8.3.2009 | 09:57
Papeyjarferð
Í lok maí í fyrra fórum við Matthildur út í Papey ásamt Pólskum starfsmönnum Múrbergs þeim Gregor, Piotr, Jacek og Wadek, einnig var Eiríkur (Dúi) með og á hann heiðurinn af mörgum myndunum sem má sjá í mynda albúminu "Papey 2008" hér á síðunni. Dúi er hæfileikaríkur ljósmyndari og má sjá úrval mynda hans á http://www.flickr.com/photos/duilingur .
Papey er frábær staður að heimsækja þar má kynnast sögu eyjarinnar með leiðsögumanni Papeyjarferða auk þess að skoða hið mikla fuglalíf sem er í björgum eyjarinnar. Á leiðinni á milli lands og eyjar voru selir skoðaðir. Stundum má sjá hvali, þó svo að það hafi ekki verið svo í þessari ferð.
Þetta var sjötta ferðin mín út í Papey. Þær hafa flestar verið í lok maí þegar fuglinn er að hefja varpið. Eins hef ég farið í júlí og ágúst. Fyrir okkur Matthildi var þetta ævintýraferð eins og Papeyjarferðir eru alltaf, hvað þá fyrir Pólverjana og Eirík sem voru að fara í fyrsta sinn. Ekki var verra að hitta Möggu úti í Papey sem býr í húsinu sínu Milljón frá maí - ágúst og fá hjá henni eitt það besta lostæti sem þessi heimur hefur að bjóða, svartfuglsegg.
Nánar um Papeyjarferðir og Papey.
http://www.djupivogur.is/adalvefur/?pageid=174
http://nat.is/travelguide/ahugav_st_papey.htm
Ferðalög | Breytt 4.2.2018 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)