Gott hjá mótmælendum að stoppa kryddsíldina.

Burtséð frá því hverjir brutu rúður í Nornabúðinni og af hverskonar völdum, þá verður það að teljast þakkarvert að mótmælendur skyldu leggja það á sig að rjúfa útsendingu Stöðvar 2 á gamlársdag.  Alla vega er maður orðinn afskaplega þreyttur á að hlusta á þá stjórnmálamenn sem nú sitja, opinbera ráðaleysi sitt í fjölmiðlum, hvað þá við veisluboð í glasaglaum.  Það er svolítið sérstakt að stjórnendum Stöðvar 2 hafi dottið í hug að bjóða áhorfendum upp á óbreytt kryddsíldar"show". 

Kannski opinberaði þessi Kryddsíld vel veruleikafyrringu fjölmiðlafólks fyrir stöðu mála.  Allavega opinberaðist það fullkomlega þegar Stöð 2 sýndir myndir af miklu eignatjóni (sviðnir kaplar) og einum mótmælenda vopnuðum vasahníf við að reyna að spenna upp glugga ásamt stafsmanni stöðvarinnar með rispu á kinn í kvöldfréttum í gær, nýársdag.  Þar sem forstjóri 365 gagnrýndi lögreglu fyrir allt of vægar aðgerðir gegn vopnuðum glæpamönnum.  Spurning  hvort Stöð 2 ætlar áfram að vera fjölmiðill fasískra viðhorfa.


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband