18.3.2009 | 15:10
Æj, æj, jæ asskotans óheppni, en gengur bara betur næst!
Það er nú gott að vita að þeim gekk gott eitt til hjá ÍL þegar þeir tíndu 1/3 af lífeyrissjóðnum mínum. Það er mikil sálhjálp í því fólgin að fá að vita að um mistök hafi verið að ræða, sem eru í því fólgin að hafa fjárfest í skuldabréfum bankanna og lítilsháttar í Samson. En mistökin hvað minn lífeyrissjóð varðar eru að ég var í LÍF VI þar sem einungis áttu að vera ríkisskuldabréf og aðrir skotheldir pappírar.
Jafnframt gleður það mig alveg sérstaklega að þeir skulu ætla að verða saksóknara innan handar með að átta sig á þessum smávægilegu mannlegu mistökum sem alltaf geta átt sér stað.
Þessi LÍF VI leið var ætluð fyrir 65 og þá sem ekki vilja taka áhættu enda ávöxtunin lág og örugg. En eins og stjórnarformaðurinn og framkvæmdastjórinn sögðu þegar þeir voru að kynna nýja og endurbætta fjárfestingastefnu ársins 2009 "gengur bara betur næst".
Gleymum ekki að okkur er gert með lögum að láta 12% tekna okkar renna til lífeyrissjóða.
![]() |
Segja sjóðinn hafa farið út fyrir heimildir fyrir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)