17.3.2009 | 14:23
Stutt í kosningar og þjóðarbúið að ná sér á strik.
Ekki er nú svartnættinu og leiðindunum fyrir að fara svona rétt fyrir kosningar. En bólar samt ekki á aðgerðum til bjargar heimilum og fyrirtækum þó svo að það hafi átt að vera nánast eina verkefni þessarar ríkisstjórnar.
Helst hefur borið á því að allar hugmyndir um aðgerðir til bjargar heimilunum hafi verið slegnar út af borðinu samanber hugmyndina um 20 % niðurfellingu skulda. Vegna þeirrar gríðarlegu áhættu sem í því gæti falist að niðurfellingin gæti gagnast heimilum sem gætu hugsanlega krafsað sig í gegnum verðtryggðu skuldasúpuna án þess að þurfa á niðurfellingu að halda.
![]() |
Þjóðarbúið mun ná sér á strik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)