Kreppa hvað? ....hvað annað en dýrmætur tími!

IMG 9699

Undanfarna daga hef ég dvalið á sælureitnum mínum við sjóinn.  Ég hef tekið sólarupprásina með æðarkollunum og skarfinum sem halda sig við tangann í garðinum þar sem atlantshafið leikur við flúðina.  Ég hef farið í göngu ferðir um fjörurnar í nágreninu í frábæru veðri.  Staðið út á palli í myrkrinu á kvöldin, reynt að telja stjörnurnar og komist að því að tveir plús tveir eru ekki fjórir frekar en mér sýnist.  Ekkert sjónvarp, ekkert útvarp, engin blöð, engin kreppa.

http://www.solholl.com/  kíkið á sælureitinn

Frá því í haust hef ég eins og svo margir fleiri haft kreppuna efst í huga.  Í nóvember hurfu verkefnin sem fyrirtæki mitt byggði á og starfsmönnum mínum þá fækkað úr tíu  í tvo frá því í sumar.  Í desember snerti hún mig með atvinnuleysinu og í janúar þegar verkefni komst á dagskrá  kom í ljós að ég átti við líkamstjón að stríða sem ég varð að láta laga með tilheyrandi rólegheitum.  Ég fór í aðgerð og var inn á sjúkrahúsi í nokkra daga.  Þrátt fyrir fréttir af niðurskurði og þjónustuskerðingu heilbrigðiskerfisins varð ég ekki var við ástandið.  Því er sennilega að þakka frábæru starfsfólki heilbrigðisstofnanna og þrátt fyrir kreppu þá held ég að þar verði áfram frábært starfsfólk sem hlífi skjólstæðngum sínum við sífelldum véfréttum.  Þessa daga á sjúkrahúsinu lá ég mest allan tímann með mp3 spilarann og hlustaði á Pink Floyd.  Það sem ég komst næst kreppunni var þegar ég fór fram á setustofu þar sem sjónavarp var í gangi og stefnuræða ríkisstjórnarinnar var á dagskrá, Jóhanna var með síbyljuna sem staðið hefur frá því 6. okt, hvernig til stæði að lágmarka gjaldrot og upplausn þúsunda heimila í landinu.  Ég flýtti mér inn og setti mp3 spilarann í eyrun og hlustaði á Shine on you crazy dimonds.

Í stuttu máli sagt þá þurfti atvinnu- og heilsuleysi til þess að ég tæki fríið sem ég er búin að ætla að taka s.l. þrjú ár.  Ég hafði að vísu hugsað mér að taka gott frí í vetur eins og svo oft áður, en styttra frí og við aðrar aðstæður.  En ég hef fengið ómældan tíma sem ég get notað eftir eigin höfði og hvað er tími annað en verðmæti.   Eða erum við ekki oft að vinna til að eiga góðan tíma seinna fyrir okkur sjálf.  Nú kom tíminn til mín óvænt og frítt.

Myndir frá góðum dögum:

               IMG_9718  IMG_9740  IMG_9744  IMG_9703


Bloggfærslur 21. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband