1.8.2009 | 09:43
Verður Eva Joly okkar hundadagadrottning?
Hún er sérstök tilfinningin sem því fylgir að lesa þessa frétt. Að það skuli vera erlend eldri kona sem talar eins út úr mínu hjarta. Engan samhljóm hef ég fundið með síðustu þremur ríkisstjórnum Íslands. Ég hef tortryggt þær og jafnvel hefur orðið landráð komið ítrekað upp í hugann.
Samt segir mér svo hugur að íslenskir stjórnmálamenn eigi eftir að taka lítið mark á Evu Joly, líkt og þeir gerðu lítið með hugmyndir Jörundar Hundadagakonungs á sínum tíma. þeir muni samþykkja icesave á Alþingi Íslendinga innan skamms, með álíka leikrænum tilburðum og aðildarumsókn að ESB var samþykkt. Því þetta fólk veit að það mun þurfa að lifa í sama veruleika og þorri þjóðarinnar nú þegar gerir ef það hafnar icesave.
Hjá stjórnkerfinu, (sem ennþá reynir að halda uppi "bankaleind" yfir sama fólkinu og "vissi" og "fékk"), snýst þetta um að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum svolítið lengur. Jafnvel þó svo að til þess þurfi að taka lán hjá kúgurum okkar sem munu kosta okkur ættlandið.
![]() |
Stöndum ekki undir skuldabyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)