Ábyrgðin liggur hjá Alþingi.

Nú hlýtur að vera komið að því að Alþingi sýni þjóðinni þann lágmarks skilning að leysa ríkisstjórnina frá völdum.  Það er átakanlegt að fylgjast með því hvernig þingmenn stjórnarflokanna koma sér undan því að bera ábyrgð á ríkisstjórninni. Sumt af því sem þeir láta út úr sér er hreint lýðskrum. Valdið liggur hjá Alþingi, hjá  þingmönnum hverjum og einum sem ber að fara eftir sannfæringu sinni.

Megi Guð gefa að mótmælendur og lögregla komast óslakaddaðir frá þessum atburðum, þetta er fólk sem á við sameginlegan vanda að glíma.   Það er Alþingi sem ætti að sjá sóma sinn í að koma vanhæfri ríkistjórn frá frekar en að etja borgurum þessa lands saman.


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband