20.10.2009 | 22:40
Bólusetning; nei takk?
Þó svo allar fréttir sem koma fram í almennum fjölmiðlum birti gagnrýnilaust áætlanir um fjöldabólusetningu sem lausn við svínaflensu, þá má finna lækna sem vara eindregið við bólusetningum. Þeir hvetja hraust fólk til að íhuga bólusetningu gaumgæfilega áður en ákvörðun um hana er tekin.
Margir benda á D vitamin sem góðri vörn gegn við flensuvírusum. Öflugur D vitamin gjafi er t.d. gamla góða þorskalýsið. Kannski er lífstíll ungs fólks orðin þannig að D vitamin er ekki til staðar í líkamanum í nægu magni? Hér er bráð skemmtilegur fyrirlestur Michael F Holick Ph.D, M.D. í Boston Univrsiti um gagnsemi D vitamins, settur fram á alþýðumáli Homers Simpsons.
Þetta video er um eiginleika D vitamins gegn flensu.
http://www.youtube.com/watch?v=rCadkv_8_5Q&feature=player_embedded
![]() |
Svínaflensan veikindi unga fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 4.11.2009 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (170)