Þetta eru asnar Guðjón.

Það kemur varla annað upp í hugann þessa dagana en heitið á söguni hans Einars Kárasonar "Þetta eru asnar Guðjón" eða þá "helvítis fokking fokk". 

Hvað með hina heilögu kýr vertrygginguna?  Skyldi þessum blessuðu varðhundum fjármagnsins aldrei detta til hugar að nú sé nóg komið og setja vísitölunni skorður.

Það er ekki hægt annað en að vera sammála því að skatttekjur verði auknar af óhollustu, en það er sorglegt að sjá hvernig vísitalan er stöðugt notuð til að auka skuldir almennings. 

Það er svo varla von að það heyrist mikið frá Gylfa og Villa og félögum.  Þeir fagna væntanlega bættum hag lífeyrissjóðanna í laumi.  Meðan verðbólgunni er viðhaldið með öllum ráðum.  Allavega rétt á meðan verið er að fela mest ósómann  og koma honum yfir á ábyrgð skattgreiðenda í formi einkaframkvæmda til atvinnuuppbyggingar.

 


mbl.is Skattur á kex og gos í 24,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Auðvitað hefði Ögmundur átt að beita sé fyrir s.s. einu lagafrumvarpi sem aftengdi þessar skattahækkanir neysluvísiöluni, þó það hefði ekki verið nema til að verasamkvæmur sjálfum sér.

Það hafa reyndar verið sett neyðarlögá Íslandi nýlega sem vörðu hagsmuni minni hóps en þess sem nú er níðst á og þessi ríkistjórn hefur gefið sig út fyrir að vera málsvari fyrir.

Magnús Sigurðsson, 18.6.2009 kl. 23:07

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Er það ekki nokkuð ljóst að lífskjörin munu versna, það þarf bæði að auka tekjur ríkissjóðs og lækka útgjöldin.  Hvaða skatta á að hækka.   Það ætti í raun að setja flatan vask 24.5% á allt og hækka persónuafslátt og barnabætur á móti, svo kjarnafljöldskyldan komi eins út eftir eins og fyrir.  Útlendir túristar myndu þá t.d. borga meiri skatta þegar þeir versla mat hérlendis.

Kristinn Sigurjónsson, 18.6.2009 kl. 23:23

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sveinn;það er nokkuð jóst að áherslur stjórnmálamanna breytast við að fá völd, þeir virðast við það fá aukin skilning á neyð fjármagnseigenda.  Ögmundur er svo kapítuli út af fyrir sig, hann hefur meðal annars deilt á aðkomu AGS eins og fleiri hjá VG án þess að gera neitt með það.  Sumir kalla það lýðskrum.

Kristinn; flestir gera sér grein fyrir að lífskjörin munu versna.  Það þarf bæði að hækka skatta og skera niður.  Þessi ríkisstjórn hefur valið skattahækkanir, hún sker ekki niður, ekki einu sinni gjaldþrota bankakerfi og gjörspillt stjórnkerfi.  En ég var einungis að benda á að hún hefði mátt setja vertryggingunni skorður áður en hún fór út í að hækka neysluskatta.

Magnús Sigurðsson, 18.6.2009 kl. 23:34

4 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Það er reyndar rétt, stjórnmálamenn skipta um karakter eftir því hvorum megin þeir eru við stjónarborðið, það er nefnilega svo einfalt að gagnrýna, án þess að segja hvað á að gera.  Það verður bara ekki hjá því komist, ef það á að auka skatta á neyslu, hvort heldur það sé lúxus eða ekki, þá mun það hækka vísitöluna einu sinni, (meðan hækkunin er að koma inn í verðlagið) en skatturinn mun gefa ríkissjóði tekjur um alla þá framtíð sem skatturinn er til staðar, en mun þá ekki hafa nein áhrif á vísitöluna.   Ég nefndi það að hafa flatan vask, því það einfaldar skattkerfið, torveldar undanskot og mun skapa ríkinu auknar tekur af ferðamönnum en sá skattur kemur ekki inn í vísitöluna, bara sá hluti skattsins sem lendir á landsmönnum.  Ferðaiðnaðurinn er mjög vaxandi og jafn vaskur mun því gefa auknar tekjur í framtíðinni.

Kristinn Sigurjónsson, 19.6.2009 kl. 00:03

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kristinn; satt segirðu um karakter breytingar stjórnmálamann og að það einfaldara að gagnrýna en að koma með lausnir.  Fáum dylst að meiningin með skattahækkunum er að auka tekjur ríkissjóðs. 

En það þarf jafn einfalda lagasetningu til að aftengja vísitöluáhrif þeirra og lagasetning skattahækkananna sjálfra eru.  Það er verið að keyra verðbólguna áfram af ásetningi með því að setja verðtryggingunni ekki skorður.

Hvað margar þessar skattahækkanir varðar, þá er það mjög tvíbent hvort þær munu skila þeim tekjuauka sem þeim er ætlað, umfram kostnaðarauka.  Má þar nefna 250% hækkun á atvinnutryggingagjaldi og 100% hækkun á gjaldi í ábyrgðasjóð launa.  Atvinnurekendur verða nú að skera af sér allan launakostnað sem þeir mögulega geta verið án.  Þá bætist við atvinnuleysið og kostnaðinn sem af því hlýst.

Flatur virðisaukaskattur hefur alltaf verið æskilegur, eins má færa rök fyrir því að ef skattprósentan sé lækkuð skili það sér í hækkun vegna aukinnar veltu.  Ég er ekki viss um að hækkun á sikurskatti, með tilliti til erlendra ferðamanna skili miklu í kassann, en ef svo er, er það vel.

Magnús Sigurðsson, 19.6.2009 kl. 08:19

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mig langar til að benda á pistil Ingólfs H Ingólfssonar í fréttabréfi www.spara.isfrá því fyrr í mánuðinum.  Það eru fáir sem hafa gert eins góða grein fyrir því hvernig verðtryggingin virkar en Ingólfur í bók sinn "Þú átt nóg af peningum", sem kom út árið 2005. Ég las þessa bók þegar hún kom út og tók mark á henni, það hefur gert það að verkum að ég er í þokkalegri stöðu dag.

Það eru allir kostir vondir, segir fjármálaráðherra, og svo sannarlega er það rétt en að velja lakasta kostinn er ekki þjóðráð. Hækkun á neyslusköttum er líklega það versta sem ríkisstjórnin gat gert við núverandi aðstæður því að hún leggst með tvöföldum þunga á heimilin sem ekki mega við miklu. Í fyrsta lagi hækkar verðlag svo að minna verður eftir í buddunni til þess að borga annað og, í öðru lagi, hækka lán og afborganir vegna verðtryggingarinnar.

Ég velti því fyrir mér hvort ríkisstjórnin og hagfræðilegar ráðgjafar hennar líti á heimilin í landinu fyrst og fremst sem þjóðhagslega stærð sem hægt sé að stýra með tilfærslum á fjármunum. Einkaneysla, sem er ekkert annað en útgjöld heimilanna, er stærsta einstaka þjóðhagsstærðin og hefur langmest áhrif á efnahagskerfið, það er því afar freistandi að leika sér með hana í hagfræðilíkaninu. Í eðlilegu árferði væri ekkert við það að athuga að hækka veltuskatta sérstaklega á vörur eins og tóbak og áfengi, bensín og jafnvel sykur. Adam Smith, faðir klassískrar hagfræði, nefndi sjálfur neysluvörurnar, tóbak, romm og sykur, sem einstaklega vel fallnar til skattlagningar. En við búum ekki við eðlilegt efnahagsástand og því kunna “eðlilegar” efnahagsaðgerðir að reynast banvænar.

Ég velti því einnig fyrir mér hvort ríkisstjórnin líti á heimilin eins og þau séu neðst í “fæðukeðjunni” og því verði þau að taka á sínar herðar efnahagshrunið og hjá því verði einfaldlega ekki komist, eðli máls samkvæmt. Frysting lána, lengingar og greiðslujöfnun eru þá aðgerðir sem eigi að gera heimilunum kleift að taka á sig byrðarnar í þeirri von að efnahagurinn batni á næstu árum og þau muni því lifa hremmingarnar af.

Ef þetta er kjarninn í hugsun og aðgerðum ríkisstjórnarinnar, þá er hún að gera sín mestu mistök, og þau næstmestu líka. Heimilin eru lifandi fólk sem getur brugðist við með allt öðrum hætti en reiknilíkanið gerir ráð fyrir og það er ekki ólíklegt að það verði raunin í því viðkvæma og ótrygga og ástandi sem er í landinu.

Næststærstu mistök ríkisstjórnarinn væru að gera ráð fyrir efnahagsbata næstu árin. Ef við myndum aðeins rétta úr hnjánum og reisa höfuðið til þess að líta í kringum okkur, þá blasir næstum því við að löndin í kringum okkur eru að glíma við efnahagskreppu og einnig gjaldmiðlakreppu, líkt og við Íslendingar. Bretar eru á barmi gjaldþrots og pundið fellur, Bandaríkin eru að skuldsetja sig í þrot og dollarinn fellur, ríki ESB eru einnig að glíma við svipaðan vanda hvert um sig og sameiginlega. Alþjóðlega orkumálastofnunin spáir hækkun olíuverðs í 200 USD á fatið á næstu árum og það, eitt og sér, yrði rothögg fyrir iðnvætt efnahagslíf vesturlanda. Með þetta í huga veit ég satt best að segja ekki hvað ríkisstjórnin er að hugsa – er hún blind á það sem er að gerast úti í heimi eða heldur hún að virkilega að hagkerfi heimsins muni rétta úr kútnum á næstu árum og við verðum bara fyrst til þess? Ef svo er verður hún að færa einhver rök fyrir því. Það er athyglivert að alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kyndir undir þeirri skoðun að við munum geta greit skuldir okkar og að efnahagslífið muni taka við sér á ný á næsta ári. Sjóðurinn veit betur, en það er dæmigert fyrir hann að dikta upp efnahagsbata til þess að þrýsta á að við greiðum sem fyrst upp skuldirnar, hvað sem tautar og raular. Þannig hefur hann alltaf unnið og þannig hefur einnig núverandi fjármálaráðherra lýst honum (áður en hann settist í ríkisstjórn). Trúi ríkisstjórnin virkilega á skjótan efnahagsbata, þá eru það hennar næststærstu mistök, að mínu áliti. Ég mun rökstyðja það álit mitt betur í næstu fréttabréfum.

Ingólfur H. Ingólfsson

www.spara.is  

Magnús Sigurðsson, 20.6.2009 kl. 08:25

7 identicon

Þetta er nákvæmlega málið, góð lesning þetta. Spurning hvort Steingrímur hafi fegnið þetta til aflestrar. Ekki hafði ég alit á Steingrími fyrir en mér finnst virkilega komin tími á að hann útskýri þennan gríðarlega viðsnúning sinn í málefnum er varðar gjaldeyrissjóðinn, við hvað er hann svona hræddur, hverju er búið að hóta þjóðinni???

(IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 10:44

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigurlaug;við sem eldri erum og höfum ekki gullfiskaminni, munum eftir Steingrími sem ráðherra Alþýðubandalagsins.  Satt best að segja hélt ég að Steingrímur yrði aldrei aftur ráðherra Íslendinga, eiginhagsmunagæsla hans sem ráðherra í ríkisstjórn síðustu Steingríms Hermannssonar myndi aldrei gleymast. 

En þó svo mikið vatn hafi runnið til sjávar og Alþýðubandalagið sáluga liðið undir lok síðan þetta var, þá hafa þeir Svavar Gestsson nú risið upp sem draugar um sumarsólstöður, íslenskri þjóð til stórtjóns.  

Magnús Sigurðsson, 20.6.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband