20.6.2009 | 11:51
Sumarsólstöðudraugar og bankasýslumenn ríkisins.
Við sem aldur höfum til og þjáumst ekki af gullfiskaminni, munum eftir Steingrími sem ráðherra Alþýðubandalagsins. Satt best að segja hélt ég að Steingrímur yrði aldrei aftur ráðherra Íslendinga, eiginhagsmunagæsla hans sem ráðherra í síðustu ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar myndi seint gleymast.
En þó svo mikið vatn hafi runnið til sjávar og Alþýðubandalagið sáluga liðið undir lok síðan þetta var, þá hafa þeir Svavar Gestsson nú risið upp sem draugar um sumarsólstöður, íslenskri þjóð til stórtjóns.
Skattahækkanir bera allar að sama brunni, magna upp verðbólguna til að bæta eiginfjárstöðu gjaldþrota bankakerfis á kostnað heimilanna í landinu. Niðurskurði almannatryggingakerfisins er ráðstafað daginn eftir til að setja á stofn Bankasýslu ríkisins.
![]() |
Stofna Bankasýslu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)