Fólk er fífl.

Eða hvað?  Svo virðist sem margir haldi að lítil þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings gefi tilefni til að ætla að þeir sem kusu ekki hafi, a) ekki nennt að setja sig inn í málið, b) hafi vantað pólitíska leiðsögn frá fjórflokknum, c) hafi ekki lýðræðislegan þroska til að bera.

Margir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og bloggi í að hvetja fólk til að nota kosningaréttinn.  Af þeirri umræðu má ætla að þeir sem geri það ekki geti ekki ætlast til að mikilla breytinga á gjörspillt stjórnkerfi.  Þessi afstaða er takt við þann lýðræðislega fasisma sem fest hefur sig í sessi á vesturlöndum.  Fæstum lýðræðisfasistanna dettur í hug að fólk sjái í gegnum plottið.

Það er orðið nokkuð ljóst að til þessara stjórnalagaþingskosninga var ekki boðað að kröfu almennings.  Það ætti líka að vera flestum orðið ljóst að elítan er að nota tækifærið til að drepa málum á dreif með því að gera stjórnarskrána að sökudólgi eigin spillingar. Líklegast er að við samningu nýrrar stjórnarskrár muni einungis verða sett inn ný ákvæði sem hefta frelsi einstaklingins sem mun færa meiri völd til þeirra elítu sem með völdin fer hverju sinni.

Núgildandi stjórnarskrá Íslands kemur ekki í veg fyrir það;

  1. að 2 árum eftir stærsta þjófnað Íslandssögunnar hafi enginn verið dæmdur til refsingar,
  2. að sömu stjórnamála menn og sátu við völd  þegar þjófnaðurinn fór fram verði ekki látnir komast upp með að eignarupptaka hjá almenningi verði látin bera þann þjófnað,
  3. Að aðskilnaður dómsvalds og fjármálavalds verði virt.

Þetta er verkahring þeirra sem með völdin fara og stjórnarskráin kemur ekki í veg fyrir að þeir sinni skyldu sinni.

Annars er það svo að umræða um stjórnarskrár er ekki sér íslenskt fyrirbrygði og þegnar margra landa gera sér grein fyrir að áhersla raðgjaldrota fjölmiðla valda elítunnar eru markvist notaðir til að halda á lofti máttleysi þeirra stjórnaskráa sem tryggja grundvallarréttindi almennings.  Það verða þau grundvalarréttindi sem verða þrengd með nýjum ákvæðum í stjórnarkrá.

http://www.youtube.com/user/aodscarecrow?gl=AU&hl=en-GB#p/c/4CDCB9C17C7E0C98/0/0IxFOYltbvQ


mbl.is 36,77% kosningaþátttaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband