23.2.2012 | 18:05
Algert hrun 2012.
Það er alltaf fróðlegt að sjá efnhagsspárnar hans Gerald Celente, hérna er spáin fyrir 2012, teknó krata fasistarnir taka yfir.
![]() |
Ný efnahagslægð á leiðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.2.2012 | 19:46
Bláar myndir á sunnudagskvöldi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
18.2.2012 | 07:19
Út úr kú.
Ef umfjallanir og viðtöl Kastljóssins við Gunnar Andersen hafa ekki dugað til að leiða fólki það fyrir sjónir að valið á forstjóra Fjármálaeftirlitsins var út úr kú, þá hefði sú grímulausa aðför sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hófu að skuldugum borgurum landsins í kjölfar dóms hæstaréttar um ólögmæti erlendra lána átt að duga til þess að hann hefði þá þegar verið látin víka.
Það getur varla verið að Seðlabankastjóra, ríkisstjórninni og öllu heila helferðarhyskinu sé sætt eftir að Hæstiréttur þurfti aftur að fella dóm þar sem aðförin að almenningi landsins var rekin öfug ofan í kokið á hyskinu.
![]() |
Forstjóra FME sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.2.2012 | 07:00
Billegra en að gera það ekki.
Enn og aftur er talað um að niðurfærsla verðtryggingar ránsins verði dýr, þá ríki, bönkum eða lífeyrissjóðum. Það er ekki gerð tilraun til að horfa til þess hvað það mun kosta samfélagið að skila ekki þýfinu.
Það mun reynast samfélaginu mun dýrara ef verðtryggð lán verða ekki leiðrétt aftur til ársbyrjunar 2008, eða þegar bankarnir með tilstyrk landsliðsins í kúlu hófu markvisst rán á skuldsettum eigum almennings til að fegra efnahagsreikninginn. Því með sama áframhaldi er stutt í að allir þeir sem áttu 50% í skuldsettri eign verði eignalausir.
Þetta rán hefur staðið sleitulaust í þrjá áratugi en það ætti að vera stjórnvöldum fullkomlega ljóst að nú er komið að þeirri stund að aðeins leiðrétting á verðtryggðra lána getur komið í veg fyrir að kostnaður ríkisins verði ennþá hærri en við að leiðrétta þau ekki.
![]() |
Niðurfærsla dýr ríkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.2.2012 | 16:18
Nú fór í verra.
Hvernig eiga bankarnir að snúa síg út úr þessu? Það kæmi ekki á óvart að þeir ásamt helferðarhyskinu, sem sveik íslenskan almenning, hertu á verðbólgunni til að bæta verðbótum í kassann upp í missinn á þessum hluta þýfisins.
Svo er það annar kapítuli hvenær verðtryggingar ránið verður stöðvað? Sennilega þarf bæði mannréttinda dómstóla og loftárásir til að koma þeim nábít fyrir kattarnef.
![]() |
Miði við erlendu vextina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
14.2.2012 | 15:02
Möndla keisið.
Nú eru atvinnuátak ríkisstjórnarinnar farið að skila sér, með því að ginna 900 ungmenni yfir á námslán og ýta 500 manns út af atvinnuleysiskrá sem voru þar áður. Þannig hefur tekist að stórminnka atvinnuleysið á milli ára án þess að nokkuð hafi breyst, nema tölurnar sem eru miklu geðslegri.
Jafnframt þessum er fjöldi manns gleymdur og tröllum gefin, t.d. allir þeir sem starfa í Noregi en halda ennþá heimili á Íslandi. Það má þess vegna segja að atvinnuleysi á Íslandi sé yfir 10% ef ætlunin væri að líta raunsætt á málið. Einhvern tíma hefði svona talnaleikfimi verið kölluð að möndla keisið.
![]() |
Atvinnuleysið 7,2% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
13.2.2012 | 18:55
Er NATO málið á ófriðarbálið?
9.2.2012 | 15:08
Náms-iðnaðurinn fer illa með marga.
Það er alltaf ánægjulegt þegar ungt fólk sér að sér og lætur ekki spila með sig lengur. Það er aftur verra hversu margir hefja nám upp á gömlu mýtuna að þannig bjóðist betur launuð vinna.
Það er engin trygging fyrir því lengur að nám skili nokkru þegar kemur að vinnu. Það eina sem er víst þegar farið er í nám að það kostar mikið meira en fyrir örfáum árum síða, fólk situr jafnvel uppi með skuldirnar ævilangt og þá einskírsverðu þekkingu að vita mikið um lítið. Hefðbundið nám hefur því smá saman verið að breytast í ávísun á fátækt.
Hérna er heimildarmynd um eina srtærstu loftbólu sem blásin hefur verið frá því fasteignabólan sprakk, það er námsiðnaðurinn. Myndin er það vel úr garði gerð að henni hefur verið oftar en einu sinni úthýst af youtube af öflum sem ekki vilja missa spón úr sínum aski.
![]() |
Hátt brottfall úr skólum á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 17.2.2012 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
8.2.2012 | 19:04
Palli ekki einn í heiminum.
Rétt af þeim hjá á mbl að gera ástandinu í Aserbadaían góð skil fyrir eurovision, þeim verður aldrei gert of vel skil mannréttindabrotunum í fjarlægum löndum.
Íbúar borgarinnar Bakú þurftu að yfirgefa heimili sín til að rýma svæði fyrir Kristalshöllina þar sem eurovision glamörin fer fram. Fólkinu voru ekki einu sinni boðnar bætur fyrir hús sín sem duga til að koma öðru þaki yfir höfuðið, svei attann kannast einhver við því líkt og annað eins.
Þar að auki er Aserbaídjan land með ein spilltustu stjórnvöld í heimi, slær út helferðarhyskið og náhirðina á alþjóðlegum mælikvörðum.
Það skal engan undra þó Palli ætli ekki að taka glamör snúning fyrir svona hyski.
![]() |
Evróvisjón í skugga kúgunar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2012 | 19:33
Fagra veröld, þar sem við erum.
Alan Wilson Watts (1915 - 1973) var breskur heimspekingur, rithöfundur og ræðumaður, best þekktur sem vinsæll fyrirlesari í Austurlenskri heimspeki. Honum voru trúarbrögð hugleikin og þá einkum munur Austurs og Vesturs. Hann gerði Zen Búddisma góð skil og lagði til að Búddismi yrði gerður að einu formi sálfræðimeðferðar, Búddismi væri mikið meira en bara trúarbrögð.
Watts benti á að þó svo Vesturlönd aðhylltust Kristin gildi þá færu þau ekki endilega eftir þeim og benti meðal annars á þá kenningu Krists í því sambandi "Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?" sem alls ekki gæti samræmst efnahagsmódelinu um hagvöxt. Eins benti hann á að peningar væru aðeins mæliening á verðmæti og hversu einkennilegt það hefði verið í kreppunni miklu að þá hefði verið til meira en nóg af öllu nema peningum. Kreppu af þessu tægi mætti líka við að smiðir gætu ekki byggt hús vegna þess að þeim vantaði ekkert nema sentímetrana.
Það er mikið til af efni eftir Alan Watts á internetinu, fjöldi fyrirlestra og myndbanda. Alan Watts er einn af þessum orðheppnu tímalausu mönnum sem á erindi við fólk á öllum tímum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)