18.11.2009 | 15:40
Gjaldborgin efld með hærri fjármagnstekjuskatti.
Það eru litlar líkur til þess að þessi hækkun á fjármagnstekjuskatti verði sóttur annað en til heimilanna, fyrirtækin eiga gífurlegt tap uppsafnað í kjölfar hrunsins. Eins flestum er ljóst voru flestir þeir sem báru fjármagnstekjur þegar búnir að koma sér upp eháeffi til skattalegs hagræðis.
Með því að hækka fjármagnsskattur úr 15% í 18%, hafa heimilin verið skattlögð enn frekar. Þau heimili sem hafa tekjur af leigu hafa mátt horfa upp á 80% skattahækkun af þeim tekjum á þess ári en flest húsaleiga heimila hefur verið skattlögð sem fjármagnstekjur.
Það er nokkuð ljóst að nú borgar sig fyrir mörg heimili að ehf væðast, svo ekki sé nú talað um að nýta sér ehf sem kann að vera til í fjölskyldunni sem á uppsafnað tap hrunsins til að dekka "hagnaðinn" af húsaleigunni.
![]() |
Þriggja þrepa skattkerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)