Sumarið er tíminn.

Ég er frelsið 

Undanfarna daga hef ég haft margt á hornum mér eins og sjá má hér á blogginu.  Skuldavandi heimilanna sem mikið hefur verið í fjölmiðlum hefur snert mig ólýsanlega.  Ég hef hreinlega verið kominn að því að springa í loft upp.  Þó svo að ég telji mig sjálfan vera í nokkuð góðum málum heima fyrir hef ég  samt sem áður horfst í augu við skuldavandi fyrirtækja minna. Eignabruni hefur því ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum íslendingum undanfarna mánuði.

Þjóðráð

Núna þegar sumarið er á næsta leiti hef ég ákveðið að beina huga mínum að öllu því jákvæða sem sumrinu fylgir.  Því hef ég ákveðið að blogga ekki um, né eiða orku minni í þá neikvæðu umræðu sem er í gangi að sinni.  Þó að sú umræðan eigi því miður fullan rétt á sér.  Þess í stað ætla ég að beina allri orku minni að því að halda huganum heiðum og einbeita mér að öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem framundan eru.  Þeim ætla ég gera skil hér á síðunni.

 

Þessu vil ég þó beina til þeirra sem horfa nú upp á vanda sem virðist óleysanlegur; 

Tíminn er eini raunverulegi gjaldmiðillinn.  Þegar hann líður er ekki ein sekúnda sem þú getur unnið til baka.  Peningar eru því ekki hinn raunverulegi gjaldmiðill.  Þegar þú hefur látið frá þér krónu geturðu alltaf útvegað þér aðra í staðin.   Verum því varká þegar við ráðstöfum tíma okkar í skiptum fyrir peninga. 

Law of attraction

Látum tækifærið til að njóta augnabliksins aldrei fram hjá okkur fara, því eins og Gandhi sagði; Dagurinn í dag er morgunndagurinn sem þú hafðir áhyggjur af í gær.  Var það þess virði?

Vil benda á færslu á hinni síðunni minni hérna á mbl blogginu. http://maggimur.blog.is/blog/maggimur/entry/737300/


Bloggfærslur 9. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband