Fínt fyrir hagfræðingana að fá enn eitt vísitölu ruglið.

Þessar hugmyndir félagsmálaráðherra eru illskiljanlegar. Helst hallast ég að skoðun Ingólfs H Ingólfssonar sem var í Kastljósi í gær, hann hefur leiðbeint fólki með það hvernig má sjá við marföldunaráhrifum verðtryggingarinnar. En hann sagði; þetta eru "hundakúnstir" sem gera alla eignalausa á mettíma.

En ég skil vel að hagfræðingar og viðskiptafræðingar gjaldþrota hugmynda þyrpist að svona hugmyndum eins og hýenur að hræi.  Þeir sjá sér leik á borði við að reikna enn eina rugl vísitöluna sem verður "launavísitala greiðsluerfiðleika".

Myndir einhver kaupa 20 milljóna hús með yfirtöku á áhvílandi 50 milljóna láni, berandi þá von í brjósti að eftir 40 ár fái hann afskrifaðar 30 milljónir? Þarf hagfræðimenntaðan vísitölufræðing til að reikna út óskapnaðinn?

Til að láta sér detta svona rugl í hug þarf samvinnu stjórnmálamanna og hagfræðinga sem allir eru á framfæri hins opinbera. .


mbl.is Borgað af lánum eftir tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Var ekki aðal málið við þetta það að þessi einstaklingur sæti uppi með það að borga vextina af þessum auka 30 milljónum í þessi 40 ár?

Semsagt borgar af höfuðstól upp á 20 millur en vöxtum upp á 50 millur.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Doddi;  breyta þessar hugmyndir einhverju í því sambandi og hvernig er það þá reiknað út?

Magnús Sigurðsson, 29.9.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er auðskilið ef maður er ekki búinn að ákveða fyrirfram að vera neikvæður.  Hvað varðar skoðanir Ingólfs H. Ingólfssonar þá hef ég nú ekki mikið álit á þeim manni.  Hann þykist vera að kenna fólki að spara og það á að gerast með því að greiða alltaf sínar skuldir á réttum tíma til að forðast dráttarvexti.  Einnig auglýsti hann námskeið í því hvernig hægt væri að losna við að nota kreditkort.  Námskeiðið átti að kosta 30 þúsund og í boði var staðgreiðsla eða greiðsludreifing á kreditkorti.  Þessi maður er loddari sem er búinn að koma því inn hjá mörgum að hann sé sérfræðingur í sparnaði.  En hann veit lítið meira um peninga en flest börn í unglingaskóla.

Jakob Falur Kristinsson, 29.9.2009 kl. 17:58

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jakob;  Þessar hugmyndir ganga út á að hlekkja fólk við skuldirnar, þú greiðir eins og þú mögulega getur af uppskrúfuðum skuldum sem urðu til með stærsta ráni Íslandsögunnar.  Ef ekki verðurðu gerður gjaldþrota.

Hvað álit þitt á Ingólfi varðar þá ráðlegg ég þér að kynna þér hugmyndir hans varðandi verðtrygginguna því þær virka.  Af því hef ég persónulega reynslu.  Þú þarft ekki að kaupa þér 30 þúsund króna námskeið það nægir að kaupa bókina hans "Þú átt nóg af peningum" til að fá skilning á því hvernig það virkar.

Magnús Sigurðsson, 29.9.2009 kl. 18:05

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Doddi;  breyta þessar hugmyndir einhverju í því sambandi og hvernig er það þá reiknað út?

Já það gerir það, þú ert eflaust að misskilja fyrri færsluna hjá mér.

Ef þetta er hugsað svona, þú borgar af þínum 20 millum og vexti af þeim, ef þú færð betri laun þá tekurðu meira á þig af afgangs höfuðstólnum og borgar af honum og vextina af því.

Aftur á móti ef þú ert að borga af þínum 20 millum og vextina, ásamt vöxtum af þessum auka 30 millum þá gerir þetta illt verra þar sem þú endar á því að borga meira ef eitthvað er, því ef höfustóllinn lækkar hægar þá borgarðu meiri vexti yfir tímann og yfir 40 ár þá ertu í vondum málum.

40 ár eru 480 greiðslur.

Tökum sem dæmi,

Dæmi 1 : þú ert með 50 millu lán og borgar af því í 40 ár jafnaðar greiðslur af höfuðstól og ert með 5% vexti, engar verðbætur til að auðvelda dæmið.

Þú borgar 50 milljónir af höfuðstólnum og ~601,25 milljónir í vexti, samtals : 651,25 millur 

Dæmi 2 : Þú ert með 20 millu lán og borgar af því í 40 ár sama dæmi, 5% vextir engar verðbætur.

Þú borgar 20 milljónir af höfuðstól og ~240.5 milljónir í vexti, samtals : 260.5 milljónir

Dæmi 3 : þú ert með 50 milljón króna lán og borgar af því í 40 ár, en hér erum við að tala um það sem ég var að meina, þú borgar 20 millu höfuðstól en 50 millu vexti, aftur 5% vextir engar verðbætur.

Hér ertu að borga 20 milljónir af höfuðstól og 240.5 milljónir í vexti ásamt 720 milljónum í vexti fyrir þessar auka 30 milljónir sem bíða út tímann á fullum vöxtum, samtals : 980.5 milljónir.

Dæmi 1 : Á mánuði til að byrja með 354,2þ fyrst og seinast 109,3þ - endar á að borga 651,25 milljón í heild.

Dæmi 2 : Á mánuði til að byrja með 141,6þ fyrst og seinast 43,8þ - endar á að borga 260,5 milljónir í heild.

Dæmi 3: Á mánuði til að byrja með 291,6þ fyrst og seinast 193,8þ - endar á að borga 980,5 milljónir í heild.

Ef þetta er eins og ég held þá sérðu það að þessi aðferð sem hann er að mæla með hann páll (dæmi 3) þ.e. ef þetta verður hans aðferð, þá lækka afborganir af láninu til að byrja með en haldast sterkar út lánstímann og þú endar á að borga næstum 50% meira af láninu þrátt fyrir að þú borgir ekki nema 20 milljónir í höfuðstól.

Í svona löngu láni þá skiptir höfustóllinn svo litlu máli, það eru vextirnir sem eru allt málið, tala nú ekki um þegar verðbætur bætast við þetta.

 Munurinn á þessum tölum er svolítið ýktur þar sem lækkunin á höfuðstólnum sakvæmt dæmunum er 60%, dæmi 1 og 3 væru nær dæmi 2 ef lækkunin á höfuðstól væri minni, en það fer ekki á milli mála að ef hann notar dæmi 3 þá er sá sem skuldar alltaf að sitja uppi með hærri skuld á endanum.

Svo spurningin er í raun þessi, komum við til með að þurfa borga vexti af þessari fjárhæð sem verður lögð til hliðar við lánið, þessi sem fellur niður í lok lánsins?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 18:47

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Doddi;  þakka þér fyrir útreikninganna.  Þarna gerir þú ráð fyrir að orðum stjórnmálamana og lánstofnanna sé treystandi.  Ég veit ekki hver þín reynsla er, en ég er að nálgast fimmtugt og fram til þessa hefur lítið verið að marka stjórnmálamenn þegar þeir hafa gefið almenningi forsendur til að styðjast við varðandi verðtryggingu. 

Eins og þú veist þá hefur verið enn minna að marka það sem lánastofnanir hafa verið að halda að fólki.  Á þeim aldri sem ég er staddur myndi afskrift eftir 40 á engu breyta, ef ég væri með mikið skuldsetta íbúð þá hverfur allt eigið fé á augabragði við þessa aðferðafræði.  Auk þess að verða óseljanleg.

Ég ráðlegg þér að taka ekki mark á félagsmálaráðherra, þrátt fyrir fögur fyrirheit og útreikninga frá ríkisreknum hagfræðingum, þeim hefur missést áður.  Kynntu þér bókina hans Ingólfs hjá spara.is "Þú átt nóg af peningum". 

Magnús Sigurðsson, 29.9.2009 kl. 19:04

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 Þarna gerir þú ráð fyrir að orðum stjórnmálamana og lánstofnanna sé treystandi.

Ekki alveg, ég er ekki viss um hvernig útfærslan á þessu hjá honum Árna á að vera, svo í raun var þetta meira spurningarlegs eðlis hjá mér heldur en nokkuð annað, fyrsta athugasemdin þ.e.a.s.

Ég veit ekki hver þín reynsla er, en ég er að nálgast fimmtugt og fram til þessa hefur lítið verið að marka stjórnmálamenn þegar þeir hafa gefið almenningi forsendur til að styðjast við varðandi verðtryggingu

Ég er sammála þér hér og geri gott betur, það er lítið að marka stjórnmálafólk með nokkru sem þau segja.

Kynntu þér bókina hans Ingólfs hjá spara.is "Þú átt nóg af peningum". 

Það vill nú svo skemmtilega til að ég fékk þessa bók gefins og hef gluggað aðeins í hana 8)

Ég ráðlegg þér að taka ekki mark á félagsmálaráðherra, þrátt fyrir fögur fyrirheit og útreikninga frá ríkisreknum hagfræðingum, þeim hefur missést áður. 

Það var ég alls ekki að fara gera, tek líkið mark á þessum gylliboðum fyrr en það er komið á hreint hvað á að gera, persónulega grunar mig að þau fara í útfærslu á dæmi 3, þ.e. greiðslur á mánuði lækka smá en á endanum borgar þú töluvert meira.

Ef samfylkingin hefur sýnt eitthvað í þessari stjórnartíð sinni þá er það að þau eru hinir einu sönnu verndarar útrásarvíkinganna, allar lausnir frá þeim eru á þann veg að það eru lækkaðar lítið greiðslur núna en þær eru lengdar um helling til að sjá til þess að hver einasta króna sem lækkað er um skilar sér margfalt til baka þegar seinna dregur.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 19:51

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Doddi;  ég sé að við erum um margt sammála.  Það er best að treysta á eigin dómgreind í þessum efnum.  Bókin hans Ingólfs opnaði augu mín fyrir þeirri skekkju sem er í útreikningi verðtryggingarinnar, hvernig hún gengur lengra en að vera bara verðtrygging.  Hún er vaxta vextir og ég á eftir að sjá að stjórnmálmenn geri annað en að flækja almenning enn meira í vef glórulausra vístöluútreikninga. 

Stjórnmálamenn bæta yfirleitt óskapnaði aftan við eitthvað sem getur ekki gengið í stað þess að leiðrétta málin.  En hér held ég að það sé vísvitandi verið að tjóðra fólk við skudaklafann.

Magnús Sigurðsson, 29.9.2009 kl. 20:11

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

En hér held ég að það sé vísvitandi verið að tjóðra fólk við skudaklafann.

Það er akkúrat það sem ég er hræddur um.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2009 kl. 20:22

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Sæll Magnús,

Ég tók eftir villu í útreikningnum hjá mér, stórri villu 8)

Formúlan í excel kom ekki rétt út hjá mér er ég gerði þetta svo að vextirnir voru í rugli, kom ekki inn deiling frá ársvöxtum í mánaðarvexti, semsagt alltof háir.

En það sem skiptir máli er % munurinn á hverju dæmi fyrir sig, hann er ennþá nokkuð réttur.

Setti upp betra dæmi sem væri nær raunveruleikanum.

Dæmi 1 er Upprunalega lánið án breytinga.

: ~50 millur í vexti.

Dæmi 2 er Upprunalega lánið þar sem 20% eru tekin af höfuðstólnum beint

: ~40 Millur í vexti.

Dæmi 3 er það sem ég held að dæmið hans árna sé, þ.e. 20% tekin af höfuðstól en það eru borgaðir vexti af þessum 20% aukalega út samningstímann og síðan er sú tala felld niður.

: ~60 Millur í vexti

Eins og sést á þessum dæmum, þar sem ekki er tekinn inn verðtrygging bara vextir þá endarðu á að borga meiri vexti út tímann hjá dæminu hans Árna ef það er eins og ég skil það, þ.e. borgaðir vextir út tímann af þessu sem er sett til hliðar.

Afsaka fyrri færslu með ruglingnum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.9.2009 kl. 09:33

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir útreikningana Doddi.  Kannski kemur það fram í dag hvað Árni er að meina.  Ég hef aldrei verið sleipur í reikningi, en samkvæmt mínum skilningi þá eru Árni og ríkisreknu hagfræðingarnir að setja alla í sömu greiðsluaðlögunar leiðina og reyndust verri en engar í vor.  Munurinn er bara sá að nú er óskapnaðurinn almennar aðgerðir.

Magnús Sigurðsson, 30.9.2009 kl. 10:43

12 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég hef aldrei verið sleipur í reikningi,

Maður verður líka bara ringlaður að pæla í þessum húsnæðislána útreikningum, ég er ágætur að fara með tölur en tókst að klúðra þessu í fyrstu tilraun með stæl 8)

en samkvæmt mínum skilningi þá eru Árni og ríkisreknu hagfræðingarnir að setja alla í sömu greiðsluaðlögunar leiðina 

Og því miður er sú leið eflaust sama gamla tuggan, fresta afborgunum svo það þurfi að borga þær seinna ásamt auknum vöxtum.

En við skulum sjá nákvæmlega hvað það er sem Árni er að fara setja á stjá.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.9.2009 kl. 11:50

13 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ég treysti engu um þessar hundakúnstir, það hefur alltaf sýnt sig að það er maðkur í mysunni.  Svo ég þori ekki að brosa núna.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 30.9.2009 kl. 14:09

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Snjólaug;  sennilega hefur Árni hafi gleymt skuldavanda heimilanna í dag og þess vegna skírast málin ekkert í maðkagryfjunni.  Líklega eru einhverjar hundakúnstir í kringum icesave sem eiga hug hans allan, enda hefur Samspillingin látið það mjög skírt í ljós að hjartað slær með Bretum og Hollendingum.

Magnús Sigurðsson, 30.9.2009 kl. 16:49

15 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þetta eru  engin geimvísindi með lánin og þarf enga sérfræðinga til að sjá þetta. Einfaldleikinn er bestur, annað hvort áttu fyrir skuldum þínum eða ekki.  Ef þú átt það þá borgarðu og eignast þitt, ef þú átt það ekki þá gefst þér kostur að hafa búseturétt í þessu húsi með tekjutengdum afborgunum + fasteignagjöld + tryggingar + viðhald. Ef þú villt öryggi þá er eflaust vitlegast að taka þessu boði, eflaust ekki verra en annað og ekki óviðráðanlegar afborganir. Þú getur eitt mismuninum í að koma hjólum atvinnulífsins af stað.  Kaupa það sem þú hefur ekki látið eftir þér síðasta ár og sumt talist til þess sem við teljum nauðþurftir.  Það vantar líka peninga í skattahækkanirnar og það þarf víst að taka þær einhvers staðar ( T.d. borga minna af láninu, kaupa sér eina vodka til að halda upp á það hehe allir fá sitt og allir glaðir)

En illu er best skotið á frest segja sumir, skuldahalinn sem eftir verður af láninu og sagt er að verði líklegast afskrifaður í lokin, hver veit um það?? Allt önnur staða eftir 30 ár  En það er seinni tíma vandamál eða þannig.  

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.10.2009 kl. 10:35

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt er það Snjólaug  þetta eru engin geimvísindi.  Þarna er verið að gera fólki kleift að búa í húsum sem það hélt að það ætti með ákveðinni áhvílandi skuld.  Geimvísindin felast í því hvernig skuldin fór úr böndunum og nú á fólk að sætta sig við hana.   Þeir sem héldu að þeir ættu allt að 50% í sínum eignum fyrir einu og hálfu ári síðan eiga jafnvel ekkert núna en mega vera áfram ef þeir borga það sama á mánuði og fyrir hrun. 

Síðan ætla geimvísindamennirnir að hafa örugga vinnu við að reikna út "launavísitölu greiðsluerfiðleika" í 40 ár og sjá til hvort að það verður þá hægt að afskrifa stjarnfræðilegar skuldir sem bankar og lífeyrissjóðir hafa eignfært í bókhaldinu hjá sér.

Það kemur fljótlega að því að það verður ódýrara að leiga, eftir því sem fleiri hús standa tóm. Þá verður ekki glóra að leiga fyrir meira en 40 þús kall á mánuði.  Við sem höfum búið í sjávarbyggðum Íslands þekkjum þessa þróun.  En ég er smeykur um að geimvísindamennirnir hafi hærri tölur í excelnum hjá sér þegar þeir eru að reikna ávinning bankanna af þessu fyrirkomulagi.

Magnús Sigurðsson, 1.10.2009 kl. 17:17

17 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Rétt Magnús þetta með að það er ódýrara að leiga.  Þetta verður hver og einn að meta,  það er dýrt að borga af húsinu og allt því sem því fylgir, en geturðu losnað við húsið nema að láta gera þig gjaldþrota?  Ekki veit ég en þetta er staðan og þau geta þá fitnað af að reikna fram og til baka þau sem ætlast til að við tökum þau trúanlega.

Heppin við að búa úti á landi og eiga alltaf það sama í okkar húsum, sem sé ekki fyrir því sem í það hefur verið lagt ef til sölu kemur.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.10.2009 kl. 18:16

18 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Miðað við ósköpin sem fjármálaséníið úr Þistilfirðinum boðaði í Kastljósinu í kvöld þá kemur þetta trix hans Árna ekki til með bjarga neinu hjá fólki.  Það gæti hreinlega orðið eftirsóknarvert að verða gjaldþrota auðnuleysingi í framtíðinni.

Magnús Sigurðsson, 1.10.2009 kl. 21:00

19 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ef þú átt það þá borgarðu og eignast þitt, ef þú átt það ekki þá gefst þér kostur að hafa búseturétt í þessu húsi með tekjutengdum afborgunum + fasteignagjöld + tryggingar + viðhald.

Margir eru komnir í þá stöðu að það er hreinlega betra að skrá sig gjaldþrota og byrja upp á nýtt á núlli, sem er sorglegt, þetta er það sem bankarnir vilja eflaust ekki, að sitja uppi með helling af húsum og bílum, þess vegna eru allar "hjálpar"aðgerðir sem er farið í miðaðar við að fresta skuldunum og með því lækka mánaðargreiðslurnar núna (semsagt flyst bara yfir á lokagreiðslurnar) en sjá til þess að hafa af þeim sem enn reyna að borga af sínum hlutum allt sem þeir fá út lánstímann.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.10.2009 kl. 23:11

20 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Staðan er einföld - getum við borgað, þiggjum við frestinn, eða ekki - það er hvers og eins að velja eða réttara sagt að setjast niður og ákveða hvað hann ætlar að gera.  Það hjálpar okkur enginn það er bara þannig.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.10.2009 kl. 23:51

21 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt er það Snjólaug og Doddi, þetta er mjög einföld staða og kjarni málsins er; "Það hjálpar okkur enginn það er bara þannig".  Eins eru "Margir eru komnir í þá stöðu að það er hreinlega betra að skrá sig gjaldþrota og byrja upp á nýtt á núlli, sem er sorglegt".

En mun almenningur á Íslandi sætta sig við að þræla út í eitt, fyrir afborgunum og sköttum, til að halda uppi gjaldþrota bankakerfi og ofvöxnu stjórnkerfi?

Ég á mér draum, hann gengur út á annað. 

Magnús Sigurðsson, 2.10.2009 kl. 09:17

22 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ja, ekki læt ég vexti og afborganir ræna mig svefni. 

Óskeypis að láta sig dreyma.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 2.10.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband