Áramót.

IMG 9628 

 

Um ármót er algengt að fara yfir árið sem er að líða og setja markmið fyrir árið sem  er framundan.  Þennan sið hef ég haft til fjölda margra ára og undanfarin ár hef skrifað niður markmið og væntingar.

 

Árið 2009 hefur að mörgu leiti verið mjög sérstakt ár í mínu lífi.  Um langan tíma hafði ég verið upptekin af uppbyggingu rekstrar, sem skyndilega missti fótfestuna í árslok 2008 eins og svo margt í Íslenskum veruleika.  Hjá mér hefur 2009 því verið, umfram allt annað ár endurmats, jafnhliða því að vera ár sem farið hefur í að því að ná heilsu eftir líkamstjón. 

 

Á þessu ári hef ég gert margt af því sem mig hafði dreymt um í mörg ár vegna þess að til varð tími og því var best að grípa tækifærið og nota hann.  Um síðustu áramót hafði ég það í huga sem árið 2008 hafði kennt mér umfram allt annað, þess má finna stað í fjallræðu Jesú Matt 6,19 -6,21;  Safnið yður ekki í fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.  Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.  Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.

 

Núna við þessi áramót eru óvissan meiri en nokkru sinni fyrr.  Hafi orðið veruleg breyting 2009 þá reikna ég með að 2010 verði hún ekki minni.  Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem ég á erfitt með að sjá fyrir mér markmið ársins sem er framundan.  Því ætla ég að reyna að gera framhald fjallræðunnar að markmiði mínu og forðast eins og kostur er þá neikvæðni sem hefur haft veruleg áhrif á mig undanfarið.   

Matt 6,22;  Augað er lampi líkamans.  Sé auga þitt heilt, mun allur líkami þinn bjartur.  En sé auga þitt spillt, verður allur líkami þinn dimmur.  Ef nú ljósið í þér er myrkur, hvílíkt verður þá myrkrið.

 2010 Glasses Megi árið 2010 vera ykkur gæfuríkt.  

Hér er boðið upp á gamlan slagara þar sem töffarar gærdagsins syngja um sígildan sannleika.

 

http://www.youtube.com/watch?v=TYt1xvjQ35U&feature=player_embedded

 

 








Bloggfærslur 31. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband