Klakinn

það er ekkert nýtt undir sólinni hvað vextina varðar og það þarf ekki að efast um að aðferðafræði Seðlabankans gefur sömu niðurstöðu og síðast, -og þar áður. Niðurstaðan er hvorki heimska né mistök í efnahagstjórn, heldur hrein græðgi og illska.

Hvorki er hægt að ætla ungu fólki né erlendu, að gera sér grein fyrir þeirri illsku sem liggur að baki þeirra klækjabragða sem síendurtekin eru við að gera heimili fólks að féþúfu, -og fara síversnandi. Eini möguleiki margra er að hrekjast í verðtygginguna, -eða þá á götuna.

Og ekki má gleyma því að Seðlabankinn var skilvirkasta peningaþvottastöð veraldar á síðasta áratug, og núverandi seðlabankastjóri var efnahagsráðgjafi gamma, þeirra sem hefur verið farið með eins og mannsmorð á hvað fengu íbúðasafn opinberra sjóða, -eignir hirtar af fólki í hinu svokallaða hruni.

Aflands ránsfengurinn, eftir að bankar voru tæmdir innanfrá, var síðan fluttur til landsins bláa á yfirgengi í gegnum fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands og notaður til að kaupa upp eignir m.a. þær sem fjölskyldur höfðu misst, -engin fær að vita á hvað.

Svo var blásið til fasteignaverðbólu, -og nú eiga þeir, sem keyptu sitt fyrsta þak yfir höfuðið á háa verðinu, að blæða í eitt skiptið enn. Þetta er ekki efnahagstjórn fyrir fimm aura, þetta kallast á mannamáli græðgi og illska.

Guð blessi Ísland.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband