30.9.2011 | 18:00
Hitler hefði ekki gert betur.
29.9.2011 | 17:10
Í hnotskurn.
Klúður bankamála er algjört og við fáum ekki einu sinni að vita hvaða aðilar eiga nýju bankana. Þeir fengu lánasöfn gömlu bankanna á hálfvirði og-það er kominn tími til þess að kalla hlutina sínum réttu nöfnum-þeir stálu peningunum. Glimrandi gróði bankanna þessa stundina er ekki til kominn vegna aukinna útlána eða fjármálasnilldar bankastjóranna-NEI, gróðinn er tekinn beint frá 26.000 einstaklingum sem eru komnir í greiðsluþrot. Haustið 2008 varð algjör forsendubrestur og lán sem ruku skyndilega upp um helming áttu að afskrifast í stórum stíl. Þess vegna voru lánasöfnin seld á hálfvirði ... en bankarnir stungu peningunum ykkar beint í eigin vasa. Núna er e.t.v. síðasta tækifærið sem gefst-áður en ofurbónusar og annað bruðl lætur þá gufa upp-til þess að ná þessum peningum til baka.
Það er átakanlegt að horfa upp á ráðherra og aðrar tildurdúfur kerfisins klappa sjálfum sér á bakið í fjölmiðlum. Já, íslensku ofurmennin eru aftur farin að skáka öðrum þjóðum! Sannleikurinn er hins vegar sá, að óverulegur hagvöxtur hefur verið kreistur út með því að fórna tugþúsundum einstaklinga og ganga á séreignarsparnað þjóðarinnar.
Með hliðsjón af aðgerðum stjórnmálamanna síðan haustið 2008, þá getum við slegið því föstu að pólitíska stéttin hafi strax í upphafi hruns tekið þá ákvörðun að fórna skuldsettum heimilum landsins. Ráðamenn hafa aldrei lyft fingri nema að vera nauðbeygðir til þess. 110% leiðin, sem dæmi, er loddaraleikur og saga verð- og gjaldeyristryggðra lána sorgarleikur.
Óréttlætið er hrikalegt og siðferðið á núllinu. Kerfið slær skjaldborg um sjálft sig og neitar að færa eðlilegar fórnir. Það segir okkur allt um siðgæðisvitund ráðamanna að öxin er látin ganga á gamalmennum, börnum og sjúklingum á meðan kostnaður við utanríkisþjónustuna tvöfaldast. Ef við lokuðum 90% allra sendiráða strax á morgun þá tæki enginn eftir því nema dekurliðið sem er á framfæri skattgreiðenda úti um allan heim. Við gætum hins vegar sparað háar upphæðir og látið ganga til velferðarmála. Sendiherra eða sjúkrarými-valið er varla erfitt.
Verkin tala og pólitíska stéttin á Íslandi er búin að sýna hvað eftir annað að hún framkvæmir ekkert raunhæft í málefnum heimilanna fyrr en fólkið sýnir samstöðu og vissa hörku. Búsáhaldabyltingin þvingaði fram kosningar og núverandi stjórn svaf á vanda heimilanna ... þar til þúsundir mótmæltu og létu eggjum rigna yfir þingheim. Það kom reyndar lítið út úr því dæmi nema málþóf og þyrnirósarsvefninn ræður nú aftur för.
Góðir fundargestir, þess vegna verðum við öll að mæta á Austurvöll 1. október og ræsa liðið. Hagkerfið þolir einfaldlega ekki fjöldagjaldþrot einstaklinga og vaxandi landflótta. Við verðum að taka í taumana strax!
Ræða haldinn 26. september á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna / Jóhannes Björn.
![]() |
40 manns sagt upp hjá ÍAV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2011 | 17:37
Ekkert nýtt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2011 | 13:21
Er fósturjörðin til sölu fyrir eina tölu?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.9.2011 | 08:36
Starálfar.
Jæja, það er bara svona. Í nótt áttu íbúar N-Ítalíu að halda sig innan dyra til öryggs en í dag veit NASA sem gaf út aðvörunina ekki hvort dótið lenti í Kanada, Afríku, Kyrrahafinu, Indlandshafinu eða Atlantshafinu.
En vísindaálfarnir á þessari stofnun geta sagt okkur hvaða hitastig er á öðrum hnöttum, jafnvel öðrum sólkerfu þó þeir geti ekki með nokkru móti gert sér grein fyrir í hvar á jörðinni dótið þeirra lendir.
![]() |
Gervitunglið lent |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.9.2011 | 05:49
Morgunnljóst frá ómunatíð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2011 | 15:55
Spilað með þjóðina.
Það er greinilegt að Náhirðin, Helferðarhyskið og allur fjórflokkurinn leitar logandi ljósi að einhverju til að sameina þjóðina. Núna þremur árum eftir að hryðjuverkalög voru sett á Ísland eru þeir búnir ná saman um að fá "innmúraða" til að vinna skýrslu þar sem ekki verður um villst að um stórtjón gegn íslenskum hagsmunum var að ræða með setningu Breta á hryðjuverkalögunum.
Á þeim tíma sem hryðjuverkalögin voru á hreyfði þetta hyski varla mótmælum heldur lá með leðjuna upp á bak eftir ótæpileg kúlulánin sem mætti halda að icesave innstæðurnar hefðu farið í að fjármagna, enda kepptist það við að fá þjóðina til að ábyrgast góssið. Það sorglega er að skattgreiðendur sitja núna þremur árum seinna uppi með allt heila hyskið á sinni launaskrá og það meira og minna óþrifið.
![]() |
Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
14.9.2011 | 18:08
Þeir sem þora.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.9.2011 | 11:59
Landsliðið í kúlu.
Landssöluliðið á alþingi og landsliðið í kúlu lætur ekki deigan síga.
Eftir að hafa sett ríkissjóð á hausinn til að borga inna á gjaldþrot einkabanka, selt íslensk heimili í hendurnar á erlendum vogunarsjóðum, lofast til í þrígang að greiða andvirði iscesave innstæðna með vöxtum til erlendra ríkja, er komið að því að sveigja lög og reglur svo hægt sé að hefja sölu fósturjarðarinnar til þess sem hæðst býður.
![]() |
Fögnuðu áformum Huangs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.9.2011 | 23:40
Vitfirrt hyski.
Það verður lítið mál fyrir einhverja að fara þrisvar á ári í gegnum110% leiðina ef fer fram sem horfir. Þessi aðferð við að ræna þau heimili um eðlilega leiðréttingu sem varlega hafa farið í húsnæðiskaupum er svo sturluð að sé einhvertíma ástæða til að setja vitfirringu í mankynsöguna verður það þegar helferðarhyskisins verður minnst.
![]() |
Fór tvisvar í gegnum 110% leiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |