Færsluflokkur: Dægurmál
23.3.2011 | 07:25
Icesave nei eða já.
Þegar hugurinn er gerður upp til icesave samningsins í þjóðaratkvæði kemur ýmislegt til álita en þegar hjartað er spurt um hvort rétt sé að borga skuldir gjaldþrota einkabanka er svarið hjá flestum á einn veg, NEI.
Margir hafa tekið þá Lee Buchet og Lárus Blöndal sem óræk vitni um hversu góður icesave3 samningurinn er, þar sem þeir hafi nú skipt um skoðun og tali fyrir því að þjóðin samþykki icesave þá hljóti samningurinn að vera eins og best verður á kosið. Það sé því rangt að láta réttlætið ráða afstöðunni til icesave, heldur "ískalt hagsmunamat" eins og einn löglærður stjórnmálaforinginn orðaði það, innmúraður í hrunadansinn. það er svolítið síðan að ég áttaði mig á því að lögfræðingar tala fyrir þeim málstað sem þeir fá borgað fyrir. Þegar eitthvað er að marka lögfræðing þá talar hann frá hjartanu og það gera lögfræðingar frítt eins og aðrir menn.
Þjóðinni hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við þetta velmenntaða fólk þegar þeim er sagt að samkvæmt ísköldu hagsmunamati sé rétt að samþykkja icesave3. Sérfræðingarnir með exel þekkinguna hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og hafa verið hvítskrúbbaðir á milli eyranna til að verja kerfið, þeir hvorki treystir ímyndunarafli sínu né innsæi, hvað þá tilfinningum sínum. Þeir trúa því að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og með því haldi þeir stöðum sínum hjá kerfinu.
Staðreyndin er að stjórnmálamenn og ráðgjafar þeirra búa til fleiri vandamál en þeir leysa, því að þeir í besta falli einblína á afleiðingar mistaka sinna en ekki orsakir. Staðan eftir u.þ.b. þriggja ára björgunaraðgerðir stjórnvalda er orðin þannig að hinum almenni borgara er í reynd gert að taka lán, til að borga sér laun til að geta borgað skatta. Þetta er gert í gegnum ríkissjóð og nú á að leysa milliríkjadeilu um skuldavanda sem stjórnmálamenn og sérfræðingar þeirra hafa stofnað til í öðrum löndum með því að bæta icesave skuldbindingunni á íslenska skattgreiðendur.
Síaukin skuldaánauð hefur leitt til nútíma þrælahalds á Íslandi. Munurinn á því og þrælahaldi fyrri tíma er sá að áður fyrr þurfti landeigandinn að sjá þrælum sínum fyrir fæði og húsaskjóli nú verður þrællinn að sjá um þann þátt sjálfur með láni frá bankanum.
En hvað er þá rétt að kjósa? Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, það þarf ekki lögfræðing til að skíra út málið, hvað þá stjórnmálamann. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið.
Icesave hverfur ekki með því að hafna því segja spunameistararnir. Það verður samt sem áður aldrei hægt að leysa vandamál með sömu samvisku og orsakaði það. Vandamál sem við fáum ekki leyst ættum við að líta fram hjá og halda áfram með líf okkar, því hjartað veit en hugurinn glepur og í hjartanu býr hyggjuvitið.
![]() |
Fulltrúar já og nei kjósenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2011 | 22:51
Hefur ESB í hótunum við Ísland?
Það þarf ekki að lesa lengi fréttina um fögnuð ESB af árangrinum í aðildarviðræðum Íslands til að átta sig á að allt sem skiptir máli eru óleyst út frá íslenskum hagsmunum.
Er þar sérstaklega nefnd icesave-deilan, hvalveiðar, vilji Íslendinga til að vernda sinn sjávarútveg og landbúnað auk niðurstöðu í viðræðum um makrílkvóta.
Sennilega væri betra að fá evrópuþingmann Breta til að tala fyrir hagsmunum Íslands en "hrunahyskið" sem situr sem fastast á launskrá íslenskra skattgreiðenda.
![]() |
Fagnar árangri í aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 23.3.2011 kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.3.2011 | 07:43
Segir ekki mikið.
Það væri upplýsandi að vita hvar í fjárlaga dæminu 26 milljarðarnir liggja, sem á að greiða Bretum og Hollendingum daginn eftir JÁ við icesave.
![]() |
Ellefu milljarða króna halli á ríkissjóði í janúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2011 | 21:53
Sannleikurinn er sár, hinn raunverulegi tilgangur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2011 | 13:09
Með lausa skrúfu?
Hafa hafa menn misst vitið? Japan er í rúst, stærsta kjarnorkuslys í áratugi er í uppsiglingu, enduruppbyggingin mun kosta óteljandi trilljónir dollara. Þá ákváðu leiðtogar vesturlanda að snúa sér að mannúðarmálum og gera eldflauga árásir á Líbýu.
Strengjabrúða elítunnar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, notar svo hvert tækifæri til að hrella skattgreiðendur vesturlanda með því að boða ríkisfjármálakreppur. Vestræn ríki verða að minnka skuldir við batteríið sem þau komu á og fjármögnuðu sjálf.
Er einhver enn að efast um að heiminum sé stjórnað af glæpamönnum?
![]() |
Vestræn ríki verða að minnka skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2011 | 11:20
Eldflaugaárás það sama og flugbann?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2011 | 06:55
Flugbann verður stýriflaugaárás; það byrjar alltaf með lygi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2011 | 23:52
Nú viðrar vel til loftárása.
Þær eru oft æði sérkennilegar ákvarðanir öryggisráðsins og hvað þá forgangsröðunin. Nú er samþykkt að styðja loftárásir á Líbýu í samúðarskini við Líbýsku þjóðina. Vegna hörku fyrrum félaga "elítunnar" Gaddafi við að bæla niður vopnaða uppreisn.
Á sama tíma eru stjórnvöld að murka tóruna úr óvopnuðum mótmælendum í Barein, Jemen og fleiri löndum án þess að öryggisráðið sjái nokkra ástæðu til að funda um málið. Enda Líbýa bæði olíuframleiðsluríki og öruggur vopnakaupandi. Það má því búast við að hagkerfi heimsins njóti góðs af eftir því sem fleiri beita vopnum í Líbýu.
![]() |
Öryggisráðið heimilar loftárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 18.3.2011 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2011 | 16:35
Rússneskt samsæri eða spádómur.
Hver ætli hafi hag af ofurtungls samsærinu? það er einkennilegt að tala um samsæriri þó tunglið sé nálægt jörðu nema að einhverjir búi yfir upplýsingum um hvernig hægt er færa sér það í nyt á annarra kostnað. Margir spádómar eru aftur á móti uppi um hve mikil áhrif staða himintunglanna kunni að hafa á segulsvið jarðar og vilja sumir meina að tunglið kunni að hafa áhrif á meira en sjávarföllin það gæti einnig haft áhrif á flekaskil jarðar og þá jarðhræringar.
Ofurmáni hefur ekki verið síðan 1992, við það að tunglið er svona nálægt jörðu sýnist það 14% stærra og 30% bjartara. Ekki er ósennilegt að staða annarra hnatta hafi áhrif á segulsvið jarðar og þá á fleira en flóð og fjöru. Til að mynda má víða finna áhugaverðar upplýsingar um hve norðurpóllinn (segulpóllinn) hefur færst mikið síðustu ár og nú er talað um að hann færist hraðar en áður og hafi færst um 40 km síðast árið. Margir vilja meina að þetta tengist breytingum á stöðu himintungla og Maya tímatalið hafi gert ráð fyrir þessu en þeir voru búnir að reikna út að árið 2012 væri komin upp staða himintungla sem ekki hefði verið í 23.000 ár. Þessar vangaveltur hafa ekki verið mikið í almennum fréttum en byggja engu á síður á því sem er að gerast.
Hérna er blogg um þar sem því er haldið fram að Rússneskir vísindamenn vari við ofur jarðskjálfta í Bandaríkjunum alveg á næstunni.
A new report released today in the Kremlin prepared for Prime Minister Putin by the Institute of Physics of the Earth, in Moscow, is warning that the America's are in danger of suffering a mega-quake of catastrophic proportions during the next fortnight (14 days) with a specific emphasis being placed on the United States, Mexico, Central America and South American west coast regions along with the New Madrid Fault Zone region.
This report further warns that catastrophic earthquakes in Asia and the sub-continent are, also, "more than likely to occur" with the 7.3 magnitude quake in Japan today being "one of at least 4 of this intensity" to occur during this same time period.
Raising the concerns of a mega-quake occurring, this report says, are the increasing subtle electromagnetic signals that are being detected in the Earth's upper atmosphere over many regions of the World, with the most intense being over the US Western coastal and Midwest regions. Meira....
![]() |
Samsæriskenningar um tunglstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)