Hvað ef það væri þorskastríð?

Spurningin er hvort Alþingismenn samþykkja samning sem þeir hafa aldrei séð.  Samning sem mun gera Íslensku þjóðina tæknilega gjaldþrota um leið og hann verður undirritaður.  Satt best að segja væri þeim trúandi til þess.

Vextirnir einir af þessum samningi munu éta upp allan vöruskiptajöfnuð landsins og gott betur, það þó aðeins sé miðað við bestu ár hingað til, slíkir eru afarkostirnir.  Það þarf huglausa stjórnmálamenn til að samþykkja slíkan gjörning.  Því miður virðist vera nóg framboð af stjórnmálamönnum sem geta ekki með nokkru móti tekið á málum í sátt við þjóðina. 


mbl.is Enn leynd yfir Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingeld ríkisstjórn.

Það var svo sem ekki von á góðu þegar ríkisstjórnin boðaði skatthækkanir, en frestun niðurskurðar.  Stórhækkun á tryggingagjaldi er tvíbent, þar er um skattahækkun að ræða sem leggst hlutfallslega á allar launatekjur sama hvort þær eru háar eða lágar.  Atvinnurekendur verða nú að skera af sér allan launakostnað sem þeir mögulega geta verið án.  Þá bætist við atvinnuleysið.

Fjármagnstekjuskatturinn skilar væntanlega litlu í framtíðinni frá öðru en sparnaði eldri borgara og þeim sem af einhverjum ástæðum hafa hliðar tekjur s.s. leigutekjur af húsnæði.  Sá skattur gerir þeim væntanlega enn erfiðara fyrir sem verst eru staddir með húsnæði, s.s. óselda aðra eign.

Hvenær þessi ríkisstjórn tekur á  því sem raunverulega skiptir máli bólar ekkert á.  Ríkisbankarnir malla þrír áfram gjaldþrota með yfirbyggingu langt umfram þörf og getu, skilanefndir gömlu bankanna mala gull og ríkisbákn elítunnar stendur óhaggað eins og nátttröll liðins tíma.


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lauþegar ættu að gera Sigurð G Guðjónsson að foringja sínum.

Sigurður hefur fundið leið til að bæta kjör, ekki einungis Sigurjóns Árnasonar, heldur alls almenns launafólks.  Nú ætti hann að aðstoða launafólk í því að stofna séreignasjóði um lífeyrissparnað sinn þar sem fólk getur tekið hann út með vaxtalausu láni til sjálfs sín og með einum gjaldaga, sem mætti þess vegna vera eftir dauðadag sjóðseigendans.  Því samkvæmt aðferðafræði Sigurðar yrðu lánþegar einungis að komast að samkomulagi við sjálfa sig um gjalddaga og kjör.

Síðan mætti gera það að framtíðar markmiði að lögfesta bindiskylduna við ca. 8% svipað og hjá öðrum fjármálafyrirtækum og gætu þá sjóðfélagar lánað sér allt að nífalda þá upphæð sem þeir leggja til hliðar með viðbótarsparnaði.  Það þarf ekki að taka það fram að þarna yrði ekki um neinar skattagreiðslur að ræða fyrr en hinn eiginlegi lífeyrissparnaður verður útleystur sem gæti allt eins verið eftir dauðadag.  En það er allt undir því samkomulagi komið sem lánþegin gerir við sjálfan sig.

Hér gætu því verið um mun meiri kjarabætur að ræða en aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin eru að díla um í sínum stöðuleikasáttmála.


mbl.is Líkir láni bankastjóra við almenn lífeyrissjóðslán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband