27.3.2009 | 21:50
Hagkvæmt fyrir hvern?
Seðlabankinn virðist horfa á málið út frá sínum þrönga sjónarhorni og einungis sjá hagkvæmni lánadrottinsins. Enda sitja þarna ennþá sömu hagfræðingar og fyrir nokkrum mánuðum síðan, sáta í gjaldþrota banka. Þá var væntanlega hagkvæmt að endurreisa hann með afskriftum yfir á skattgreiðendur, þó að það hafi að mestu verið gert til að gæta erlendra hagsmun.
Fyrir mér opinberast hagfræði i Seðlabankans í sinni einföldustu mynd, á þann hátt að hann telji enga hagkvæmni í afskriftum nema að um fjármálastofnanir sé að ræða. Þannig að þegnar landsins eigi ekki að vera annað en skuldaþrælar lánadrottnanna (í gegnum peningamálastefnu sem Seðlabankinn klúðraði gjörsamlega) og sem framtíðar skattgreiðendur skuldanna.
Til einföldunar fáránleikans, er stærsta skuld hverrar venjulegrar fjölskyldu falin í íbúðarhúsnæði. Til að byggja hús, þarf í stórum dráttum, land, byggingarefni og iðnaðarmenn, banki er svo fenginn til að miðla greiðslum. Fyrir þetta fékk bankinn mun hærri tölur til baka en allir þeir sem komu að verkinu fengu fyrir sinn hlut. Það sem meira er bankinn fékk þetta frá hverjum og einum, því hann var einnig búin að koma því þannig fyrir að hann lánaði landeigandanum, efnisalanum og iðnaðarmönunum svo þeir gætu þjónustað fjölskylduna við húsbygginguna.
Nú er svo komið að allir sem komu að húsbyggingunni eru gjaldþrota þar með talið bankinn sem lagði ekkert til nema tölur sem yfirgáfu aldrei tölvukerfið. Nú leggur IMF til fleiri tölur í tölvukerfi Seðlabankanns með svimandi vöxtum, sem ætlast er til að séu skráðar sem skuldir þegnanna og þeim hlaðið á ókomnar kynslóðir. Það er út frá hagsmunum þessara reiknikúnsta sem Seðlabankinn finnur sína óhagkvæmni.
http://www.thecrowhouse.com/ftnwo.html
![]() |
Niðurfelling skulda óhagkvæm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 28.3.2009 kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)