Fjármálalæsi.

 

Þeir eru sennilega margir sem undrast á ríkidæmi landans í miðri kreppu.  Þegar verið er að vitna til peningalegra eigna samkvæmt skattasýslum er í raun verið að skoða það sem var, ekki veruleikann eins og hann er.  Það sem kemur fram á skatta skýrslum þarf ekki að þýða að fólk vaði í peningum.  Peningar eru í raun ekki annað en þekking.  Það er hverjum og einum nauðsyn að gera sér skýra grein fyrir því hvernig kerfi virkar þar sem peningar verða til fyrir skuldir því þar geta eignir orðið að skuldum á svipstundu.

 

Virkni peningakerfisins má lýsa í sinni einföldustu mynd eitthvað á þennan veg, segja sem svo að þú eigir 100 þús og leggir inn í banka, bankinn skuldar þér þar með þessa upphæð og  lofar þér að endurgreiða hana með  5% vöxtum, þ.e.105 þús eftir ár.  Bankinn hefur hins vegar heimild til að lána þessi 100 þús allt að 12 sinnum á sama tíma (bindiskylda ísl. banka var um 8%).  Þar sem útlánsvextir eru alltaf hærri en innlánsvextir þá má hugsa sér vexti bankans 10%.  Bankinn er því búin að hafa rúm 1.200 þús út á 100 þús þín á sama tíma og hann endurgreiðir þér 100 þús ásamt 5 þús í vexti.  Þetta gerir það að verkum að 100 þús krónurnar þínar eru í raun orðnar verðminni eftir að þú ávaxtaðir þær hjá bankanum.  Það gerist í gegnum verðbólguna sem bankinn skapar með því að stórauka peningamagn í umferð, það sem gerir það að 100 þús þín eru ekki því sem næst verðlaus, eftir að þú fékkst bankann til að ávaxta þau fyrir þig, er hve mikið af umframmagni peninga er ónotað eða með öðrum orðum í veltu bankans. 

 

Það má í raun líkja þessu við að þú lánir kunningja þínum 75 cl. flösku af 100%  spíra, hann blandar hana niður með vatni en selur hann frá sér til nokkurra valinna kunningja sinna sem vodka. Allir vita þeir að þeir eru með það sterkt áfengi og að í lagi er að blanda það meira niður til neyslu og áframselja það sem bragðbætta vodka blöndu.   Þetta getur allt gengið þangað til einhverjum dettur í hug að halda veislu og ætlar að grípa til flösku í þeirri trú að um spíra sé að ræða.  Þá kemur í ljós að innihaldið er að mestu vatnsglundur með álíka styrkleika og bjór.  Það var því kunningi þinn og kunningjar hans sem höfðu mest út úr spíranum þínum og þú situr jafnvel uppi með flösku af vatnsglundri sem þú hélst að væri næstum lítir af spíra. 

 

Það sem skiptir öllu máli í þessari útþynningu peninga sem verða til í formi skulda, er hvar þú ert í röðinni.  Hvað þín fjármál varðar, hafðu þig fremstan.

 

Hugleiddu því vel hvernig þú ráðstafar verðmætum þínum sem urðu til vegna þekkingar þinnar og vinnu, sem síðan getur umbreyst í peninga sem eru í raun arfleiður sem urðu til fyrir gullgerðarlist í formi skulda.  Leitastu við að  láta þær skapa þér tekjuflæði, láttu þá vina fyrir þig.  Langtímasparnaður er yfirleitt ekki annað en söfnunarárátta og sóun á þínum fjármunum. 

 

Þeir eru ekki til sem hafa riðið feitum hesti frá fjárfestingu í langtíma sparnaði á bankabókum, verðbólgan hefur séð til þess og það þrátt fyrir hina frábæru sér íslensku verðtryggingu.  Sama gildir um fjárbindingu í lífeyrissparnaði sem er yfirleitt ávaxtaður á hlutabréfamarkaði.  Fárfesting á þeim markaði er eins og fjárhættuspil þú tapar örugglega ef þú ert þar nógu lengi.  Póker og gjaldmiðlabrask gefa jafnvel betri ávöxtun því þar eru markmiðin skýr, fjárfestingin stutt og þar sérð þú á eitthvað af spilunum en á hlutabréfamarkaði hafa innherjar algjört forskot eins og dæmin hafa margsannað.

 

Fjármálafyrirtæki og sjóðir hafa í gegnum tíðina boðið fólki gulltryggar sparnaðarleiðir til lengri tíma og hafa sýnt allskyns meðaltöl yfir ákveði tímabil aftur í tímann um væntanlegar hækkanir framtíðarinnar.  Það að treysta á að eitthvað hækki bara við það að þú fjárfestir í því og ætla öðrum um ráðstöfunina, er stórvarasamt.  Markaðir fara upp og niður, það ráðstafar eingin eins vel  peningum eins og sá sem ætlar sér að njóta ávaxtanna.  Það væru margt fólk í öðrum sporum í dag hefði spá fjármálafyrirtækjanna gengið eftir. En í stað þess situr margir uppi með stökkbreyttar skuldir og glatað sparifé.  Ef þú lætur þér detta í hug að fjármálakerfið ætli að deila byrðunum með þér gegn því að þú treystir því áfram fyrir þinni velferð verður þú einfaldlega í enn verri málum í framtíðinni.

 

Það er einn sérstakur veikleiki sem gerir áróðursmeisturum kleift að draga fólkið endalaust á asnaeyrunum. Fólk almennt hefur tilhneigingu til þess að trúa stórlygum. "Bankakerfið stendur traustum fótum" ... "Íslenska lífeyrissjóðakerfið er það besta í heimi." ... "Kaupið hlutabréf því nýtt blómaskeið er í uppsiglingu." Dæmin eru endalaus.

Hitler sagði; einfaldleiki fólksins gerir það frekar að fórnarlömbum stórlygi heldur en smálygi, vegna þess að það sjálft lýgur stundum um smáatriði, en myndi skammast sín fyrir að grípa til meiri háttar blekkinga. Það hvarflar aldrei að því að bera risalygar á borð fyrir aðra og það trúir því ekki að aðrir sýni slíka ósvífni. Jafnvel þótt staðreyndir málsins bendi augljóslega til þess að sú sé raunin, þá fyllist það efasemdum og heldur áfram að trúa að það sé einhver önnur skýring á málinu.

 

Hérna er skemmtileg saga um bréfaklemmu sem vað að einbýlishúsi með hugkvæmninni einni saman.

http://www.youtube.com/watch?v=BE8b02EdZvw&feature=player_embedded  


mbl.is Þær ríkustu skera sig úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband