Sumarmál

Að loknum vetri

ríf ég gat á myrkrið

til að sjá sumarið

birtast af fjöllum

 

Úti í garði

er svartur fugl

sem syngur

hugsanir mínar

 

Gengin spor

skrýðast nú skjótt

döggvuðum stráum

á grundum grænum

 

-Og ný útsprungin

titrandi laufblöð

hvísla að kalkvist

máttugum ljóðum

-með rómi

--svo ljúfum

---og blíðum

 

Það er í garðinum

þar sem morgunninn

nú kviknar og hlýnar

sem svartþrösturinn syngur

döguninni í austri vorsins lof

 

-Og það er þá

sem lúinn hugur

í eitt skiptið enn

gleðst við hans söng

um vor


Bloggfærslur 21. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband