Þetta fer að minna á Sterling.

Þetta er sniðugt ríkissjóður tekur 73% veð í gjaldþrot Sjóvá og leggur því til 11,6 milljarða í gegnum SAT eignarhaldsfélags í eigu  gjaldþrota Glitnis og fjárvana Íslandsbanka sem leggur félaginu til 16 milljarða alls.

 

Ríkissjóður sem er miklu meira en fjárvana á að halda öllu klabbinu gangandi, þannig að tryggingartakar geta andað rólegir og haldið áfram að greiða iðgjöldin enda gengur daglegur rekstur Sjóvár ljómandi vel.  Þarna er borguð laun mánaðarlega og engin lúsarlaun til stjórnendanna.

 

Það var virkilega ánægjulegt að heyra það frá fyrrum forstjóra, Þór Sigfússyni formanni Samtaka atvinnulífsins, hvað reksturinn var í góðu standi þegar hann lét af störfum í júní s.l..  Hann sagðist hafa komið félaginu í örugga höfn, það er í fangið á skattgreiðendum. 

 

Mér hefur dottið í hug að skipta um tryggingafélag.  Eitthvað heyrði ég af því að þeir hjá VÍS væru farnir að sjá til lands.  Hvort þeir komast í jafn örugga höfn og Sjóvá verður svo að koma í ljós.


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband