Ægishjálmur-Dögun á Gnitheiði. (0lía 40X40)

Völsunga saga segir frá Sigurði Fáfnisbana og því hvernig hann komst yfir fjársjóð Fáfnis sem hafði m.a. Ægishjálm að geyma. Fáfnir hafði sér það til saka unnið að hafa myrt Hreiðmar föður sinn og Regins til að komast yfir gull sem hálfjötuninn Loki hafði stolið af dvergnum Andvara til að bæta Hreiðmari sonarmissi þegar Loki drap son hans Otur (bróðir þeirra Regins og Fáfnis) af misgáningi þegar Loki var á ferð með Óðni æðstum goða við Andvarafoss. Reginn endurbætir sverðið Gram (ættargrip Völsunga) fyrir Sigurð svo rækilega að það klýfur björg. Síðan egnir hann Sigurð til að sitja fyrir Fáfni og drepa hann þegar hann fer til vatnsbóls síns að morgunnlagi og komast þannig yfir fjársjóðinn. Allt gengur þetta upp, en á eftir drepur Sigurður einnig Reginn þar sem þeir sitja að sumbli við að drekka blóð Fáfnis. Voru þeir ekki einhuga um hvor þeirra ætti að éta hjartað, en fuglarnir höfðu sagt Sigurði að betur færi á að hann sæti einn að fjársjóði Fáfnis sem hann reiðir svo með sér af Gnitheiði á hestinum Grana.

Bætt í albúm: 19.4.2013

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband