Rotið stjórnkerfi.

 

 

Það er nokkuð ljóst að nú er pólitíkin farin að spila sinn þátt í að stýra því hvað verður uppi á borðum af efnahagshruninu.  Að það skuli þurfa að hrófla við embætismannakerfinu á Íslandi virðist koma ráðherrum í opna skjöldu og að Eva Joly hafi notað Kastljósið til að upplýsa vanhæfi ríkissaksóknara fer fyrir brjóstið á einhverjum stjórnmálamönnum.

 

Þetta þarf ekki að koma á óvart núna þegar rúmir átta mánuðir eru liðnir frá því að þjóðin var rænd aleigunni og rúmlega það, þá hefur ekki einn maður verið handtekin né ein króna kyrrsett.  Steingrímur telur þó að aðstæður skapist til að kyrrsetja eignir taki þjóðin á sig icesave.

 

Út kemur bók eftir Jón F. Thoroddsen, Íslenska efnahagsundrið: flugeldahagfræði fyrir byrjendur, á morgun.  En þar kemur fram að Baugur var í raun gjaldþrota í mars 2008 ásamt fleiri eignarhaldsfélögum með tilheyrandi erfiðleikum fyrir bankana.  Ennfremur segir; "í raun hafi verið merkilegt að íslensku bankarnir skuli hafa fundið einhverja löggilta endurskoðendur til að skrifa upp á reikninga sína í ljósi þess að bæði hlutabréfabólan og húsnæðisbólan voru sprungnar og lánasöfn bankanna ekki upp á marga fiska, svo vægt sé til orða tekið [...] Samt sagði enginn neitt og þaðan af síður var nokkuð gert. Og endurskoðendur skrifuðu upp á þriggja og sex mánaða uppgjör bankanna eins og allt væri í lagi."

 

Er það furða þó Eva Joly hafi efasemdir um hæfi íslensks stjórnkerfis, sem skipaði sömu endurskoðendur og skrifuðu upp á reikninga bankanna til að sitja í skilanefndum og þiggja stórar fúlgur í laun.  Hvað þá þegar sjálfur ríkissaksóknari tengdur einum í aðalhlutverki fjölskylduböndum.   


mbl.is Eva Joly er dínamítkassi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband