"Ég hlusta á Zeppelin og ferðast aftur í tímann..." söng kóngurinn í denn og endaði sönginn á "...svartur Afgan drauma minna ég sakna". Eins og svo oft hittir Bubbi þráðbeint í hjörtu mannanna með þessu ljóði. Það þarf ekki að muna nema upphafið og endinn til að lifa töfrana. Það þarf ekki einu sinni að fíla Zeppelín hvað þá hafa prófað svartan Afgan. Lykillinn að hjartastöðinni er ferðalag augnabliksins aftur í tímann þar sem framtíðardraumanna er saknað. Yfir þessum töfrum hafa börnin að ráða.
Barnsálin trúir innsæi hjartans og kemmst með því þangað sem hún vill. Barnið trúir t.d. ekki á karlinn í tunglinu vegna þess að því hefur verð innrætt að þar sé hann, barnið veit að karlinn býr í tunglinu þar til því er sagt að vera ekki að þessu bulli, þannig er innsæi draumanna á svipstundu að engu gert og það sem á eftir kemur er kallað að vera upplýstur.
Bætt í albúm: 19.4.2013
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.