15.8.2009 | 09:29
Lífskjör hverra munu ekki skerðast?
Undanfarna daga hefur það orðið ljósar með hverjum deginum hverskonar leikrit hefur verið í gangi hjá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Icesave verður samþykkt, engin hætta á öðru. Það er því orðið nokkuð ljóst að stjórnmálamennirnir ætla fyrst og fremst að hafa hag bankana og stjórnkerfisins að leiðarljósi.
Fulltrúar allra flokkar eigi undarlegan feril í þessu icesave máli, sem oft á tíðum hefur varla verið hægt að flokka undir annað en lýðskrum í ljósi þessarar niðurstöðu. Sennilega hefur fulltrúi Borgarahreyfingarinnar komist að skringilegustu niðurstöðunni þegar hafðar eru í huga röksemdir hans í ESB málinu.
Hann lætur hafa eftir sér að; "Með þessum breytingum sé tryggt að lífskjör Íslendinga skerðist ekki vegna þessara skuldbindinga." Það hefur semsagt verið unnin stórkostlegur varnarsigur, að hætti sendiherranns.
Lífskjör hvaða Íslendinga munu ekki skerðast, við það að hella skuldum einkabanka yfir almenning?
![]() |
Samkomulag í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)