengja smið fyrir bakara.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:00

40 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi; rifjaðu þetta betur upp, vandi Búlandstinds var ekki slæm kvótastaða.

Magnús Sigurðsson, 3.5.2009 kl. 20:08

41 identicon

Það var ekki nægur kvóti til að reka skipinn, þannig var það. Þar að leiðandi var ekki rekstrargrundvöllur til að halda þeim úti.

Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:33

42 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi; ég þekki málið nokkuð vel, ég var í hreppsnefnd Djúpavogshrepps á árunum 1992 - 1998.  Ef mig misminnir ekki þá voru það vel á þriðja þúsund þolskýgildistonn sem skip Búlandstinds höfðu yfir að ráða sem skýrir kannski vel þann áhuga sem var á því að komast yfir Búlandtind.  Til upprifjunar þá voru það Olíufélagið og VÍS sem réðu úrslitum um hvert Búlandstindi var ráðstafað

Vandmálið Búlandstinds fólst í að þetta var ekki nægur kvóti til að reka þrjú frystihús, eitt á Breiðdalsvík, eitt á Djúpavogi og Sunnutind sem frystitogara.  Jafnframt þessu varð endurnýjun bræðslunnar þungur baggi.  Vegna mikils áhuga utanaðkomandi aðila misstu þessir hlutahafar, sem ég nefndi þolinmæðina, og á endanum varð það Vísir sem komst yfir eignir Búlandstinds.

Ekki að ég ætli að fara að hártogast um þessa löngu liðnu atburði, en í aðdraganda þessa voru á sínum tíma birtar greinar í blöðum um stöð Búlandstinds, þar á meðal nokkrar skrifaðar af mér.  Eins voru fréttatímar ljósvakamiðla með fréttir af því höggi sem bæði Breiðdalsvík og Djúpivogur urðu fyrir á þessum tíma.

Magnús Sigurðsson, 3.5.2009 kl. 23:25

43 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvað varðar smábátaútgerðina þá var hún fyrir á Djúpavogi og kemur málefnum Búlandstinds ekki við.

Magnús Sigurðsson, 3.5.2009 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband