3.5.2009 | 18:59
Hótanir um harðar innheimtuaðgerðir eru varla viðeigandi.
Ég er hissa á Gylfa Magnússyni að gera þau mistök að hóta hörðum innheimtuaðgerðum þegar fólk íhugar að leitar leiða út úr skuldavandanum með greiðsluverkfalli. Hann bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem ganga út á að fresta vandanum , dugi. Fjöldi fólks, sem nú er í jákvæðri eignastöðu, gerir sér grein fyrir að leið ríkisstjórnarinnar leiðir til þess að röðin kemur að því að verða eignalaust.
Afstaða Gylfa er svipuð og halda því fram að aldrei hefði neinn átt að fara í verkfall til að sækja kjarabætur, ef hann á annað borð var með vinnu. Verkföll krefjast alltaf fórna en réttlætiskenndin og von um leiðréttingu hefur verið drifkraftur þeirra. Það er of seint að fara í verkfall þegar vinnan er farin.
Ég var það heppinn að fá tækifæri til að skýra þetta sjónarhorn hádegisfréttum ruv í dag, og má hlusta á fréttina hér.
http://dagskra.ruv.is/ras2/4435649/2009/05/03/0/
![]() |
Flestir geta staðið í skilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
kreppan | Breytt 30.1.2011 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)