14.9.2009 | 08:54
Afglapi í brúnni.
Það er slegið í og úr með gjaldeyrishöftin nú á að herða þau, hótað er hörðum viðurlögum. Minna fer fyrir því hjá Seðlabankanum að taka á sig ábyrgðina af glórulausri tilurð þeirra.
Það er ekki nem einn og hálfur mánuður síðan að þessi frétta tilkynning var send út; Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt áætlun um afnám gjaldeyrishafta, sem Seðlabankinn samdi í samráði við viðskiptaráðuneytið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þeim verður aflétt í áföngum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands 31.07.2009.
Það er ekki nokkur hætta á því að gjaldeyrishöftunum verði aflétt í nánust framtíð. Þessi hagstjórnarspekingur í Seðlabankanum dettur ekki í hug að láta frá sér þau völd sem þau gefa. Enda er Seðlabankastjóri höfundur okruvaxtastefnunnar sem sem keyrði allt í þrot á Íslandi og Seðlabankinn þessa dagana að gíra sig upp í frekari vaxtahækkanir.
Það er undarlegt að vera þegn ríkis þar sem þeir sem gerst hafa sekir um mestu afglöpin gagnvart þjóðinni sitja í helstu lykilstöðum. Svo ekki séu notuð stærri orð.
![]() |
Eftirlit með gjaldeyri hert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)