Þar sem djöflaeyjan rís

Það hefur verið undarlegt að fylgjast með fréttum af aðgerðum íslenskra yfirvalda þennan fullveldisdag. Þar sem lögregluyfirvöld landsins fara gegn margra barna íslenskri móðir að kröfu norskra dómstóla sem telja sig hafa lögsögu í alíslenskum fjölskylduharmleik.

Þegar vaknað var í morgunn sögðu fréttir að til hefði staðið að flytja móðurina úr landi í skjóli nætur úr einu rammgerðasta fangelsi landsins. En aðgerðir systur hennar hafi komið í veg fyrir gjörninginn með því að loka veginum að fangelsinu næturlangt.

Nýjustu fregnir herma að lögreglan hafi óvænt fjarlægt hina sjö barna móðir úr fangelsinu með valdi áður en íslenskur dómstóll, sem móðirin hefur áfríað máli sínu til, hefur kveðið upp sinn dóm.

Nú segir dómsmálaráðherra landsins að ekkert sé hægt að gera fyrir þessa kynsystur hennar, norskur dómsúrkruður gildi yfir þessa íslensku fjölskyldu, vegna samninga sem stjórnvöld hafi gert við aðrar þjóðir.

Já maður spyr sig; hvaða réttindi felast í því að vera fullvalda íslenskur ríkisborgari á Íslandi.


mbl.is Ráðherra getur ekki beitt sér í máli Eddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband