30.12.2009 | 23:39
Leikritinu lokið á Alþingi.
Þá getur icesave - velferðarstjórnin skálað fyrir þessum áfanga og þingmenn haskað sér heim og skálað fyrir áramótunum. Málið dautt, hangir ekki lengur yfir þjóðinni, hreint borð, eða hvað? Kannski dýrkeyptasta áramótagjöf út á krít sem um getur í sögu þjóðar.
Ég ætla að flagga í hálfa stöng hérna á síðunni og felli tár yfir ömurlegasta Alþingi sem ég hef upplifað. Það er tæplega von á góðu í framhaldinu.
Leikrit þingmanna hefur fyrst og fremst snúist um það hvernig hægt er að viðalda því stjórnkerfi sem hér hefur verið við lýði með lántökum á kostnað þjóðarinnar. það var orðið fyrir löngu ljóst að "flokkurinn" var búinn að samþykkja icesave 16. júlí í sumar. Þá samþykkti Alþingi þau grundvallarviðhorf, að almenningur á Íslandi bæri ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis.
En einu sinni var þjóðinni boðið upp á í beinni útsendingu, leikrit þar sem fyrst og síðast var komið í veg fyrir nýtt Ísland. Hjá þessu liði snýst þetta fyrst og fremst um að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum.
Rúmu ári eftir hrun rekur allt á reiðanum, fyrirtæki fara á hausinn, heimilin verða eignalaus og þúsundir manna þurfa aðstoð við nauðþurftir hjá hjálparsamtökum. Þetta skal vera í síðasta skipti sem ég læt stjórnmálamen ræna tíma mínum í beinni. Þetta var ömurleg leiksýning og miðaverðið með því hæsta á byggðu bóli.
![]() |
Alþingi samþykkti Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)