Þarna eru misindismenn sem þarf að sparka út.

Það væri þarft verk að sparka fleiru í Landsbankanum en fótbolta.  Ekki harmaði ég það þó þeim sem fóru með vörslu Íslenska lífeyrissjóðsins þar innan dyra yrði sparkað út með góðu sparki í afturendann.
mbl.is Spiluðu knattspyrnu í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldmóður.

Eldmóðurinn er drifkraftur alls.  Án hans er allt þungfært en með honum verða allir vegir færir.  Starfaðu að áhugamálum þínum og starfi með eldmóði og þú munt hafa orku til að koma miklu til leiðar.

 

Fjárhagstaða, atvinnuleysi og ýmsar kringumstæður sem þú hefur ekki fulla stjórn á geta þvingað þig í stöðu sem þú hefur ekki áhuga á, en enginn getur komið í veg fyrir að þú skipuleggir í huga þínum, þitt  aðal markmið, þá framtíð sem þú vilt að verði, enginn getur komið í veg fyrir að þú finnir leiðir sem gera þetta markmið þitt að veruleika og enginn getur komið í veg fyrir að þú vinnir að markmiðum þínum með eldmóði.

 

Hamingja er það sem alla dreymir um, hún er hugarástand sem verður til við að vinna að framtíðar áformum.  Hamingjan býr í nútíð og framtíð en ekki í fortíðinni.

 

Eitt af því hagnýtasta sem sérhver maður getur lært er sú list að notfæra sér þekkingu og reynslu annarra.

 

Eldmóður og viðmót þurfa að fara saman, það skiptir ekki alltaf máli hvað gott er sagt heldur hvernig það er sagt.  Viðmótið sem þú sýnir getur haft úrslita áhrif á það hvort tilætluðum árangri verður náð.  Viðmótið ætti ávalt að gefa til kynna umhyggju fyrir öðrum, ef viðmótið gefur til kynna eigingirni er lítil von til að áform þín nái fram að ganga.  Markmiðið getur eftir sem áður verið það sama hvað þig varðar en gagnist það einnig öðrum eru meiri líkur til að það nái fram að ganga.

 

Mundu; að engum hefur tekist að vera sannfærandi með orðum eða gerðum, ef það samræmist ekki eigin sannfæringu, og ef það er reynt mun mistakast að hafa áhrif á aðra.  Hafðu þetta í huga hvað varðar þá framtíð sem þú ætlar þér.

 

Matt. 21.22  Allt sem þér biðjið í bæn yðar, munuð þér öðlast, ef þér trúið.


Gott hjá mótmælendum að stoppa kryddsíldina.

Burtséð frá því hverjir brutu rúður í Nornabúðinni og af hverskonar völdum, þá verður það að teljast þakkarvert að mótmælendur skyldu leggja það á sig að rjúfa útsendingu Stöðvar 2 á gamlársdag.  Alla vega er maður orðinn afskaplega þreyttur á að hlusta á þá stjórnmálamenn sem nú sitja, opinbera ráðaleysi sitt í fjölmiðlum, hvað þá við veisluboð í glasaglaum.  Það er svolítið sérstakt að stjórnendum Stöðvar 2 hafi dottið í hug að bjóða áhorfendum upp á óbreytt kryddsíldar"show". 

Kannski opinberaði þessi Kryddsíld vel veruleikafyrringu fjölmiðlafólks fyrir stöðu mála.  Allavega opinberaðist það fullkomlega þegar Stöð 2 sýndir myndir af miklu eignatjóni (sviðnir kaplar) og einum mótmælenda vopnuðum vasahníf við að reyna að spenna upp glugga ásamt stafsmanni stöðvarinnar með rispu á kinn í kvöldfréttum í gær, nýársdag.  Þar sem forstjóri 365 gagnrýndi lögreglu fyrir allt of vægar aðgerðir gegn vopnuðum glæpamönnum.  Spurning  hvort Stöð 2 ætlar áfram að vera fjölmiðill fasískra viðhorfa.


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband