8.11.2009 | 23:47
Er Hillary að boða Hollywood um allan heim?
Það þarf ekki að koma á óvart þó utanríkisráðherra Bandaríkjanna noti tækifærið við 20 ára afmæli falls Berlínarmúrsins til vopnaskaks og sundrungar. Þó þarna fari borgaralega klædd kona, þá skín í ofstæki sem kennt var við fasisma.
Í stað þess að boða frið og kærleik á jörðu velur hún að sá fræjum ótta og haturs, bendir á það sem er af hinu illa, með því að segja; Og við þurfum að mynda enn sterkara bandalag til að brjóta niður múra 21. aldarinnar og til að mæta þeim sem fela sig bak við þá: sjálfsmorðsárásarmennina, þá sem myrða og afskera stúlkur sem óska þess eins að fá að fara í skóla,".
En ekki er að finna í ræðunni að leggja eigi til hliðar meðulin sem verið er að nota og hafa kostað tugþúsundir mannslífa í Írak og Afganistan. Sú utanríkisstefna á sennilega ekkert skylt við öfgahyggju.
Þetta video inniheldur boðskap sem hæfði betur við svona tækifæri.
http://www.youtube.com/watch?v=g6lpauIxHy8&feature=player_embedded
![]() |
Brjóti niður múra öfgahyggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt 27.2.2010 kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)