10.8.2009 | 14:40
Er bólusetning örugg?
Varað var við svínaflensu faraldri 1976. Bólusetningarherferð var sett í gang í USA, sumir vilja meina að svína flensan gangi út á bólusetningarherferð og bólusetningu beri að varast.
Hér er myndband sem er þeirra 15 min. virði sem það tekur að horfa á það.
http://www.dailymotion.com/video/x9mh9f_swine-flu-1976-propaganda_webcam
Blogg-umræðu um bóluetningu má sjá hér.
![]() |
Yfir 100 flensusmit staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 11.8.2009 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.8.2009 | 12:47
Icesave verður samþykkt, engin hætta á öðru.
Stjórnmálamenn, seðlabankamenn og önnur elíta stjórnkerfisins á eftir að finna leið til að samþykkja icesave. Það er engin hætta á öðru. Þeir vita sem er að þeirra eina von til að halda sínum lífskjörum og áhrifum felst í þjónkun við erlenda lánadrottna. Þess vegna verður það talið réttlætanlegt að hella skuldum gjaldþrota einkabanka yfir íslenskan almenning. Það er eingin eftirspurn eftir þessu fólki erlendis og það vita þau.
Helstu meðmælendur þessa samkomulags eru, auk afdankaðra stjórnmálamanna, Seðlabankinn sem eftir gjaldþrot hefur sömu hagfræðingana á sinni launaskrá, ASÍ, SA og stöðugleika liðið. Öll þessi elíta sér þær lausnir eina að stórauka skuldir almennings í kjölfar eigin klúðurs með stórauknum lántökum.
![]() |
Engin niðurstaða um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)