12.6.2009 | 13:31
Verður framhald á Tax Free dögum í boði ríkissins?
Hvað ætlar félagi Steingrímur að gera við þau fyrirtæki sem eru kominn á framfæri skattgreiðenda í gegnmum ríkisbankana?
Svo sem Penninn, Ormsson, Húsasmiðjan, Hagkaup ofl. ofl. sem sum hver keppast við að auglýsa Tax Free daga. Þau voru mörg fyrirtækin sem tvíefldust við það að bankarnir komust á framfæri skattgreiðenda og hafa með því gengið í endurnýjun lífdaga. Þau launa núna skattgreiðendum með Tax Free dögum .
Skyldi stjórnendum þeirra verða umbunað með launalækkun af félaga Steingrími? eða hækkar hann skatta á almenning til að standa undir herkostnaðinum?
![]() |
Ríkishlutafélög undir kjararáð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 13.6.2009 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 13:43
Rotið stjórnkerfi.
Það er nokkuð ljóst að nú er pólitíkin farin að spila sinn þátt í að stýra því hvað verður uppi á borðum af efnahagshruninu. Að það skuli þurfa að hrófla við embætismannakerfinu á Íslandi virðist koma ráðherrum í opna skjöldu og að Eva Joly hafi notað Kastljósið til að upplýsa vanhæfi ríkissaksóknara fer fyrir brjóstið á einhverjum stjórnmálamönnum.
Þetta þarf ekki að koma á óvart núna þegar rúmir átta mánuðir eru liðnir frá því að þjóðin var rænd aleigunni og rúmlega það, þá hefur ekki einn maður verið handtekin né ein króna kyrrsett. Steingrímur telur þó að aðstæður skapist til að kyrrsetja eignir taki þjóðin á sig icesave.
Út kemur bók eftir Jón F. Thoroddsen, Íslenska efnahagsundrið: flugeldahagfræði fyrir byrjendur, á morgun. En þar kemur fram að Baugur var í raun gjaldþrota í mars 2008 ásamt fleiri eignarhaldsfélögum með tilheyrandi erfiðleikum fyrir bankana. Ennfremur segir; "í raun hafi verið merkilegt að íslensku bankarnir skuli hafa fundið einhverja löggilta endurskoðendur til að skrifa upp á reikninga sína í ljósi þess að bæði hlutabréfabólan og húsnæðisbólan voru sprungnar og lánasöfn bankanna ekki upp á marga fiska, svo vægt sé til orða tekið [...] Samt sagði enginn neitt og þaðan af síður var nokkuð gert. Og endurskoðendur skrifuðu upp á þriggja og sex mánaða uppgjör bankanna eins og allt væri í lagi."
Er það furða þó Eva Joly hafi efasemdir um hæfi íslensks stjórnkerfis, sem skipaði sömu endurskoðendur og skrifuðu upp á reikninga bankanna til að sitja í skilanefndum og þiggja stórar fúlgur í laun. Hvað þá þegar sjálfur ríkissaksóknari tengdur einum í aðalhlutverki fjölskylduböndum.
![]() |
Eva Joly er dínamítkassi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
6.6.2009 | 00:34
Salthúsið 2009.
Ég hef áður gert verkefni sem unnið hefur verið að á Stöðvarfirði skil hérna á síðunni http://www.magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/867298/ . Nú er þetta verkefni orðið að veruleika með frábæru samstarfi fólksins á Stöðvarfirði, ferðamálafulltrúa Fjarðabyggðar, eigenda húsnæðisins að ógleymdum fjölda styrktaraðila og annarra velunnara.
Árið 2005 var flestum fiskvinnsluhúsum á Stöðvarfirði lokað og togaraútgerð hætt. Það má því segja að kreppan hafi þá byrjað á Stöðvarfirði. Við félagarnir um sumarhúsið Sólhól, sælureitinn við sjóinn, keyptum eitt af þessum fiskvinnsluhúsum 2007 og höfum leigt það út fyrir húsbíla, hjólhýsi o.þ.h. yfir veturinn, en nú fær húsið í fyrsta skipti hlutverk yfir sumartímann síðan það var aflagt sem fiskvinnsluhús.
Núna föstudaginn 5. júní opnaði Salthúsið á Stöðvarfirði formlega. Þar verður handverksmarkaður ásamt ljósmyndasýningu úr sjávarútvegi á Stöðvarfirði opin í allt sumar. Einnig er skjávarpi notaður til að varpa kvikmyndum af veiðum og vinnslu á vegg auk videoverks frá Gjörningaklúbbnum ILC. Til stendur að vera með aðrar uppákomur s.s. myndasýningar frá náttúru Stöðvarfjarðar, tónlistaratriði, myndlistasýningar ofl, ofl.
Þessi áfangi að opna Salthúsið var mér mjög kær og sýndi hverju samhent átak jákvæðs fólks getur áorkað án mikilla fjárútláta. Það má með sanni segja að tækifærin bjóðast þó að kreppi að, tækifæri sem ekki voru svo auðsjáanleg verða allt í einu augljós. Íslenskt handverk og menning á erindi við erlenda ferða menn sem aldrei fyrr, það gerir hagstætt gengi og sú alheimsathyggli sem landið nýtur. Þá er það bara fyrir okkur íbúa þessa lands að nýta tækifærið sem ferðaþjónusta býður upp á og njóta sumarsins. Hér með er öllum boðið í Salthúsið 2009.
Hérna á síðunni má finna myndaalbúm frá opnun Salthússins .
kreppan | Breytt 30.1.2011 kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2009 | 10:17
Hæ, hó og jibbí jæ jei, það er kominn 17. júní.
Hvað gera þeir verkalýðsrekendur, Gylfi og Villi nú? Fara þeir heim og halda upp á 17. júní? Það færi vel á því að þessir menn færu á átta sig á íslenskum hagsmunum.
Vilhjálmur var einn helsti talsmaður þess að ASG kæmi hér að málum, báðir hafa þeir talað fyrir því að þjóðinni verði þröngvað inn í ESB með skuldatöðu sem á sér enga líka.
Ef 17. júní hátíðarhöld þeirra félaga verða til þess að þeir átti sig á íslenskum hagsmunum þá má segja að þessi hörmungarlækkun stýrivaxta hafi einhvern tilgang. Þó að það væri ekki til annars en að opna augu þeirra félaga fyrir því að það að gefa erlendum lánadrottnum bankakerfi landsins í kaupbæti mun ekki rétta hlut íslenskra hagsmuna.
![]() |
Vextir lækkaðir í 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2009 | 22:05
Eru stjórnmálamenn "húkkt" á AGS?
Nú þegar það ætti að vera orðið hverjum hugsandi manni ljóst, hver ræður för í íslensku efnahagslífi, langar mig til að benda á þennan pistil um AGS http://www.vald.org/greinar/090502.html. Þar má finna fróðleiksmola um AGS og álykta í framhaldi af því hver framtíð Íslands verður.
Niðurlag pistilsins er sérlega táknrænt þegar haft er í huga að nú hafa þrjár ríkisstjórnir farið með völd á Íslandi, ein bylting verið gerð og einar lýðræðislega kosningar farið fram síðan bankahrunið varð.
En í niðurlagi pistilsins segir; "AGS gerði sér þá lítið fyrir og neitaði að afhenda nokkra peninga fyrr en allir frambjóðendur hefðu skrifað undir plagg þar sem þeir studdu samninginn. Þeir gerðu það og kjósendur voru þannig gerðir alveg valdalausir í þessu mikilvæga máli."
![]() |
Þyngri róður en áætlað var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)