Í garði Gunnlaðar

Huganum má líkja við skafrenning í snjall væddum nútímanum, þar sem Óminnishegrinn leiðir um villu vegar með þriggja sekúndna gullfiskaminni.

Þegar hugsun vekur upp tortryggni, kvíða eða efa, -og síðan skeytingaleysi, -orsakar hún dulda væntingu.

Ef flett er yfir í næstu nýmæli, án þess að ná áttum í þeim fyrri, sest hugmynd, -óafgreidd af innsæinu í undirvitundina.

Þannig er stafrænum nútímanum leyft að leiða hugann með tvískynungi, og viðhorfið til veruleikans litast af ranghugmyndum.

Hliðin sem er snúið er að heiminum mótast mest af innrætingu, fordómum og snjalltækni. -Á kostnað sköpunargáfu, kærleika og bænar.

 

IMG_4570

 

Óminnishegrinn spígsporar

yfir auðnir vitundarinnar

en í skúmaskoti hjartans

lifir von um hið eilífa vor

á meðan vindar tímans

halda áfram að gnauða

á gluggum sálarinnar


Bloggfærslur 18. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband