Sorglegt dæmi um kosningarbrellur velferðarstjórnarinnar.

Er þetta það sem velferðarstjórnin snýst um?  Á ESB að taka við öldruðum íslendingum sem eru að missa heimili sitt?  Hvað eru fólkið á Alþingi að hugsa?

Það voru uppi hugmyndir um að loka vistheimilinu Helgafelli á Djúpavogi s.l. vetur.  Ögmundur Jónasson dró þá ákvörðun til baka eftir að hann komst í heilbrigðisráðuneytið í febrúar.  Var það kannski bara kosningabrella að hætti velferðarstjórnarinnar?

Það er auðvelt að spara á kostnað þeirra sem ekki eiga sér talsmenn s.s. atvinnulausum og öryrkjum.  Eins heyrir maður af minnkuðum matarskömmtum, Mogganum er sagt upp o.s.f.v.  Yfirstjórnin finnur alltaf aðferðir til að spara á kostnað þeirra sem minna mega sín og auka við eigið mikilvægi með töff ákvörðunum. 

Hvað með bankana sem standa tómir í röðum á kostnað skattgreiðenda?  Hvað með 63 þingmenn sem þrasa um ESB og icesave hvern virkan dag?  Hvað með kokteilpinnana sem þykja icesave samningarnir sem þeir gerðu sjálfir vera frábærir?  Skyldi vera hægt að spara moggann þar og fækka kjötbollunum, eða jafnvel bera þá út?

 

Af visi.is í gær:

"Að sögn Guðbjargar hefur móðir hennar, sem er á níræðisaldri, búið á Djúpavogi í sextíu ár.

„Ég hef reynt að fá hana til Hafnar, en þarna vill hún fá að vera. Ég þarf að taka hana nauðuga," segir Guðbjörg, sem sjálf býr á Höfn í Hornafirði. Hún segir móður sinni hafa verið gefin róandi lyf áður en þær yfirgáfu öldrunarheimilið í hinsta sinn."

http://www.visir.is/article/20090713/FRETTIR01/990107471/-1 

 


mbl.is Óljóst hvað verður um vistmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband